Cink og Haas efstir fyrir spennandi lokahring í Houston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2013 11:15 Stewart Cink og Bill Haas. Mynd/AP Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Bill Haas eru með eins höggs forskot fyrir síðasta hringinn á opna Houston-mótinu í golfi sem fer nú fram um páskahelgina. Báðir hafa þeir félagar leikið þrjá fyrstu hringina á 11 höggum undir pari. Bill Haas lék á 67 höggum á þriðja hring en Stewart Cink kláraði á 68 höggum. Þeir eiga nú eitt högg á þá Steve Wheatcroft (72 högg á þriðja hring), Ben Crane (67), D.A. Points (71) og Jason Kokrak (71). Það stefnir í mjög spennandi lokahring því meðal þeirra níu sem eru aðeins tveimur höggum frá toppsætinu eru þeir Louis Oosthuizen (65), Lee Westwood (67), Keegan Bradley (67), Angel Cabrera (69) og Henrik Stenson (68). Það mun kannski einhverjir eftir Stewart Cink síðan að hann kom í veg fyrir að Tom Watson tækist að vinna opna breska meistaramótið 2009 en það hefur lítið heyrst af honum síðan og er Cink nú í 272. sæti heimslistans. Það gæti breyst með góðum lokahring í kvöld. Bill Haas var í baráttunni við Tiger Woods á Bay Hil um síðustu helgi en tókst ekki að halda út þá. Nú verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir á síðustu 18 holunum.Staða efstu manna fyrir lokahringinn: Stewart Cink -11 71-66-68 Bill Haas -11 68-70-67 Ben Crane -10 69-70-67 D.A. Points -10 64-71-71 Steve Wheatcroft -10 67-67-72 Jason Kokrak -10 66-69-71 Bud Cauley -9 68-74-65 Louis Oosthuizen -9 70-72-65 Lee Westwood -9 68-72-67 Billy Horschel -9 68-72-67 Keegan Bradley -9 70-70-67 Kevin Chappell -9 70-70-67 Henrik Stenson -9 69-70-68 Angel Cabrera -9 66-72-69 Cameron Tringale -9 65-73-69 Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Bill Haas eru með eins höggs forskot fyrir síðasta hringinn á opna Houston-mótinu í golfi sem fer nú fram um páskahelgina. Báðir hafa þeir félagar leikið þrjá fyrstu hringina á 11 höggum undir pari. Bill Haas lék á 67 höggum á þriðja hring en Stewart Cink kláraði á 68 höggum. Þeir eiga nú eitt högg á þá Steve Wheatcroft (72 högg á þriðja hring), Ben Crane (67), D.A. Points (71) og Jason Kokrak (71). Það stefnir í mjög spennandi lokahring því meðal þeirra níu sem eru aðeins tveimur höggum frá toppsætinu eru þeir Louis Oosthuizen (65), Lee Westwood (67), Keegan Bradley (67), Angel Cabrera (69) og Henrik Stenson (68). Það mun kannski einhverjir eftir Stewart Cink síðan að hann kom í veg fyrir að Tom Watson tækist að vinna opna breska meistaramótið 2009 en það hefur lítið heyrst af honum síðan og er Cink nú í 272. sæti heimslistans. Það gæti breyst með góðum lokahring í kvöld. Bill Haas var í baráttunni við Tiger Woods á Bay Hil um síðustu helgi en tókst ekki að halda út þá. Nú verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir á síðustu 18 holunum.Staða efstu manna fyrir lokahringinn: Stewart Cink -11 71-66-68 Bill Haas -11 68-70-67 Ben Crane -10 69-70-67 D.A. Points -10 64-71-71 Steve Wheatcroft -10 67-67-72 Jason Kokrak -10 66-69-71 Bud Cauley -9 68-74-65 Louis Oosthuizen -9 70-72-65 Lee Westwood -9 68-72-67 Billy Horschel -9 68-72-67 Keegan Bradley -9 70-70-67 Kevin Chappell -9 70-70-67 Henrik Stenson -9 69-70-68 Angel Cabrera -9 66-72-69 Cameron Tringale -9 65-73-69
Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira