Hvernig kemst ég heim? Einar Guðmundsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Nú í jólamánuðinum eru margir sem gera sér glaðan dag, hitta vini og kunningja, fara út að borða eða gera sér dagamun með öðrum hætti. Oft fylgir að lyfta glösum í góðra vina hópi. Þegar heim skal halda getur verið freistandi að fara bara á bílnum. Þetta voru bara 1-2 glös eða bjórar, eða mesta lagi 3-5. Eða hvað? Er ekki örugglega í lagi að aka eftir svo litla áfengisneyslu?Lögin eru skýr Umferðarlögin eru skýr hvað þetta varðar. Ekki má aka eftir að hafa neytt áfengis eða vímuefna. Þó refsiraminn sé miðaður við 0,5 prómill eins og er, þá er það lögbrot engu að síður að aka með 0,3 prómill í blóði. Ekki er ólíklegt að þegar ný umferðarlög taka gildi verði þessi mörk 0,2 prómill. Það er nefnilega meira vitað í dag um áhrif áfengis á akstur en var um miðja síðustu öld þegar 0,5 prómillmörkin voru sett. Þá er akstur undir áhrifum fíkniefna alltaf bannaður.Óásættanlegt Það er óásættanlegt að aka undir áhrifum áfengis og vímuefna og því er mikilvægt að hafa í huga áður en menn gera sér glaðan dag að gera ráðstafanir til að komast heim aftur án þess að aka hafi þeir neytt áfengis. Fá einhvern annan sem ekki er undir áhrifum til að taka bílinn, taka leigubíl eða finna aðrar leiðir til að komast heim. Eitt af því sem gerist við neyslu áfengra drykkja er að dómgreindin minnkar og því verður erfiðara fyrir okkur að meta hvort við erum hæf til að aka heim að loknum gleðskapnum eða ekki. Við þær aðstæður er best að bíllinn eða bíllyklarnir séu ekki nálægt til að freista síður til aksturs.Yfir 70 teknir ölvaðir í hverjum mánuði Milli 8-900 ökumenn gerast brotlegir árlega vegna ölvunaraksturs eða yfir 70 manns í mánuði. Sem betur fer er að verða viðhorfsbreyting til batnaðar því árið 2007 voru tæplega 110 manns brotlegir á mánuði. Þetta gerir um 34% minnkun. En þó er langt í land enn að koma þessu í lag, því þetta eru tölur lögreglu og þá vantar alveg þá sem lögreglan nær ekki til. Áhyggjur í dag eru ekki síður vegna þeirra sem aka undir áhrifum vímuefna en þeim sem lögreglan hefur stöðvað hefur fjölgað ár frá ári frá því að vera 344 árið 2007 og upp í 702 árið 2012 eða um 104 %. Við sem notum umferðina daglega til að komast milli staða eigum rétt á því að komast heilu og höldnu milli staða án þess að eiga á hættu að ölvaður ökumaður eða undir áhrifum vímuefna skapi okkur hættu. Um leið og Brautin – bindindisfélag ökumanna óskar öllum gleðilegra jóla hvetjum við ökumenn til að vera búnir að skipuleggja heimferðina í byrjun og tryggja að enginn aki ölvaður heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú í jólamánuðinum eru margir sem gera sér glaðan dag, hitta vini og kunningja, fara út að borða eða gera sér dagamun með öðrum hætti. Oft fylgir að lyfta glösum í góðra vina hópi. Þegar heim skal halda getur verið freistandi að fara bara á bílnum. Þetta voru bara 1-2 glös eða bjórar, eða mesta lagi 3-5. Eða hvað? Er ekki örugglega í lagi að aka eftir svo litla áfengisneyslu?Lögin eru skýr Umferðarlögin eru skýr hvað þetta varðar. Ekki má aka eftir að hafa neytt áfengis eða vímuefna. Þó refsiraminn sé miðaður við 0,5 prómill eins og er, þá er það lögbrot engu að síður að aka með 0,3 prómill í blóði. Ekki er ólíklegt að þegar ný umferðarlög taka gildi verði þessi mörk 0,2 prómill. Það er nefnilega meira vitað í dag um áhrif áfengis á akstur en var um miðja síðustu öld þegar 0,5 prómillmörkin voru sett. Þá er akstur undir áhrifum fíkniefna alltaf bannaður.Óásættanlegt Það er óásættanlegt að aka undir áhrifum áfengis og vímuefna og því er mikilvægt að hafa í huga áður en menn gera sér glaðan dag að gera ráðstafanir til að komast heim aftur án þess að aka hafi þeir neytt áfengis. Fá einhvern annan sem ekki er undir áhrifum til að taka bílinn, taka leigubíl eða finna aðrar leiðir til að komast heim. Eitt af því sem gerist við neyslu áfengra drykkja er að dómgreindin minnkar og því verður erfiðara fyrir okkur að meta hvort við erum hæf til að aka heim að loknum gleðskapnum eða ekki. Við þær aðstæður er best að bíllinn eða bíllyklarnir séu ekki nálægt til að freista síður til aksturs.Yfir 70 teknir ölvaðir í hverjum mánuði Milli 8-900 ökumenn gerast brotlegir árlega vegna ölvunaraksturs eða yfir 70 manns í mánuði. Sem betur fer er að verða viðhorfsbreyting til batnaðar því árið 2007 voru tæplega 110 manns brotlegir á mánuði. Þetta gerir um 34% minnkun. En þó er langt í land enn að koma þessu í lag, því þetta eru tölur lögreglu og þá vantar alveg þá sem lögreglan nær ekki til. Áhyggjur í dag eru ekki síður vegna þeirra sem aka undir áhrifum vímuefna en þeim sem lögreglan hefur stöðvað hefur fjölgað ár frá ári frá því að vera 344 árið 2007 og upp í 702 árið 2012 eða um 104 %. Við sem notum umferðina daglega til að komast milli staða eigum rétt á því að komast heilu og höldnu milli staða án þess að eiga á hættu að ölvaður ökumaður eða undir áhrifum vímuefna skapi okkur hættu. Um leið og Brautin – bindindisfélag ökumanna óskar öllum gleðilegra jóla hvetjum við ökumenn til að vera búnir að skipuleggja heimferðina í byrjun og tryggja að enginn aki ölvaður heim.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar