Stálu 4,5 tonnum af smápeningum úr stöðumælum Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2013 14:45 Annar þjófurinn staðinn að verki með fullan poka af smápeningum Á tíu árum tókst tveimur starfsmönnum við stöðumælaviðgerðir í bandarísku borginni Buffalo í New York fylki að stela andvirði 200.000 dollara í 25 senta smápeningum. Það þýðir að þeir þurftu að komast yfir 800.000 smápeninga úr stöðumælunum sem vega alls 4,54 tonn. Andvirðið nemur um 24 milljónum króna. Þjófarnir stálu peningunum einungis úr eldri gerð stöðumæla en annað starfsfólk bílastæðasjóðsins þar í borg hafði tekið eftir að tekjur af nýrri gerðum mælanna voru umtalsvert meiri en þeirra eldri. Varð það til þess að rannsókn var hafin á misræminu sem leiddi til þess að þjófarnir voru gómaðir glóðvolgir. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent
Á tíu árum tókst tveimur starfsmönnum við stöðumælaviðgerðir í bandarísku borginni Buffalo í New York fylki að stela andvirði 200.000 dollara í 25 senta smápeningum. Það þýðir að þeir þurftu að komast yfir 800.000 smápeninga úr stöðumælunum sem vega alls 4,54 tonn. Andvirðið nemur um 24 milljónum króna. Þjófarnir stálu peningunum einungis úr eldri gerð stöðumæla en annað starfsfólk bílastæðasjóðsins þar í borg hafði tekið eftir að tekjur af nýrri gerðum mælanna voru umtalsvert meiri en þeirra eldri. Varð það til þess að rannsókn var hafin á misræminu sem leiddi til þess að þjófarnir voru gómaðir glóðvolgir.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent