Hvernig kemst ég heim? Einar Guðmundsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Nú í jólamánuðinum eru margir sem gera sér glaðan dag, hitta vini og kunningja, fara út að borða eða gera sér dagamun með öðrum hætti. Oft fylgir að lyfta glösum í góðra vina hópi. Þegar heim skal halda getur verið freistandi að fara bara á bílnum. Þetta voru bara 1-2 glös eða bjórar, eða mesta lagi 3-5. Eða hvað? Er ekki örugglega í lagi að aka eftir svo litla áfengisneyslu?Lögin eru skýr Umferðarlögin eru skýr hvað þetta varðar. Ekki má aka eftir að hafa neytt áfengis eða vímuefna. Þó refsiraminn sé miðaður við 0,5 prómill eins og er, þá er það lögbrot engu að síður að aka með 0,3 prómill í blóði. Ekki er ólíklegt að þegar ný umferðarlög taka gildi verði þessi mörk 0,2 prómill. Það er nefnilega meira vitað í dag um áhrif áfengis á akstur en var um miðja síðustu öld þegar 0,5 prómillmörkin voru sett. Þá er akstur undir áhrifum fíkniefna alltaf bannaður.Óásættanlegt Það er óásættanlegt að aka undir áhrifum áfengis og vímuefna og því er mikilvægt að hafa í huga áður en menn gera sér glaðan dag að gera ráðstafanir til að komast heim aftur án þess að aka hafi þeir neytt áfengis. Fá einhvern annan sem ekki er undir áhrifum til að taka bílinn, taka leigubíl eða finna aðrar leiðir til að komast heim. Eitt af því sem gerist við neyslu áfengra drykkja er að dómgreindin minnkar og því verður erfiðara fyrir okkur að meta hvort við erum hæf til að aka heim að loknum gleðskapnum eða ekki. Við þær aðstæður er best að bíllinn eða bíllyklarnir séu ekki nálægt til að freista síður til aksturs.Yfir 70 teknir ölvaðir í hverjum mánuði Milli 8-900 ökumenn gerast brotlegir árlega vegna ölvunaraksturs eða yfir 70 manns í mánuði. Sem betur fer er að verða viðhorfsbreyting til batnaðar því árið 2007 voru tæplega 110 manns brotlegir á mánuði. Þetta gerir um 34% minnkun. En þó er langt í land enn að koma þessu í lag, því þetta eru tölur lögreglu og þá vantar alveg þá sem lögreglan nær ekki til. Áhyggjur í dag eru ekki síður vegna þeirra sem aka undir áhrifum vímuefna en þeim sem lögreglan hefur stöðvað hefur fjölgað ár frá ári frá því að vera 344 árið 2007 og upp í 702 árið 2012 eða um 104 %. Við sem notum umferðina daglega til að komast milli staða eigum rétt á því að komast heilu og höldnu milli staða án þess að eiga á hættu að ölvaður ökumaður eða undir áhrifum vímuefna skapi okkur hættu. Um leið og Brautin – bindindisfélag ökumanna óskar öllum gleðilegra jóla hvetjum við ökumenn til að vera búnir að skipuleggja heimferðina í byrjun og tryggja að enginn aki ölvaður heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú í jólamánuðinum eru margir sem gera sér glaðan dag, hitta vini og kunningja, fara út að borða eða gera sér dagamun með öðrum hætti. Oft fylgir að lyfta glösum í góðra vina hópi. Þegar heim skal halda getur verið freistandi að fara bara á bílnum. Þetta voru bara 1-2 glös eða bjórar, eða mesta lagi 3-5. Eða hvað? Er ekki örugglega í lagi að aka eftir svo litla áfengisneyslu?Lögin eru skýr Umferðarlögin eru skýr hvað þetta varðar. Ekki má aka eftir að hafa neytt áfengis eða vímuefna. Þó refsiraminn sé miðaður við 0,5 prómill eins og er, þá er það lögbrot engu að síður að aka með 0,3 prómill í blóði. Ekki er ólíklegt að þegar ný umferðarlög taka gildi verði þessi mörk 0,2 prómill. Það er nefnilega meira vitað í dag um áhrif áfengis á akstur en var um miðja síðustu öld þegar 0,5 prómillmörkin voru sett. Þá er akstur undir áhrifum fíkniefna alltaf bannaður.Óásættanlegt Það er óásættanlegt að aka undir áhrifum áfengis og vímuefna og því er mikilvægt að hafa í huga áður en menn gera sér glaðan dag að gera ráðstafanir til að komast heim aftur án þess að aka hafi þeir neytt áfengis. Fá einhvern annan sem ekki er undir áhrifum til að taka bílinn, taka leigubíl eða finna aðrar leiðir til að komast heim. Eitt af því sem gerist við neyslu áfengra drykkja er að dómgreindin minnkar og því verður erfiðara fyrir okkur að meta hvort við erum hæf til að aka heim að loknum gleðskapnum eða ekki. Við þær aðstæður er best að bíllinn eða bíllyklarnir séu ekki nálægt til að freista síður til aksturs.Yfir 70 teknir ölvaðir í hverjum mánuði Milli 8-900 ökumenn gerast brotlegir árlega vegna ölvunaraksturs eða yfir 70 manns í mánuði. Sem betur fer er að verða viðhorfsbreyting til batnaðar því árið 2007 voru tæplega 110 manns brotlegir á mánuði. Þetta gerir um 34% minnkun. En þó er langt í land enn að koma þessu í lag, því þetta eru tölur lögreglu og þá vantar alveg þá sem lögreglan nær ekki til. Áhyggjur í dag eru ekki síður vegna þeirra sem aka undir áhrifum vímuefna en þeim sem lögreglan hefur stöðvað hefur fjölgað ár frá ári frá því að vera 344 árið 2007 og upp í 702 árið 2012 eða um 104 %. Við sem notum umferðina daglega til að komast milli staða eigum rétt á því að komast heilu og höldnu milli staða án þess að eiga á hættu að ölvaður ökumaður eða undir áhrifum vímuefna skapi okkur hættu. Um leið og Brautin – bindindisfélag ökumanna óskar öllum gleðilegra jóla hvetjum við ökumenn til að vera búnir að skipuleggja heimferðina í byrjun og tryggja að enginn aki ölvaður heim.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar