Dagur myndlistar haldinn hátíðlegur Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Í dag, laugardaginn 2. nóvember, er Dagur myndlistar haldinn hátíðlegur í fimmta sinn hjá aðildarfélögum SÍM – Sambands íslenskra myndlistarmanna. Á þeim degi opnar fjöldi myndlistarmanna vinnustofur sínar fyrir almenningi og útskýrir fyrir gestum og gangandi vinnu sína og afrakstur hennar. Á þessum fimm árum hafa þúsundir gesta fyllt vinnustofur þeirra rúmlega 100 listamanna sem bjóða gesti velkomna hverju sinni. Í tilefni Dags myndlistar bjóða myndlistarmenn auk þess grunn- og framhaldsskólum landsins að taka á móti listamanni, sem kynnir starf sitt fyrir nemendum. Þetta hefur gefist mjög vel og hafa skólarnir tekið listamönnunum fagnandi, enda kynningin endurgjaldslaus. Listamennirnir hafa einnig verið ánægðir með framtakið, að geta sagt nemendum frá hvernig starfi þeirra er háttað og sýnt þeim myndverk sín. Það er von SÍM að þessar kynningar á opnum vinnustofum sem og í skólum, verði til að opna augu fólks á að starf myndlistarmannsins er alvörustarf – þó kaupið sé lágt.Breyta þarf hugarfari Talandi um kaup, þá þurfum við öll að lifa. Flestir myndlistarmenn þurfa í dag að sinna aukastarfi til að hafa ofan í sig og á, því annars ná þeir ekki endum saman. Það er eitt af hlutverkum SÍM að vinna að því að breyta þeirri staðreynd svo fleiri og fleiri sjái sér fært að lifa á listinni eingöngu. Þar er átt við að myndlistarmenn fái greitt fyrir vinnuframlag sitt á hinum ýmsu sviðum, sem í dag þykir sjálfsagt að þeir vinni í sjálfboðavinnu eða einfaldlega gefi eftir. Þetta er meðal annars vinna vegna upphengingar á eigin listaverkum, útlán á listaverkum á sýningar án leigugjalds og birting og prentun á hugverkum myndlistarmanna án þess að þiggja fyrir það þóknun. Þetta þykir allt sjálfsagt í dag, en er hugarfar sem þarf að breyta. Myndlistarmenn geta ekki lengur lifað í voninni um sölu á stöku listaverki til að framfleyta sér, heldur þurfa þeir að fá greitt fyrir allt sitt vinnuframlag í þágu listarinnar í landinu. Sem betur fer hafa opinber stjórnvöld, hvort heldur sem er ríki, borg eða bæir, stutt við myndlistarmenn í gegnum tíðina. Það hafa þau gert með launasjóði og styrkjasjóðum og nú síðast með stofnun Myndlistarsjóðs, samanber ný Myndlistarlög frá 2012. Myndlist stendur því loks jafnfætis öðrum listgreinum sem hafa samsvarandi sjóði að leita til. Þessir styrkjasjóðir standa þó ekki undir nema lítilli prósentu (innan við 5%) af veltu skapandi greina í landinu, styrkir sem sannað hefur verið að fyrir hverja eina krónu sem veitt er til skapandi greina koma minnst tvær tilbaka. Það er því óskandi að stjórnvöld styðji enn frekar við myndlistarmenn sem og aðra listamenn í landinu í framtíðinni, með því að auka þessa styrki enn frekar, en falli ekki í freistni niðurskurðar, af því að það er svo auðvelt að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Samband íslenskra myndlistarmanna hvetur landsmenn til að kynna sér dagskrá Dags myndlistar á dagurmyndlistar.is og sækja okkur heim, hvort heldur sem er hér í SÍM-húsið, í vinnustofuhús SÍM á Seljavegi, Nýlendugötu, Súðarvogi, Korpúlfsstöðum eða Lyngási í Garðabæ eða þær fjölmörgu vinnustofur sem myndlistarmenn reka einir bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á allri landsbyggðinni. Til hamingju með daginn, myndlistarmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í dag, laugardaginn 2. nóvember, er Dagur myndlistar haldinn hátíðlegur í fimmta sinn hjá aðildarfélögum SÍM – Sambands íslenskra myndlistarmanna. Á þeim degi opnar fjöldi myndlistarmanna vinnustofur sínar fyrir almenningi og útskýrir fyrir gestum og gangandi vinnu sína og afrakstur hennar. Á þessum fimm árum hafa þúsundir gesta fyllt vinnustofur þeirra rúmlega 100 listamanna sem bjóða gesti velkomna hverju sinni. Í tilefni Dags myndlistar bjóða myndlistarmenn auk þess grunn- og framhaldsskólum landsins að taka á móti listamanni, sem kynnir starf sitt fyrir nemendum. Þetta hefur gefist mjög vel og hafa skólarnir tekið listamönnunum fagnandi, enda kynningin endurgjaldslaus. Listamennirnir hafa einnig verið ánægðir með framtakið, að geta sagt nemendum frá hvernig starfi þeirra er háttað og sýnt þeim myndverk sín. Það er von SÍM að þessar kynningar á opnum vinnustofum sem og í skólum, verði til að opna augu fólks á að starf myndlistarmannsins er alvörustarf – þó kaupið sé lágt.Breyta þarf hugarfari Talandi um kaup, þá þurfum við öll að lifa. Flestir myndlistarmenn þurfa í dag að sinna aukastarfi til að hafa ofan í sig og á, því annars ná þeir ekki endum saman. Það er eitt af hlutverkum SÍM að vinna að því að breyta þeirri staðreynd svo fleiri og fleiri sjái sér fært að lifa á listinni eingöngu. Þar er átt við að myndlistarmenn fái greitt fyrir vinnuframlag sitt á hinum ýmsu sviðum, sem í dag þykir sjálfsagt að þeir vinni í sjálfboðavinnu eða einfaldlega gefi eftir. Þetta er meðal annars vinna vegna upphengingar á eigin listaverkum, útlán á listaverkum á sýningar án leigugjalds og birting og prentun á hugverkum myndlistarmanna án þess að þiggja fyrir það þóknun. Þetta þykir allt sjálfsagt í dag, en er hugarfar sem þarf að breyta. Myndlistarmenn geta ekki lengur lifað í voninni um sölu á stöku listaverki til að framfleyta sér, heldur þurfa þeir að fá greitt fyrir allt sitt vinnuframlag í þágu listarinnar í landinu. Sem betur fer hafa opinber stjórnvöld, hvort heldur sem er ríki, borg eða bæir, stutt við myndlistarmenn í gegnum tíðina. Það hafa þau gert með launasjóði og styrkjasjóðum og nú síðast með stofnun Myndlistarsjóðs, samanber ný Myndlistarlög frá 2012. Myndlist stendur því loks jafnfætis öðrum listgreinum sem hafa samsvarandi sjóði að leita til. Þessir styrkjasjóðir standa þó ekki undir nema lítilli prósentu (innan við 5%) af veltu skapandi greina í landinu, styrkir sem sannað hefur verið að fyrir hverja eina krónu sem veitt er til skapandi greina koma minnst tvær tilbaka. Það er því óskandi að stjórnvöld styðji enn frekar við myndlistarmenn sem og aðra listamenn í landinu í framtíðinni, með því að auka þessa styrki enn frekar, en falli ekki í freistni niðurskurðar, af því að það er svo auðvelt að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Samband íslenskra myndlistarmanna hvetur landsmenn til að kynna sér dagskrá Dags myndlistar á dagurmyndlistar.is og sækja okkur heim, hvort heldur sem er hér í SÍM-húsið, í vinnustofuhús SÍM á Seljavegi, Nýlendugötu, Súðarvogi, Korpúlfsstöðum eða Lyngási í Garðabæ eða þær fjölmörgu vinnustofur sem myndlistarmenn reka einir bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á allri landsbyggðinni. Til hamingju með daginn, myndlistarmenn.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar