Hetjur kastljóssins Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. janúar 2013 06:00 „Svo virðist sem starfstitli mínum hafi verið ruglað saman við eitthvað annað – það má segja að ég sé fórnarlamb fávisku.“ Yvette Cloete, barnalækni frá Newport í Bretlandi, var heldur betur brugðið þegar hún kom heim úr vinnunni dag einn í ágúst árið 2000. Á útidyrahurð hennar hafði verið spreyjað stórum stöfum orðið „paedo“ eða barnaníðingur. Nokkrum vikum fyrr hafði dagblaðið News of the World hafið „krossferð“ gegn barnaníðingum og meðal annars birt opinberlega nöfn og heimilisföng 49 dæmdra brotamanna. Almenningi var heitt í hamsi, svo heitt að einhverjir nágrannar Yvette rugluðust á enska orðinu „paedophile“, sem þýðir barnaníðingur, og orðinu „paediatrician“, sem þýðir barnalæknir.Pottur brotinn Flestir voru vafalaust slegnir óhug sem fylgdust með umfjöllun Kastljóss síðustu viku um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson og hálfrar aldar brotaferil hans. Glæpirnir gerast ekki mikið hrottalegri, meira mannskemmandi, en slík misnotkun á börnum og unglingum. Mál Karls Vignis minnir um margt á mál þjóðþekkts skemmtikrafts í Bretlandi sem kom upp í október á síðasta ári og hefur verið í deiglunni þar í landi síðan. Jimmy Savile lést árið 2011, 84 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir störf í útvarpi og sjónvarpi þar sem hann starfaði meðal annars við dagskrárgerð fyrir börn og unglinga. Tæpu ári eftir að hann lést bárust fréttir af meintum kynferðisafbrotum hans gegn börnum. Í kjölfarið var sem flóðgátt brysti. Lögreglu bárust hundruð tilkynninga um meinta misnotkun Saviles á börnum sem virtist, eins og í tilfelli Karls Vignis, hafa komist upp með athæfið í meira en hálfa öld. Síðastliðinn föstudag var gefin út skýrsla um málið sem unnin var af bresku lögreglunni og breskum barnaverndarsamtökum. Rannsókn á kynferðisbrotum Jimmys Savile hefur leitt í ljós að víða er pottur brotinn þegar kemur að því að taka á kynferðisbrotum gegn börnum í Bretlandi. Að sama skapi hefur umfjöllun Kastljóss svipt hulunni af sambærilegri brotalöm hér á landi.Varlega í sakirnar Ærandi þögn virðist vera gegnumgangandi þema þegar kemur að brotum bæði Saviles og Karls Vignis. Það voru margir sem vissu en flestir þögðu. Samkvæmt umfjöllun Kastljóss var Karl Vignir rekinn úr starfi að minnsta kosti fjórum sinnum þegar grunur lék á að hann misnotaði ungmenni á vinnustaðnum. Enginn yfirmanna hans virðist hins vegar hafa haft samband við lögreglu. Þau fórnarlamba hans sem hugðust leita réttar síns komu síðan að lokuðum dyrum í réttarkerfinu því brotin voru í flestum tilfellum fyrnd. Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson hefur ríkisstjórnin sett saman samráðshóp sem vinna á að bættum viðbrögðum og eftirfylgni vegna kynferðisofbeldis gegn börnum. Því ber að fagna. Formaður hópsins, Ágúst Ólafur Ágústsson, barðist fyrir því er hann sat á þingi fyrir nokkrum árum að kynferðisbrot gegn börnum yrðu gerð ófyrnanleg. Var samþykkt árið 2007 að slíkt skyldi ná til hinna alvarlegri brota. Lögin eru auðvitað ekki afturvirk en í framtíðinni ætti ekki að vera hægt að vísa fórnarlömbum barnaníðinga frá með þeim orðum að of langt sé liðið síðan brotið var á þeim. Mikilvægt er þó við þá vinnu sem er fram undan að farið sé varlega í sakirnar og málið unnið af yfirvegun. Í fjölmiðlum síðustu daga hefur nokkuð borið á umræðu um opinbera gagnagrunna sem til eru í Bandaríkjunum og hafa að geyma nöfn og heimilisföng barnaníðinga og vangaveltum um hvort slíkt kerfi henti á Íslandi. Áður en breska dagblaðið News of the World birti opinberlega lista yfir dæmda barnaníðinga sem varð til þess að barnalæknirinn Yvette Cloete var sökuð um það á útidyrahurðinni sinni að vera „paedo“ grátbáðu forsvarsmenn bresku lögreglunnar blaðið um að gera það ekki. Í Bretlandi er dæmdum kynferðisglæpamönnum skylt að skrá sig hjá lögreglu í þar til gerðan gagnagrunn. Gagnagrunnurinn er hins vegar ekki opinber eins og í Bandaríkjunum. Breska lögreglan var þeirrar skoðunar að uppátækið stefndi börnum í hættu því með því að gera upplýsingar um barnaníðinga opinberar væru meiri líkur á að þeir reyndu að fara huldu höfði í samfélaginu, skiptu um nafn og heimilisfang svo engin leið yrði að fylgjast með þeim. Opinber gagnagrunnur um barnaníðinga getur auk þess ýtt undir múgæsing sem erfitt er að sjá að sé fórnarlömbum slíkra ofbeldismanna til gagns. Í síðustu viku sagði Hrönn Sveinsdóttir, kvikmyndastjóri Bíó Paradísar, frá því hvernig hún hefði á unglingsárum sínum gengið í skrokk á Karli Vigni ásamt vini eftir að þau hittu eitt af fórnarlömbum hans á djamminu. Heift unglinganna er skiljanleg. Hins vegar má efast um að nokkur hafi verið bættari eftir barsmíðarnar.Þagnarmúrinn hruninn Hægt er að grípa til ýmissa aðgerða til að reyna að vernda börn gegn níðingum eins og Jimmy Savile og Karli Vigni – hve árangursríkar þær eru er erfitt að segja til um fyrir fram. Engin þeirra mun þó komast í hálfkvisti við gagnsemi þess mikilsverða framtaks sem fórnarlömb Karls Vignis sýndu er þau stigu fram í kastljósið og sögðu sögu sína. Frásögnum þeirra fylgir sú krafa að á börn sé hlustað, að þau séu tekin trúanleg; þeim fylgir hvatning til annarra sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi að greina frá því og leggja fram kæru gegn gerandanum sé þess kostur. Í Bretlandi hefur tilkynningum um kynferðismisnotkun á börnum snarfjölgað eftir að upp komst um Jimmy Savile. Ekki er ólíklegt að þróunin verði með sama móti hér á landi í kjölfar umræðunnar um Karl Vigni. Þagnarmúrinn er hruninn. Nú er það okkar, samfélagsins alls, að tryggja að hann rísi ekki á nýjan leik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
„Svo virðist sem starfstitli mínum hafi verið ruglað saman við eitthvað annað – það má segja að ég sé fórnarlamb fávisku.“ Yvette Cloete, barnalækni frá Newport í Bretlandi, var heldur betur brugðið þegar hún kom heim úr vinnunni dag einn í ágúst árið 2000. Á útidyrahurð hennar hafði verið spreyjað stórum stöfum orðið „paedo“ eða barnaníðingur. Nokkrum vikum fyrr hafði dagblaðið News of the World hafið „krossferð“ gegn barnaníðingum og meðal annars birt opinberlega nöfn og heimilisföng 49 dæmdra brotamanna. Almenningi var heitt í hamsi, svo heitt að einhverjir nágrannar Yvette rugluðust á enska orðinu „paedophile“, sem þýðir barnaníðingur, og orðinu „paediatrician“, sem þýðir barnalæknir.Pottur brotinn Flestir voru vafalaust slegnir óhug sem fylgdust með umfjöllun Kastljóss síðustu viku um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson og hálfrar aldar brotaferil hans. Glæpirnir gerast ekki mikið hrottalegri, meira mannskemmandi, en slík misnotkun á börnum og unglingum. Mál Karls Vignis minnir um margt á mál þjóðþekkts skemmtikrafts í Bretlandi sem kom upp í október á síðasta ári og hefur verið í deiglunni þar í landi síðan. Jimmy Savile lést árið 2011, 84 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir störf í útvarpi og sjónvarpi þar sem hann starfaði meðal annars við dagskrárgerð fyrir börn og unglinga. Tæpu ári eftir að hann lést bárust fréttir af meintum kynferðisafbrotum hans gegn börnum. Í kjölfarið var sem flóðgátt brysti. Lögreglu bárust hundruð tilkynninga um meinta misnotkun Saviles á börnum sem virtist, eins og í tilfelli Karls Vignis, hafa komist upp með athæfið í meira en hálfa öld. Síðastliðinn föstudag var gefin út skýrsla um málið sem unnin var af bresku lögreglunni og breskum barnaverndarsamtökum. Rannsókn á kynferðisbrotum Jimmys Savile hefur leitt í ljós að víða er pottur brotinn þegar kemur að því að taka á kynferðisbrotum gegn börnum í Bretlandi. Að sama skapi hefur umfjöllun Kastljóss svipt hulunni af sambærilegri brotalöm hér á landi.Varlega í sakirnar Ærandi þögn virðist vera gegnumgangandi þema þegar kemur að brotum bæði Saviles og Karls Vignis. Það voru margir sem vissu en flestir þögðu. Samkvæmt umfjöllun Kastljóss var Karl Vignir rekinn úr starfi að minnsta kosti fjórum sinnum þegar grunur lék á að hann misnotaði ungmenni á vinnustaðnum. Enginn yfirmanna hans virðist hins vegar hafa haft samband við lögreglu. Þau fórnarlamba hans sem hugðust leita réttar síns komu síðan að lokuðum dyrum í réttarkerfinu því brotin voru í flestum tilfellum fyrnd. Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson hefur ríkisstjórnin sett saman samráðshóp sem vinna á að bættum viðbrögðum og eftirfylgni vegna kynferðisofbeldis gegn börnum. Því ber að fagna. Formaður hópsins, Ágúst Ólafur Ágústsson, barðist fyrir því er hann sat á þingi fyrir nokkrum árum að kynferðisbrot gegn börnum yrðu gerð ófyrnanleg. Var samþykkt árið 2007 að slíkt skyldi ná til hinna alvarlegri brota. Lögin eru auðvitað ekki afturvirk en í framtíðinni ætti ekki að vera hægt að vísa fórnarlömbum barnaníðinga frá með þeim orðum að of langt sé liðið síðan brotið var á þeim. Mikilvægt er þó við þá vinnu sem er fram undan að farið sé varlega í sakirnar og málið unnið af yfirvegun. Í fjölmiðlum síðustu daga hefur nokkuð borið á umræðu um opinbera gagnagrunna sem til eru í Bandaríkjunum og hafa að geyma nöfn og heimilisföng barnaníðinga og vangaveltum um hvort slíkt kerfi henti á Íslandi. Áður en breska dagblaðið News of the World birti opinberlega lista yfir dæmda barnaníðinga sem varð til þess að barnalæknirinn Yvette Cloete var sökuð um það á útidyrahurðinni sinni að vera „paedo“ grátbáðu forsvarsmenn bresku lögreglunnar blaðið um að gera það ekki. Í Bretlandi er dæmdum kynferðisglæpamönnum skylt að skrá sig hjá lögreglu í þar til gerðan gagnagrunn. Gagnagrunnurinn er hins vegar ekki opinber eins og í Bandaríkjunum. Breska lögreglan var þeirrar skoðunar að uppátækið stefndi börnum í hættu því með því að gera upplýsingar um barnaníðinga opinberar væru meiri líkur á að þeir reyndu að fara huldu höfði í samfélaginu, skiptu um nafn og heimilisfang svo engin leið yrði að fylgjast með þeim. Opinber gagnagrunnur um barnaníðinga getur auk þess ýtt undir múgæsing sem erfitt er að sjá að sé fórnarlömbum slíkra ofbeldismanna til gagns. Í síðustu viku sagði Hrönn Sveinsdóttir, kvikmyndastjóri Bíó Paradísar, frá því hvernig hún hefði á unglingsárum sínum gengið í skrokk á Karli Vigni ásamt vini eftir að þau hittu eitt af fórnarlömbum hans á djamminu. Heift unglinganna er skiljanleg. Hins vegar má efast um að nokkur hafi verið bættari eftir barsmíðarnar.Þagnarmúrinn hruninn Hægt er að grípa til ýmissa aðgerða til að reyna að vernda börn gegn níðingum eins og Jimmy Savile og Karli Vigni – hve árangursríkar þær eru er erfitt að segja til um fyrir fram. Engin þeirra mun þó komast í hálfkvisti við gagnsemi þess mikilsverða framtaks sem fórnarlömb Karls Vignis sýndu er þau stigu fram í kastljósið og sögðu sögu sína. Frásögnum þeirra fylgir sú krafa að á börn sé hlustað, að þau séu tekin trúanleg; þeim fylgir hvatning til annarra sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi að greina frá því og leggja fram kæru gegn gerandanum sé þess kostur. Í Bretlandi hefur tilkynningum um kynferðismisnotkun á börnum snarfjölgað eftir að upp komst um Jimmy Savile. Ekki er ólíklegt að þróunin verði með sama móti hér á landi í kjölfar umræðunnar um Karl Vigni. Þagnarmúrinn er hruninn. Nú er það okkar, samfélagsins alls, að tryggja að hann rísi ekki á nýjan leik.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun