Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 09:50 Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. Stúdentaráð birti tilkynningu þess efnis á heimasíðu sinni, Student.is, í gær. Þar segir að Stúdentaráð hafi sett sér nýjar verklagsreglur meðal annars „sökum alvarlegs máls sem átti sér stað starfsárið 2011-2012." Starfsmenn á skrifstofu Stúdentaráðs fengu til meðferðar úttektarkort frá N1 sem ætlað var til notkunar vegna starfa á vegum ráðsins. Vegna mistaka við útgáfu hafi starfsmönnum verið unnt að fara framyfir umsamda upphæð. Það gerðu þáverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins vísvitandi að því er segir í tilkynningu frá Stúdentaráði. Þá segir að þegar mistökin hafi uppgötvast hafi framkvæmdastjóri skrifstofunnar gert endurskoðendum SHÍ að draga kostnaðinn af launum viðkomandi sem hafi misfarist. Það hafi þó verið á ábyrgð þáverandi framkvæmdastjóra að sjá til þess en hann hafi ekki fylgt því eftir. Við stjórnarskipti í Stúdentaráði í febrúar 2012 gerði fráfarandi framkvæmdastjóri nýjum framkvæmdastjóra grein fyrir skuld sinni og fráfarandi hagsmunafulltrúa. Ákveðið var að skuldin skildi endurgreidd áður en árið væri úti. Hagsmunafulltrúinn gekk frá greiðslunni í lok nóvember en framkvæmdastjórinn fyrrverandi þann 21. janúar síðastliðinn. Í samtali við Rúv.is segir fyrrverandi hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs að um mistök og klúður af hálfu hans og fyrrverandi framkvæmdastjóra sé að ræða. Engin tilraun hafi verið gerð til að fela neitt og allir í Stúdentaráði, fulltrúar beggja fylkinga, hafi þekkt málavöxtu. Hagsmunafulltrúinn fyrrverandi segir Stúdentaráð hafa samið við N1 um afsláttarkort upp á 50 þúsund krónur. Síðar hafi komið í ljós að um viðskiptakort var að ræða en ekki inneignarkort. Stúdentaráð sendi frá sér tilkynningu varðandi málið í morgun þar sem það harmar fréttaflutning af málinu. Fjallað hafði verið um málið á Ruv.is og Mbl.is en athygli vekur að báðar fréttir byggðu á tilkynningu í nafni Stúdentaráðs á Student.is. Harma fréttaflutning „Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar rangan fréttaflutning af fyrri yfirlýsingu ráðsins. Aldrei var um fjárdrátt að ræða. Um var að ræða afsláttarkort sem voru á nöfnum einstaklinga og fengu viðkomandi 50.000 kr. til umráða fyrir hönd ráðsins í upphafi. Eftir að í ljós kom að hægt var að nýta kortin umfram þá fjárhæð var ákveðið að allar færslur yrðu dregnar af launum. Aldrei var gerð tilraun til að fela þessi mistök heldur tók stjórn Stúdentaráðs ákvörðun um að halda málinu innan stjórnar og innheimta skuldina. Eins og fram kemur í upprunalegu bréfi Stúdentaráðs er sú skuld nú greidd að fullu. Þó að stjórn Stúdentaráðs líti ofgreiðslu launa mjög alvarlegum augum, þá harmar stjórnin þá umfjöllun sem orðið hefur um málið og óvandaðan fréttaflutning af því. Einnig harmar stjórnin að ekki hafi verið haft samband við stjórnina við vinnslu fréttanna. Mikilvægt er að einnig komi fram að vegna tengsla formanns SHÍ, sagði hún sig frá málinu og hefur varaformaður því sinnt málinu í fjarveru hennar," segir í tilkynningunni sem send var fjölmiðlum í nótt." Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. Stúdentaráð birti tilkynningu þess efnis á heimasíðu sinni, Student.is, í gær. Þar segir að Stúdentaráð hafi sett sér nýjar verklagsreglur meðal annars „sökum alvarlegs máls sem átti sér stað starfsárið 2011-2012." Starfsmenn á skrifstofu Stúdentaráðs fengu til meðferðar úttektarkort frá N1 sem ætlað var til notkunar vegna starfa á vegum ráðsins. Vegna mistaka við útgáfu hafi starfsmönnum verið unnt að fara framyfir umsamda upphæð. Það gerðu þáverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins vísvitandi að því er segir í tilkynningu frá Stúdentaráði. Þá segir að þegar mistökin hafi uppgötvast hafi framkvæmdastjóri skrifstofunnar gert endurskoðendum SHÍ að draga kostnaðinn af launum viðkomandi sem hafi misfarist. Það hafi þó verið á ábyrgð þáverandi framkvæmdastjóra að sjá til þess en hann hafi ekki fylgt því eftir. Við stjórnarskipti í Stúdentaráði í febrúar 2012 gerði fráfarandi framkvæmdastjóri nýjum framkvæmdastjóra grein fyrir skuld sinni og fráfarandi hagsmunafulltrúa. Ákveðið var að skuldin skildi endurgreidd áður en árið væri úti. Hagsmunafulltrúinn gekk frá greiðslunni í lok nóvember en framkvæmdastjórinn fyrrverandi þann 21. janúar síðastliðinn. Í samtali við Rúv.is segir fyrrverandi hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs að um mistök og klúður af hálfu hans og fyrrverandi framkvæmdastjóra sé að ræða. Engin tilraun hafi verið gerð til að fela neitt og allir í Stúdentaráði, fulltrúar beggja fylkinga, hafi þekkt málavöxtu. Hagsmunafulltrúinn fyrrverandi segir Stúdentaráð hafa samið við N1 um afsláttarkort upp á 50 þúsund krónur. Síðar hafi komið í ljós að um viðskiptakort var að ræða en ekki inneignarkort. Stúdentaráð sendi frá sér tilkynningu varðandi málið í morgun þar sem það harmar fréttaflutning af málinu. Fjallað hafði verið um málið á Ruv.is og Mbl.is en athygli vekur að báðar fréttir byggðu á tilkynningu í nafni Stúdentaráðs á Student.is. Harma fréttaflutning „Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands harmar rangan fréttaflutning af fyrri yfirlýsingu ráðsins. Aldrei var um fjárdrátt að ræða. Um var að ræða afsláttarkort sem voru á nöfnum einstaklinga og fengu viðkomandi 50.000 kr. til umráða fyrir hönd ráðsins í upphafi. Eftir að í ljós kom að hægt var að nýta kortin umfram þá fjárhæð var ákveðið að allar færslur yrðu dregnar af launum. Aldrei var gerð tilraun til að fela þessi mistök heldur tók stjórn Stúdentaráðs ákvörðun um að halda málinu innan stjórnar og innheimta skuldina. Eins og fram kemur í upprunalegu bréfi Stúdentaráðs er sú skuld nú greidd að fullu. Þó að stjórn Stúdentaráðs líti ofgreiðslu launa mjög alvarlegum augum, þá harmar stjórnin þá umfjöllun sem orðið hefur um málið og óvandaðan fréttaflutning af því. Einnig harmar stjórnin að ekki hafi verið haft samband við stjórnina við vinnslu fréttanna. Mikilvægt er að einnig komi fram að vegna tengsla formanns SHÍ, sagði hún sig frá málinu og hefur varaformaður því sinnt málinu í fjarveru hennar," segir í tilkynningunni sem send var fjölmiðlum í nótt."
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira