Samúel: Stóðum ekki undir nafni í fyrri hálfleik Sigmar Sigfússon skrifar 19. október 2013 16:19 Samúel Ívar í leik með Haukum. „Fyrri hálfleikur var ömurlegur hjá okkur en þetta hefði getað farið enn verr,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir skelfilegt tap gegn ÍBV, 28-37, í Olís-deild karla í dag. HK-ingar töpuðu leiknum í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk 24 mörk á sig en skoruðu aðeins 12. „Það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að vinna í og svo erum við að spila með leikmenn sem eru enn að jafna sig vegna meiðsla. Við vitum það að hver leikur er barátta og brekka. Við stóðum svo sannarlega ekki undir nafni í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var miklu betri.“ HK-ingar spiluðu betur í seinni hálfleik en munurinn var of mikill á liðunum í dag og heimamenn áttu aldrei möguleika í leiknum. „Ég hef allavega gaman af því að það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki gaman af því að láta hreinsa sig út úr leiknum. Þeir sem spiluðu seinni hálfleikinn, allir með tölu, spiluðu vel og voru að leggja sig fram,“ sagði Samúel en hann leyfði minni spámönnum að spreyta sig í seinni hálfleik. „Að sama skapi voru Eyjamenn farnir að róa sig aðeins niður þar sem leikurinn kláraðist í fyrri hálfleik. Þeir veittu ekki eins mikla mótspyrnu á þeim kafla en ég ætla samt ekkert að taka af mínum mönnum.“ „Menn eru fljótir að missa haus ef þeir líta á töfluna en mér fannst strákarnir taka þeirri áskorun ágætlega. Þeir mættu í seinni hálfleikinn og héldu áfram að vinna í þeim hlutum sem við erum að reyna að gera.“ „Þessi byrjun er ekki farin að leggjast á strákana að mínu mati. Ef til vill eru þeir örlítið meira hikandi en þeir voru í haust þegar þeir höfðu aðeins meiri trú á sér. Það er ljóst að þegar þú tapar fjórum leikjum í röð að þá spilar það alltaf aðeins inn í. En ég er ekki að sjá einhverja uppgjöf og eintómt volæði. Menn þurfa bara að halda áfram að berjast. Það besta við svona leiki er að strákarnir læra mikið og setja í reynslubankann,“ sagði Samúel, staðráðinn að snúa við gengi sinna manna, að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var ömurlegur hjá okkur en þetta hefði getað farið enn verr,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir skelfilegt tap gegn ÍBV, 28-37, í Olís-deild karla í dag. HK-ingar töpuðu leiknum í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk 24 mörk á sig en skoruðu aðeins 12. „Það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að vinna í og svo erum við að spila með leikmenn sem eru enn að jafna sig vegna meiðsla. Við vitum það að hver leikur er barátta og brekka. Við stóðum svo sannarlega ekki undir nafni í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var miklu betri.“ HK-ingar spiluðu betur í seinni hálfleik en munurinn var of mikill á liðunum í dag og heimamenn áttu aldrei möguleika í leiknum. „Ég hef allavega gaman af því að það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki gaman af því að láta hreinsa sig út úr leiknum. Þeir sem spiluðu seinni hálfleikinn, allir með tölu, spiluðu vel og voru að leggja sig fram,“ sagði Samúel en hann leyfði minni spámönnum að spreyta sig í seinni hálfleik. „Að sama skapi voru Eyjamenn farnir að róa sig aðeins niður þar sem leikurinn kláraðist í fyrri hálfleik. Þeir veittu ekki eins mikla mótspyrnu á þeim kafla en ég ætla samt ekkert að taka af mínum mönnum.“ „Menn eru fljótir að missa haus ef þeir líta á töfluna en mér fannst strákarnir taka þeirri áskorun ágætlega. Þeir mættu í seinni hálfleikinn og héldu áfram að vinna í þeim hlutum sem við erum að reyna að gera.“ „Þessi byrjun er ekki farin að leggjast á strákana að mínu mati. Ef til vill eru þeir örlítið meira hikandi en þeir voru í haust þegar þeir höfðu aðeins meiri trú á sér. Það er ljóst að þegar þú tapar fjórum leikjum í röð að þá spilar það alltaf aðeins inn í. En ég er ekki að sjá einhverja uppgjöf og eintómt volæði. Menn þurfa bara að halda áfram að berjast. Það besta við svona leiki er að strákarnir læra mikið og setja í reynslubankann,“ sagði Samúel, staðráðinn að snúa við gengi sinna manna, að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni