Fríverslunarviðræður tefjast 6. október 2013 11:56 Röskun á starfsemi bandaríska ríkisins þar sem ekki hefur ekki tekist að fá ný fjárlög samþykkt gerir það að verkum að fríverslunarviðræðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins tefjast. Starfsemin bandaríska ríkisins stöðvaðist að hluta og hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna voru sendir í launalaust leyfi í vikunni þar sem repúblikanar sem hafa meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings neituðu að samþykkja fjárlög ríkisins. Sögðust þeir aðeins hleypa fjárlögum í gegn ef Obamacare, löggjöf sem felur í sér grundvallarbreytingar á heilbrigðislöggjöfinni vestanhafs, yrði frestað eða fjárframlög vegna hennar yrðu skert. Lokun af þessu tagi gerðist síðast fyrir átján árum en endanlegur kostnaður síðustu lokunar fyrir ríkissjóð hefur verið áætlaður um 1,4 milljarðar dollara á verðlagi þess tíma, jafnvirði 168 milljarða króna. Bandarískir embættismenn áttu að koma til Brussel í næstu viku til viðræðna við embættismenn Evrópusambandsins vegna fríverslunarsamnings, en ekkert verður af því vegna lokunarinnar vestanhafs. Aðeins bráðnauðsynlegri starfsemi er haldið úti, eins og varnar- og öryggismálum, þ.e löggæslu, hernum og dómstólum. Þá frestaði Barack Obama, Bandaríkjaforseti, ferð sinni til Asíu. Michael Froman, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, tilkynnti embættismönnum í Brussel á föstudag að vegna lokunarinnar hefðu Bandaríkjamenn ekki tök á að senda fullt teymi samningamanna til Brussel en áfram yrði unnið að samningnum. Ekki væri hins vegar hægt að ljúka samningnum fyrr en fjárlögin væru samþykkt í þinginu. Ríkisstjórn Obama og John Boehner, forseti fulltrúadeildarinnar, eru engu nær samkomulagi. Í fyrsta lagi þarf að ljúka fjárlögum en bandaríska ríkið gæti einnig glímt við fjárþurrð ef ekki tekst að hækka skuldaþak ríkisins síðar í þessum mánuði. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Röskun á starfsemi bandaríska ríkisins þar sem ekki hefur ekki tekist að fá ný fjárlög samþykkt gerir það að verkum að fríverslunarviðræðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins tefjast. Starfsemin bandaríska ríkisins stöðvaðist að hluta og hundruð þúsunda ríkisstarfsmanna voru sendir í launalaust leyfi í vikunni þar sem repúblikanar sem hafa meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings neituðu að samþykkja fjárlög ríkisins. Sögðust þeir aðeins hleypa fjárlögum í gegn ef Obamacare, löggjöf sem felur í sér grundvallarbreytingar á heilbrigðislöggjöfinni vestanhafs, yrði frestað eða fjárframlög vegna hennar yrðu skert. Lokun af þessu tagi gerðist síðast fyrir átján árum en endanlegur kostnaður síðustu lokunar fyrir ríkissjóð hefur verið áætlaður um 1,4 milljarðar dollara á verðlagi þess tíma, jafnvirði 168 milljarða króna. Bandarískir embættismenn áttu að koma til Brussel í næstu viku til viðræðna við embættismenn Evrópusambandsins vegna fríverslunarsamnings, en ekkert verður af því vegna lokunarinnar vestanhafs. Aðeins bráðnauðsynlegri starfsemi er haldið úti, eins og varnar- og öryggismálum, þ.e löggæslu, hernum og dómstólum. Þá frestaði Barack Obama, Bandaríkjaforseti, ferð sinni til Asíu. Michael Froman, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, tilkynnti embættismönnum í Brussel á föstudag að vegna lokunarinnar hefðu Bandaríkjamenn ekki tök á að senda fullt teymi samningamanna til Brussel en áfram yrði unnið að samningnum. Ekki væri hins vegar hægt að ljúka samningnum fyrr en fjárlögin væru samþykkt í þinginu. Ríkisstjórn Obama og John Boehner, forseti fulltrúadeildarinnar, eru engu nær samkomulagi. Í fyrsta lagi þarf að ljúka fjárlögum en bandaríska ríkið gæti einnig glímt við fjárþurrð ef ekki tekst að hækka skuldaþak ríkisins síðar í þessum mánuði.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira