
Forsíðan í Hádegismóum
Skoðanakannanir sýna að kjósendur telja að flokkarnir hafi ekki framfylgt mikilvægum stefnumálum. Klofningur og ágreiningur voru meginástæður þess. Í kjölfarið misstu flokkarnir trúverðugleika, sem er forsenda tiltrúar kjósenda á stjórnmálamönnum. Stöðugar skylmingar þingmanna leiddu til mannfalls í eigin röðum og gengu nærri grasrótinni. Þetta yfirskyggði þann mikla árangur sem náðist.
Ágreiningur innan flokkanna gerði það að verkum að ekki var hægt að ljúka við endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu og koma á skikkanlegu auðlindagjaldi. Viðræður við ESB voru í hægagangi vegna framgöngu einstakra ráðherra og þegar Samfylkingin féllst formlega á að hægja á þeim var endanlega gert út um trúverðugleika flokksins.
Stóriðjubrölt Vinstri grænna varð heldur ekki til þess að auka trúverðugleika þeirra. Icesave-samningarnir voru eitt samfellt klúður sem klauf flokkana og ekki var einu sinni talað fyrir þeim þegar á reyndi. Erfitt var að ná saman um skuldamál heimilanna. Landsdómsmálið kristallaði mismunandi sýn á uppgjörið við hrunið. Enga sameiginlega sýn var heldur að finna um inntak nýrrar stjórnarskrár né hvort sverfa ætti til stáls í málinu. Ekkert lát var á togstreitu þingmanna vegna kjördæmapots. Samfylkingunni var refsað harkalega fyrir að hafa hvorki tekist að koma helstu stefnumálum sínum í framkvæmd með Vinstri grænum né Sjálfstæðisflokknum.
Klofningur innan þingflokks Vinstri grænna gerði hann nær óstjórntækan. Stór hluti hans yfirgaf flokkinn og Samfylkingin klofnaði einnig. Þingmennirnir létu fjölmiðla trekkja sig upp líkt og spiladósir og dönsuðu í hringi í kringum sjálfa sig. Það virðist vera mikið gert og mörgu fórnað til að komast á forsíðuna í Hádegismóum. Vinstrimönnum tókst með einstökum hætti, enn eina ferðina, að grafa undan sjálfum sér og eigin trúverðugleika.
Skoðun

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar