Leikur að orðum Jóhannes Benediktsson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Byrjum á að kynna til sögunnar orðskrípið raðfail. Fáir þekkja það, en segja má að orðið lýsi erfiðleikunum sem stundum fylgja því að setja saman hluti. Dæmi: „Mér gengur ekkert að setja saman nýju IKEA-hilluna. Þetta er algjört raðfail!“ Áhugamenn um skrafl (e. Scrabble) gætu haft gaman af duldum eiginleika þessa vafasama orðs: Hægt er að búa til sautján ný orð, ef stöfum þess er raðað upp á nýtt. Ekkert annað sjöstafa-stafarugl kemst nálægt orðinu hvað enduruppröðunarmöguleika varðar. Þeir sem vilja spreyta sig á orðinu raðfail skulu hætta lestri hér, því öll sautján tilbrigðin verða tínd til í lok þessara skrifa. Góðir skraflarar komast upp í tíu. Minna verður að teljast raðfail. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN) er safn beygingardæma og hefur verið í vinnslu á Stofnun Árna Magnússonar í rúman áratug. Efnið er öllum aðgengilegt á vefsíðu stofnunarinnar. BÍN hefur reynst Skraflfélagi Íslands öflugt verkfæri, þegar höggva þarf á hnútinn í deilumálum sem snúa að íslensku máli. Við í Skraflfélaginu höfum einnig verið dugleg að rannsaka eiginleika BÍN og orðið ýmiss vísari. Til gamans verður hér farið yfir helstu niðurstöður. Orðið bananasala hefur oft verið talið lengsta orðið í íslensku, þar sem a og samhljóði skiptast á. Í BÍN er þó að finna lengra orð, en þar er minnst á danahatarana. Ekkert er þó talað um bananasalahatarana, enda eru Íslendingar með umburðarlyndari þjóðum þegar ávaxtasalar eru annars vegar. Stundum er fróðlegt að bera niðurstöðurnar saman við önnur tungumál. Til dæmis er lengsta orðið í ensku, þar sem sérhljóði og samhljóði skiptast á, honorificabilitudinitatibus. Shakespeare notaði það eitt sinn í verki sínu, þar sem það lýsir þeim æruverðuga. Lengsta samsvarandi orð í íslensku er árabátatímabilunum. Íslendingar geta einnig státað af Húsavíkurapótekinu, risaletidýrunum og uxahalasúpunum, sem virðast þó heldur rýr við hlið 27 stafa orðs Shakespeares. Nokkur orð eru þeirrar náttúru, að þau halda áfram að vera orð, þó að stafirnir séu teknir burt einn af öðrum af endum þess. Dæmi: Ástarfar – starfar – tarfar – arfar – arfa – arf – ar. Fleiri orð af sama meiði: Aflagarpar, hámarkaðir, óflokkaðir, sólundaðir og þjóðliðinu. Samliggjandi samhljóðar í íslenskum orðum eru aldrei fleiri en sex, samkvæmt BÍN. Meðal þeirra má finna barnshljóð, prestsskrúða, tunglgrjót og útvarpsstjóra. Að sama skapi eru samliggjandi sérhljóðar fjórir að hámarki, en þar má m.a. finna olíuauð, bíóeigendur og stúdentaóeirðir. Ekki þarf þó mikið ímyndunarafl til þess að búa til orð með fimm samliggjandi sérhljóðum, til dæmis væri hægt að rifja upp Ítalíuóeirðirnar fyrir nokkrum árum sem blossuðu upp í kjölfar mikillar íbúaóeiningar þar í landi. Við ljúkum þessari merkilegu samantekt með því að vekja athygli á Íslandsmótinu í skrafli, sem verður haldið í húsakynnum Happs á Höfðatorgi helgina 9. og 10. nóvember. Leikar hefjast klukkan ellefu, en nánari upplýsingar um mótið er að finna á Facebook síðu Skraflfélags Íslands P.S. Eftirfarandi orð fást með því að endurraða stöfunum í raðfail: Aðalrif, aflaðir, aflaðri, afliðar, afriðla, alfaðir, alfarið, alfriða, falaðir, falaðri, fiðlara, lafraði, larfaði, lifaðra, lifaðar, lifraða og rafliða. (Orðin alfiðra og riflaða finnast ekki í orðasafninu). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Byrjum á að kynna til sögunnar orðskrípið raðfail. Fáir þekkja það, en segja má að orðið lýsi erfiðleikunum sem stundum fylgja því að setja saman hluti. Dæmi: „Mér gengur ekkert að setja saman nýju IKEA-hilluna. Þetta er algjört raðfail!“ Áhugamenn um skrafl (e. Scrabble) gætu haft gaman af duldum eiginleika þessa vafasama orðs: Hægt er að búa til sautján ný orð, ef stöfum þess er raðað upp á nýtt. Ekkert annað sjöstafa-stafarugl kemst nálægt orðinu hvað enduruppröðunarmöguleika varðar. Þeir sem vilja spreyta sig á orðinu raðfail skulu hætta lestri hér, því öll sautján tilbrigðin verða tínd til í lok þessara skrifa. Góðir skraflarar komast upp í tíu. Minna verður að teljast raðfail. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN) er safn beygingardæma og hefur verið í vinnslu á Stofnun Árna Magnússonar í rúman áratug. Efnið er öllum aðgengilegt á vefsíðu stofnunarinnar. BÍN hefur reynst Skraflfélagi Íslands öflugt verkfæri, þegar höggva þarf á hnútinn í deilumálum sem snúa að íslensku máli. Við í Skraflfélaginu höfum einnig verið dugleg að rannsaka eiginleika BÍN og orðið ýmiss vísari. Til gamans verður hér farið yfir helstu niðurstöður. Orðið bananasala hefur oft verið talið lengsta orðið í íslensku, þar sem a og samhljóði skiptast á. Í BÍN er þó að finna lengra orð, en þar er minnst á danahatarana. Ekkert er þó talað um bananasalahatarana, enda eru Íslendingar með umburðarlyndari þjóðum þegar ávaxtasalar eru annars vegar. Stundum er fróðlegt að bera niðurstöðurnar saman við önnur tungumál. Til dæmis er lengsta orðið í ensku, þar sem sérhljóði og samhljóði skiptast á, honorificabilitudinitatibus. Shakespeare notaði það eitt sinn í verki sínu, þar sem það lýsir þeim æruverðuga. Lengsta samsvarandi orð í íslensku er árabátatímabilunum. Íslendingar geta einnig státað af Húsavíkurapótekinu, risaletidýrunum og uxahalasúpunum, sem virðast þó heldur rýr við hlið 27 stafa orðs Shakespeares. Nokkur orð eru þeirrar náttúru, að þau halda áfram að vera orð, þó að stafirnir séu teknir burt einn af öðrum af endum þess. Dæmi: Ástarfar – starfar – tarfar – arfar – arfa – arf – ar. Fleiri orð af sama meiði: Aflagarpar, hámarkaðir, óflokkaðir, sólundaðir og þjóðliðinu. Samliggjandi samhljóðar í íslenskum orðum eru aldrei fleiri en sex, samkvæmt BÍN. Meðal þeirra má finna barnshljóð, prestsskrúða, tunglgrjót og útvarpsstjóra. Að sama skapi eru samliggjandi sérhljóðar fjórir að hámarki, en þar má m.a. finna olíuauð, bíóeigendur og stúdentaóeirðir. Ekki þarf þó mikið ímyndunarafl til þess að búa til orð með fimm samliggjandi sérhljóðum, til dæmis væri hægt að rifja upp Ítalíuóeirðirnar fyrir nokkrum árum sem blossuðu upp í kjölfar mikillar íbúaóeiningar þar í landi. Við ljúkum þessari merkilegu samantekt með því að vekja athygli á Íslandsmótinu í skrafli, sem verður haldið í húsakynnum Happs á Höfðatorgi helgina 9. og 10. nóvember. Leikar hefjast klukkan ellefu, en nánari upplýsingar um mótið er að finna á Facebook síðu Skraflfélags Íslands P.S. Eftirfarandi orð fást með því að endurraða stöfunum í raðfail: Aðalrif, aflaðir, aflaðri, afliðar, afriðla, alfaðir, alfarið, alfriða, falaðir, falaðri, fiðlara, lafraði, larfaði, lifaðra, lifaðar, lifraða og rafliða. (Orðin alfiðra og riflaða finnast ekki í orðasafninu).
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun