Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék þriðja hringinn á Czech Challenge Open á 71 höggi, eða einu höggi undir pari, í dag.
Birgir Leifur er því í 13. sæti fyrir lokahringinn sem verður leikinn á morgun.
Skagamaðurinn er sjö höggum á eftir Englendingnum Adam Gee sem er í efsta sæti mótsins.
Mótið er liður í Áskoraendamótaröðinni en Birgir Leifur þarf að enda á meðal tíu efstu til þess að tryggja sér þáttökurétt á móti sem fer fram í Frakklandi í næstu viku.
Birgir er sjö höggum á eftir efsta manni
