Ný sókn í menntamálum Björgvin G. Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Á landsfundi Samfylkingarinnar um liðna helgi var samþykkt framsækin og fjölbreytt menntastefna flokksins. Tekur stefnumótunin til allra sviða menntamálanna og leggur grunn að nýrri sókn í menntamálum nú þegar rofar til í ríkisfjármálum. Stikla ég hér á eftir á nokkrum af helstu atriðum ályktunarinnar, en hún er ítarleg og efni í nokkrar greinar. Í ályktun landsfundar segir að Samfylkingin byggi menntastefnu sína á rótgrónum gildum jafnaðarmanna um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Samfylkingin vill skapa skólakerfi sem veitir öllum tækifæri til þess að verða fullgildir þátttakendur í samfélagi skapandi, starfandi og menntaðs fólks. Annað meginhlutverk skólanna er að flytja þekkingu á milli kynslóða. Verkefni okkar er að gera þær breytingar á menntakerfinu sem setja manninn sjálfan í öndvegi, með hliðsjón af grunngildum jafnaðarstefnunnar. Þetta eru háleit og metnaðarfull markmið og er það rakið í ályktuninni hvernig flokkurinn ætlar að ná þeim á næstu árum. Annars vegar með róttækum breytingum á menntakerfinu og hins vegar með auknum fjárfestingum í skólum landsins með það að markmiði að hlutfall þeirra sem ekki hafa lokið viðurkenndu starfs- eða framhaldsskólanámi á íslenskum vinnumarkaði lækki úr 30% í 10%.Aukið vægi verk- og tæknigreina Mikil spurn er eftir verk- og tæknimenntuðu fólki á vinnumarkaði en hlutfallslega fáir nemendur leggja stund á slíkt nám. Leggjum við áherslu á að auka þarf vægi verk- og tæknigreina í íslensku skólakerfi og auka kynningu fyrir nemendur og forráðamenn þeirra á rúmlega hundrað námsbrautum sem í boði eru í slíkum greinum. Í ályktuninni segir að til að fjölga nemendum í verk- og tækninámi sé nauðsynlegt að efla samstarf milli skóla og atvinnulífs, fjárfesta í búnaði til verk- og tæknikennslu, stuðla að opnari framhaldsskóla og nýsköpun í kennsluháttum. Sérstaklega þarf að auka verklega kennslu og verkefnabundið nám. Leita þarf samstarfs við aðila vinnumarkaðarins og samtök foreldra um kynningu fyrir nemendur á fjölbreyttum verklegum störfum í íslensku atvinnulífi, innan skóla og á vinnustöðum. Leggja þarf áherslu á styttri námsbrautir sem valkost fyrir nemendur. Öflugt verk- og tækninám er lykilatriði í því að spyrna gegn brottfalli og ná til nemenda svo þeir ljúki námi á framhaldsskólastigi. Það eykur enn líkurnar á að nemandinn komi aftur inn í skólann síðar til að bæta við sig námi. Nýjar stuttar námsbrautir í verknámi á borð við þær sem Sjávarútvegsskólinn í Grindavík býður upp á undirstrika árangurinn sem ná má með þessum hætti.Öflugir háskólar – aukið samstarf Háskólamenntun er að mati okkar jafnaðarmanna afdráttarlaust forsenda atvinnuþróunar, hagsældar og velferðar í samfélaginu. Við viljum efla háskóla í landinu til að þeir standist áfram samjöfnuð við alþjóðlega háskóla varðandi kennslu og rannsóknir. Mikilvægt er í áföngum að hækka framlög til háskólanna til að jafna stöðu þeirra við háskóla í öðrum norrænum ríkjum. Það er forsenda eflingar skólastigsins á næstu misserum. Auka þarf samstarf og verkaskiptingu háskóla í landinu með það fyrir augum að auka gæði og fjölbreytni náms samhliða því að tryggja jafnt aðgengi að námi óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Landsfundur vill að stuðlað verði að formlegu samstarfi allra háskóla í landinu um framtíðarstefnumótun háskólastigsins. Þar verði m.a. hugað að samræmdu rekstrarformi háskólanna, fjármögnun háskólastofnana, kennslu og rannsóknum, aukinni sérhæfingu eftir fræðasviðum og betri tengslum við atvinnulíf og samfélag. Hvað varðar mikinn fjölda skóla á háskólastigi í okkar fámenna landi viljum við að stefnt verði að sameiningu opinberu háskólanna í þeim tilvikum þar sem sýnt er að það muni auka gæði námsins og hagkvæmni. Samfylkingin telur það vera á ábyrgð ríkisins að fjármagna grunnmenntun allra á háskólastigi á viðurkenndum fræðasviðum og telur brýnt að gæta jafnræðis varðandi kostnaðarþátttöku nemenda á mismunandi skólastigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Á landsfundi Samfylkingarinnar um liðna helgi var samþykkt framsækin og fjölbreytt menntastefna flokksins. Tekur stefnumótunin til allra sviða menntamálanna og leggur grunn að nýrri sókn í menntamálum nú þegar rofar til í ríkisfjármálum. Stikla ég hér á eftir á nokkrum af helstu atriðum ályktunarinnar, en hún er ítarleg og efni í nokkrar greinar. Í ályktun landsfundar segir að Samfylkingin byggi menntastefnu sína á rótgrónum gildum jafnaðarmanna um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Samfylkingin vill skapa skólakerfi sem veitir öllum tækifæri til þess að verða fullgildir þátttakendur í samfélagi skapandi, starfandi og menntaðs fólks. Annað meginhlutverk skólanna er að flytja þekkingu á milli kynslóða. Verkefni okkar er að gera þær breytingar á menntakerfinu sem setja manninn sjálfan í öndvegi, með hliðsjón af grunngildum jafnaðarstefnunnar. Þetta eru háleit og metnaðarfull markmið og er það rakið í ályktuninni hvernig flokkurinn ætlar að ná þeim á næstu árum. Annars vegar með róttækum breytingum á menntakerfinu og hins vegar með auknum fjárfestingum í skólum landsins með það að markmiði að hlutfall þeirra sem ekki hafa lokið viðurkenndu starfs- eða framhaldsskólanámi á íslenskum vinnumarkaði lækki úr 30% í 10%.Aukið vægi verk- og tæknigreina Mikil spurn er eftir verk- og tæknimenntuðu fólki á vinnumarkaði en hlutfallslega fáir nemendur leggja stund á slíkt nám. Leggjum við áherslu á að auka þarf vægi verk- og tæknigreina í íslensku skólakerfi og auka kynningu fyrir nemendur og forráðamenn þeirra á rúmlega hundrað námsbrautum sem í boði eru í slíkum greinum. Í ályktuninni segir að til að fjölga nemendum í verk- og tækninámi sé nauðsynlegt að efla samstarf milli skóla og atvinnulífs, fjárfesta í búnaði til verk- og tæknikennslu, stuðla að opnari framhaldsskóla og nýsköpun í kennsluháttum. Sérstaklega þarf að auka verklega kennslu og verkefnabundið nám. Leita þarf samstarfs við aðila vinnumarkaðarins og samtök foreldra um kynningu fyrir nemendur á fjölbreyttum verklegum störfum í íslensku atvinnulífi, innan skóla og á vinnustöðum. Leggja þarf áherslu á styttri námsbrautir sem valkost fyrir nemendur. Öflugt verk- og tækninám er lykilatriði í því að spyrna gegn brottfalli og ná til nemenda svo þeir ljúki námi á framhaldsskólastigi. Það eykur enn líkurnar á að nemandinn komi aftur inn í skólann síðar til að bæta við sig námi. Nýjar stuttar námsbrautir í verknámi á borð við þær sem Sjávarútvegsskólinn í Grindavík býður upp á undirstrika árangurinn sem ná má með þessum hætti.Öflugir háskólar – aukið samstarf Háskólamenntun er að mati okkar jafnaðarmanna afdráttarlaust forsenda atvinnuþróunar, hagsældar og velferðar í samfélaginu. Við viljum efla háskóla í landinu til að þeir standist áfram samjöfnuð við alþjóðlega háskóla varðandi kennslu og rannsóknir. Mikilvægt er í áföngum að hækka framlög til háskólanna til að jafna stöðu þeirra við háskóla í öðrum norrænum ríkjum. Það er forsenda eflingar skólastigsins á næstu misserum. Auka þarf samstarf og verkaskiptingu háskóla í landinu með það fyrir augum að auka gæði og fjölbreytni náms samhliða því að tryggja jafnt aðgengi að námi óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Landsfundur vill að stuðlað verði að formlegu samstarfi allra háskóla í landinu um framtíðarstefnumótun háskólastigsins. Þar verði m.a. hugað að samræmdu rekstrarformi háskólanna, fjármögnun háskólastofnana, kennslu og rannsóknum, aukinni sérhæfingu eftir fræðasviðum og betri tengslum við atvinnulíf og samfélag. Hvað varðar mikinn fjölda skóla á háskólastigi í okkar fámenna landi viljum við að stefnt verði að sameiningu opinberu háskólanna í þeim tilvikum þar sem sýnt er að það muni auka gæði námsins og hagkvæmni. Samfylkingin telur það vera á ábyrgð ríkisins að fjármagna grunnmenntun allra á háskólastigi á viðurkenndum fræðasviðum og telur brýnt að gæta jafnræðis varðandi kostnaðarþátttöku nemenda á mismunandi skólastigum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun