100.000 Porsche Panamera Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2013 10:45 Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche náði því takmarki fyrir stuttu að framleiða bíl númer 100.000 af gerðinni Panamera. Sá bíll er fjöggurra dyra og fjögurra sæta bíll sem sala hófst á árið 2009. Panamera bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi. Sá hundrað þúsundasti var af S E-Hybrid gerð, en sá bíll var fyrst kynntur í síðasta mánuði. Panamera S E-Hybrid er með 3,0 lítra V6 bensínvél með keflablásara en að auki knýja rafhlöður bílinn sem hlaðnar eru með heimilisrafmagni. Samtals skilar þessi drifrás 416 hestöflum. Þrátt fyrir allt aflið eyðir þessi byltingarkenndi bíll aðeins 3,1 lítra af bensíni á hverja hundrað kílómetra. Hann er 5,5 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og hámarkshraðinn er 270 km/klst. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche náði því takmarki fyrir stuttu að framleiða bíl númer 100.000 af gerðinni Panamera. Sá bíll er fjöggurra dyra og fjögurra sæta bíll sem sala hófst á árið 2009. Panamera bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi. Sá hundrað þúsundasti var af S E-Hybrid gerð, en sá bíll var fyrst kynntur í síðasta mánuði. Panamera S E-Hybrid er með 3,0 lítra V6 bensínvél með keflablásara en að auki knýja rafhlöður bílinn sem hlaðnar eru með heimilisrafmagni. Samtals skilar þessi drifrás 416 hestöflum. Þrátt fyrir allt aflið eyðir þessi byltingarkenndi bíll aðeins 3,1 lítra af bensíni á hverja hundrað kílómetra. Hann er 5,5 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og hámarkshraðinn er 270 km/klst.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent