Á Degi leikskólans Egill Óskarsson skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Fyrir átta árum hóf ég störf á leikskólanum Fögrubrekku í Kópavogi. Ég var 22 ára gamall og hafði, eins og gengur og gerist, brasað við hitt og þetta í gegnum tíðina; unnið á afgreiðslukassa, selt raftæki, borið út póst, gengið í skóla og jú, ég hafði unnið áður á leikskóla í stuttan tíma. Þegar ég gekk í fyrsta skipti inn á Fögrubrekku var það ansi fjarri huga mér að átta árum seinna yrði ég enn þá starfandi þar og orðinn leikskólakennari og deildarstjóri. Mér hafði aldrei dottið í hug að starf á leikskóla, hvað þá leikskólakennaranám, væri eitthvað sem gæti verið sniðugt að leggja fyrir sig. Ég leit fyrst og fremst á leikskólann sem skemmtilegan vinnustað á meðan ég væri að átta mig á því hvenær ég yrði eiginlega stór og hvað ég vildi verða þegar það gerðist. En smátt og smátt fór ég að átta mig á því hvað leikskólinn er spennandi vettvangur og hversu mikil tækifæri hann gefur einstaklingum til þess að nýta sterkar hliðar sínar í starfi. Samskiptin við börnin eru auðvitað eitt það allra skemmtilegasta við starf leikskólakennara. Leikskólabörn eru fróðleiksfús og sífellt að kanna og prófa heiminn í kringum sig, þau kanna heiminn með tilraunum eins og vísindamenn. Og gleðin sem fylgir því að fylgjast með barni sem áttar sig á einhverju nýju og skemmtilegu eða uppgötvar einhverja áður óþekkta hæfni er sennilega með því magnaðasta sem hægt er að upplifa í starfi. Fagheimurinn í leikskólanum er líka spennandi. Uppeldis- og menntunarfræði eru greinar í sífelldri þróun og inn í þær spinnast raun-, hug- og félagsvísindi. Faglegt starf á íslenskum leikskólum er almennt til fyrirmyndar og var það eitt af því sem hreif mig mest þegar ég hóf störf á leikskóla fyrir átta árum. Þá var þróunarverkefni um tónlist í leikskólum nýlokið og vinna við annað, þar sem fimm ára börn saumuðu bútasaumsteppi og kjól í fullri stærð, í fullum gangi. Í dag er Dagur leikskólans. Þá gerum við sem störfum og nemum í leikskólum landsins okkur dagamun. Í ár gerum við það í skugga þess að aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað á síðustu árum. Sumir vilja tengja það við kröfur um meistaragráðu leikskólakennara en mér þykir það hæpin tilgáta, sérstaklega þegar haft er í huga að sama þróun á sér stað víða á Vesturlöndum þar sem ekki er gerð krafa um meistaragráðu. Í stað þess að velta upp þeirri hugmynd að stytta nám leikskólakennara aftur held ég að það væri farsælla að sveitarfélögin styddu enn frekar við starf leikskólanna og hjálpuðu þeim að gera það sýnilegra út á við. Ég er þess líka fullviss að ef sveitarfélögin hæfu aftur að styrkja starfsfólk í leikskólum sem skráir sig í námið þá myndi fjölga í því á ný. En í dag fagna leikskólakennarar og gleðjast. Sjötta febrúar árið 1950 stofnuðu 22 leikskólakennarar úr Uppeldisskóla Sumargjafar fyrsta félag leikskólakennara á Íslandi. Þeir vissu það sem við sem tilheyrum stéttinni í dag vitum líka. Það er gaman að vera leikskólakennari! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir átta árum hóf ég störf á leikskólanum Fögrubrekku í Kópavogi. Ég var 22 ára gamall og hafði, eins og gengur og gerist, brasað við hitt og þetta í gegnum tíðina; unnið á afgreiðslukassa, selt raftæki, borið út póst, gengið í skóla og jú, ég hafði unnið áður á leikskóla í stuttan tíma. Þegar ég gekk í fyrsta skipti inn á Fögrubrekku var það ansi fjarri huga mér að átta árum seinna yrði ég enn þá starfandi þar og orðinn leikskólakennari og deildarstjóri. Mér hafði aldrei dottið í hug að starf á leikskóla, hvað þá leikskólakennaranám, væri eitthvað sem gæti verið sniðugt að leggja fyrir sig. Ég leit fyrst og fremst á leikskólann sem skemmtilegan vinnustað á meðan ég væri að átta mig á því hvenær ég yrði eiginlega stór og hvað ég vildi verða þegar það gerðist. En smátt og smátt fór ég að átta mig á því hvað leikskólinn er spennandi vettvangur og hversu mikil tækifæri hann gefur einstaklingum til þess að nýta sterkar hliðar sínar í starfi. Samskiptin við börnin eru auðvitað eitt það allra skemmtilegasta við starf leikskólakennara. Leikskólabörn eru fróðleiksfús og sífellt að kanna og prófa heiminn í kringum sig, þau kanna heiminn með tilraunum eins og vísindamenn. Og gleðin sem fylgir því að fylgjast með barni sem áttar sig á einhverju nýju og skemmtilegu eða uppgötvar einhverja áður óþekkta hæfni er sennilega með því magnaðasta sem hægt er að upplifa í starfi. Fagheimurinn í leikskólanum er líka spennandi. Uppeldis- og menntunarfræði eru greinar í sífelldri þróun og inn í þær spinnast raun-, hug- og félagsvísindi. Faglegt starf á íslenskum leikskólum er almennt til fyrirmyndar og var það eitt af því sem hreif mig mest þegar ég hóf störf á leikskóla fyrir átta árum. Þá var þróunarverkefni um tónlist í leikskólum nýlokið og vinna við annað, þar sem fimm ára börn saumuðu bútasaumsteppi og kjól í fullri stærð, í fullum gangi. Í dag er Dagur leikskólans. Þá gerum við sem störfum og nemum í leikskólum landsins okkur dagamun. Í ár gerum við það í skugga þess að aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað á síðustu árum. Sumir vilja tengja það við kröfur um meistaragráðu leikskólakennara en mér þykir það hæpin tilgáta, sérstaklega þegar haft er í huga að sama þróun á sér stað víða á Vesturlöndum þar sem ekki er gerð krafa um meistaragráðu. Í stað þess að velta upp þeirri hugmynd að stytta nám leikskólakennara aftur held ég að það væri farsælla að sveitarfélögin styddu enn frekar við starf leikskólanna og hjálpuðu þeim að gera það sýnilegra út á við. Ég er þess líka fullviss að ef sveitarfélögin hæfu aftur að styrkja starfsfólk í leikskólum sem skráir sig í námið þá myndi fjölga í því á ný. En í dag fagna leikskólakennarar og gleðjast. Sjötta febrúar árið 1950 stofnuðu 22 leikskólakennarar úr Uppeldisskóla Sumargjafar fyrsta félag leikskólakennara á Íslandi. Þeir vissu það sem við sem tilheyrum stéttinni í dag vitum líka. Það er gaman að vera leikskólakennari!
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar