Samkeppni er ekki niðurgreidd Brynjar Smári Rúnarsson skrifar 9. nóvember 2013 06:00 Þann 28. október síðastliðinn birti Fréttablaðið á forsíðu frétt, sem unnin var upp úr ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um úttekt á bókhaldslegum aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi Íslandspósts, sem birt var fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan. Í umfjöllun blaðsins var m.a. rætt við Hannes Hannesson, framkvæmdastjóra Póstdreifingar, sem dreifir Fréttablaðinu og er alfarið í eigu 365 miðla, útgáfufélags Fréttablaðsins. Þar kemur fram að framkvæmdastjórinn telur að alþjónusta Íslandspósts greiði niður samkeppnishlutann í dreifikerfi fyrirtækisins og að Íslandspóstur sé í ríkisrekinni samkeppni við einkaaðila. Um langt skeið hefur svo borið við, að komið hafa athugasemdir við þá kostnaðargreiningu, sem Íslandspósti ber að vinna eftir, en niðurstaða hennar sýnir reiknaða afkomu sundurliðaða niður á afkomu einkaréttar, afkomu samkeppnisrekstrar innan alþjónustu og afkomu samkeppnisrekstrar utan alþjónustu. Í sumum tilvikum byggja þessar athugasemdir á misskilningi, en í öðrum tilvikum virðist vera um hreina rangfærslu að ræða, sem beinlínis er ætlað að ala á tortryggni varðandi verðlagningu á skylduþjónustu Íslandspósts. Hlutverk Íslandspósts er ekki flókið. Fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu áritaðra bréfa, sem eru 50 g og léttari, en á móti hefur fyrirtækið svokallaða alþjónustuskyldu. Hún felst í því að Íslandspósti ber að dreifa um allt land bréfum og pökkum allt að 20 kg, sem falla utan einkaréttardreifingar Íslandspósts, óháð því hvort hagnaður eða tap er af þeirri þjónustu. Hingað til hafa samkeppnisaðilar ekki séð sér hag í því að sinna þessari þjónustu nema að litlu leyti og þá aðeins á þeim svæðum þar sem hagnaðarvon er. Verulegur viðbótarkostnaður fylgir þessari skyldu sem hvílir á Íslandspósti. Samkeppnishluti póstþjónustunnar ber þannig kostnað við dreifingu, sem skylt er að sinna en eðlilegar rekstrarlegar forsendur eru ekki fyrir. Þeim kostnaði þarf hagnaður af einkarétti að standa undir, enda er það væntanlega tilgangur einkaréttarins. Falli einkaréttur ríkisins niður þarf ríkisvaldið að finna nýja tekjuöflunarleið til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem lögboðin alþjónusta í póstdreifingu felur í sér.Engin dæmi um beina niðurgreiðslu Íslandspóstur er ekki í ríkisrekinni samkeppni eins og framkvæmdastjóri Póstdreifingar heldur fram í forsíðufréttinni. Íslandspóstur er rekinn á einkaréttarlegum grunni fyrir sjálfsaflafé eins og Póstdreifing, en hefur einnig þá skyldu að halda uppi þjónustu um allt land, líka þar sem aðrir sjá sér ekki hag í að sinna henni. Þá skyldu tekur Íslandspóstur alvarlega eins og aðrar skyldur við eigendur sína, almenning í landinu, sem gera þá kröfu að fyrirtækið sé vel rekið og veiti góða þjónustu. Íslandspóstur vinnur nú sem fyrr að því að auka gegnsæi í kostnaðargreiningu svo auðveldara sé að glöggva sig á staðfærslu kostnaðar, en rétt er að taka fram að í áðurnefndri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar er áréttað að ekki hafi komið fram neitt dæmi um „beina niðurgreiðslu einkaréttar á kostnaði vegna samkeppnisrekstrar“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þann 28. október síðastliðinn birti Fréttablaðið á forsíðu frétt, sem unnin var upp úr ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um úttekt á bókhaldslegum aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi Íslandspósts, sem birt var fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan. Í umfjöllun blaðsins var m.a. rætt við Hannes Hannesson, framkvæmdastjóra Póstdreifingar, sem dreifir Fréttablaðinu og er alfarið í eigu 365 miðla, útgáfufélags Fréttablaðsins. Þar kemur fram að framkvæmdastjórinn telur að alþjónusta Íslandspósts greiði niður samkeppnishlutann í dreifikerfi fyrirtækisins og að Íslandspóstur sé í ríkisrekinni samkeppni við einkaaðila. Um langt skeið hefur svo borið við, að komið hafa athugasemdir við þá kostnaðargreiningu, sem Íslandspósti ber að vinna eftir, en niðurstaða hennar sýnir reiknaða afkomu sundurliðaða niður á afkomu einkaréttar, afkomu samkeppnisrekstrar innan alþjónustu og afkomu samkeppnisrekstrar utan alþjónustu. Í sumum tilvikum byggja þessar athugasemdir á misskilningi, en í öðrum tilvikum virðist vera um hreina rangfærslu að ræða, sem beinlínis er ætlað að ala á tortryggni varðandi verðlagningu á skylduþjónustu Íslandspósts. Hlutverk Íslandspósts er ekki flókið. Fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu áritaðra bréfa, sem eru 50 g og léttari, en á móti hefur fyrirtækið svokallaða alþjónustuskyldu. Hún felst í því að Íslandspósti ber að dreifa um allt land bréfum og pökkum allt að 20 kg, sem falla utan einkaréttardreifingar Íslandspósts, óháð því hvort hagnaður eða tap er af þeirri þjónustu. Hingað til hafa samkeppnisaðilar ekki séð sér hag í því að sinna þessari þjónustu nema að litlu leyti og þá aðeins á þeim svæðum þar sem hagnaðarvon er. Verulegur viðbótarkostnaður fylgir þessari skyldu sem hvílir á Íslandspósti. Samkeppnishluti póstþjónustunnar ber þannig kostnað við dreifingu, sem skylt er að sinna en eðlilegar rekstrarlegar forsendur eru ekki fyrir. Þeim kostnaði þarf hagnaður af einkarétti að standa undir, enda er það væntanlega tilgangur einkaréttarins. Falli einkaréttur ríkisins niður þarf ríkisvaldið að finna nýja tekjuöflunarleið til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem lögboðin alþjónusta í póstdreifingu felur í sér.Engin dæmi um beina niðurgreiðslu Íslandspóstur er ekki í ríkisrekinni samkeppni eins og framkvæmdastjóri Póstdreifingar heldur fram í forsíðufréttinni. Íslandspóstur er rekinn á einkaréttarlegum grunni fyrir sjálfsaflafé eins og Póstdreifing, en hefur einnig þá skyldu að halda uppi þjónustu um allt land, líka þar sem aðrir sjá sér ekki hag í að sinna henni. Þá skyldu tekur Íslandspóstur alvarlega eins og aðrar skyldur við eigendur sína, almenning í landinu, sem gera þá kröfu að fyrirtækið sé vel rekið og veiti góða þjónustu. Íslandspóstur vinnur nú sem fyrr að því að auka gegnsæi í kostnaðargreiningu svo auðveldara sé að glöggva sig á staðfærslu kostnaðar, en rétt er að taka fram að í áðurnefndri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar er áréttað að ekki hafi komið fram neitt dæmi um „beina niðurgreiðslu einkaréttar á kostnaði vegna samkeppnisrekstrar“.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar