16 strokka BMW sem aldrei varð Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2013 13:15 Fulltroðið vélarrými. Árið 1987 smíðuðu þeir 3 verkfræðingar BMW sem ábyrgir voru fyrir framleiðslunni á BMW 8-línunni einnig þennan 16 strokka bíl sem meiningin var að setja í framleiðslu. Bíllinn var af 7-línu gerð og þessari ógnarstóru vél var troðið undir húddið þrátt fyrir að vélin væri 30 cm lengri en í venjulegri sjöu. Það þýddi að kælikerfi hennar komst ekki fyrir í vélarrýminu og var því fyrirkomið aftan í bílnum. Á aðeins 6 mánuðum var bíllinn tilbúinn en stjórn BMW þótti bíllinn ekki nægjanlega líklegur til sölu og því var hætt við smíði hans. Verkefnið var kallað „Goldfish“ sökum þess að frumgerð hans var gulllituð e32 gerð BMW 7-línunnar. Því er sá bíll sá eini sem smíðaður var. Hann var með 6 gíra beinskiptingu og vélin skilaði 408 hestöflum, 100 hestum meira en 12 strokka sjöan, sem var framleidd á þessum tíma. Þessi hestaflatala þætti ekki svo ýkja há í dag og nást slíkar tölur í 6 strokka vélum nú. Hann var um 6 sekúndur í hundraðið. Bíllinn var fyrsti bíll BMW með loftpúða í stýrinu, svo það var fleira en ógnarstór vélin sem gerði hann sérstakan. BMW "Goldfish" Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent
Árið 1987 smíðuðu þeir 3 verkfræðingar BMW sem ábyrgir voru fyrir framleiðslunni á BMW 8-línunni einnig þennan 16 strokka bíl sem meiningin var að setja í framleiðslu. Bíllinn var af 7-línu gerð og þessari ógnarstóru vél var troðið undir húddið þrátt fyrir að vélin væri 30 cm lengri en í venjulegri sjöu. Það þýddi að kælikerfi hennar komst ekki fyrir í vélarrýminu og var því fyrirkomið aftan í bílnum. Á aðeins 6 mánuðum var bíllinn tilbúinn en stjórn BMW þótti bíllinn ekki nægjanlega líklegur til sölu og því var hætt við smíði hans. Verkefnið var kallað „Goldfish“ sökum þess að frumgerð hans var gulllituð e32 gerð BMW 7-línunnar. Því er sá bíll sá eini sem smíðaður var. Hann var með 6 gíra beinskiptingu og vélin skilaði 408 hestöflum, 100 hestum meira en 12 strokka sjöan, sem var framleidd á þessum tíma. Þessi hestaflatala þætti ekki svo ýkja há í dag og nást slíkar tölur í 6 strokka vélum nú. Hann var um 6 sekúndur í hundraðið. Bíllinn var fyrsti bíll BMW með loftpúða í stýrinu, svo það var fleira en ógnarstór vélin sem gerði hann sérstakan. BMW "Goldfish"
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent