Gumball 3000 keppnin hafin Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2013 12:45 Það byrjaði ekki vel hjá ökumanni þessa Lamborghini LP670-4, en hann hafði vart lagt af stað í hinni árlegu Gumball 3000 aksturskeppni er hann klessukeyrði bílinn. Keppnin þetta árið byrjaði í Kaupmannahöfn í gær, en eins og venjulega er ekin 3.000 mílna leið, eða um 4.800 kílómetrar. Keppnin endar í Mónakó, en komið er m.a. við í Stokkhólmi, Helsinki , Tallinn, Riga, Varsjá og Vín. Aðeins 120 bílar komast í keppnina hverju sinni og eru flestir mjög öflugir sportbílar. Þrátt fyrir að Gumball sé kölluð aksturskeppni er ekki mikil alvara né keppnisskap sem einkennir hana. Það eru heldur engin verðlaun fyrir þann sem lýkur henni fyrst, heldur njóta ökumenn og farþegar fyrst og fremst leiðarinnar og akstursins. Gumball 3000 var fyrst haldin árið 1999 og stofnandi keppninnar er Maximillion Cooper. Meðal þátttakenda í ár eru David Hasselhoff, brettagaurinn Tony Hawk og Formúlu 1 ökumaðurinn Kimi Raikkonen. Nokkrir Íslendingar hafa tekið þátt í Gumball 3000 á fyrri árum. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent
Það byrjaði ekki vel hjá ökumanni þessa Lamborghini LP670-4, en hann hafði vart lagt af stað í hinni árlegu Gumball 3000 aksturskeppni er hann klessukeyrði bílinn. Keppnin þetta árið byrjaði í Kaupmannahöfn í gær, en eins og venjulega er ekin 3.000 mílna leið, eða um 4.800 kílómetrar. Keppnin endar í Mónakó, en komið er m.a. við í Stokkhólmi, Helsinki , Tallinn, Riga, Varsjá og Vín. Aðeins 120 bílar komast í keppnina hverju sinni og eru flestir mjög öflugir sportbílar. Þrátt fyrir að Gumball sé kölluð aksturskeppni er ekki mikil alvara né keppnisskap sem einkennir hana. Það eru heldur engin verðlaun fyrir þann sem lýkur henni fyrst, heldur njóta ökumenn og farþegar fyrst og fremst leiðarinnar og akstursins. Gumball 3000 var fyrst haldin árið 1999 og stofnandi keppninnar er Maximillion Cooper. Meðal þátttakenda í ár eru David Hasselhoff, brettagaurinn Tony Hawk og Formúlu 1 ökumaðurinn Kimi Raikkonen. Nokkrir Íslendingar hafa tekið þátt í Gumball 3000 á fyrri árum.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent