Sipp og hoj; meira af leikskólamálum Fanný Kristín Heimisdóttir skrifar 29. október 2013 06:00 Ég hitti um helgina tvo félaga sem flúið hafa frá borði. Önnur gekk á vegg, brann út og sagði upp. Hún vinnur nú við vöruframleiðslu í litlu fyrirtæki og hún sagði sjálf: „Ég get lagt frá mér verkefnin stund og stund þó það sé alveg mikið að gera.“ Sem sagt minna álag og launin hennar eru líka hærri en í leikskóla. Hún sagði að sér þætti samt slæmt að svona fór því hún var í leikskólastarfinu af lífi og sál, vissi að hún var flink og finnst starfið mikilvægt. Hún var árum saman í hópi sem hélt uppi starfi í leikskóla þar sem leikskólakennarar voru fáir en verkefnin flókin. Hin söðlaði um og „fór í grunnskólann“ eins og það er orðað í geiranum. Hún er með áratuga reynslu sem leikskólakennari og leikskólastjóri, með framhaldsmenntun í stjórnun og sérstakan áhuga á læsi. Talið barst að löngu sumarfríi grunnskólans: „En við erum náttúrulega í skipulagsvinnu og símenntun hluta af þeim tíma. Síðastliðið sumar las ég t.d. nýju aðalnámskrána“. Við megum helst ekki við því að missa leikskólakennara yfir í grunnskólann en eigum það á hættu vegna þess mismunar sem er á kjörum leikskólakennara og grunnskólakennara ekki síst hvað varðar tíma til undirbúnings starfsins með börnunum.Leikskólinn er fyrsta skólastigið Leikskólakennarar hafa sérstaka formlega menntun sem á að tryggja að þeir séu búnir til þess starfs sem þeir taka að sér. Þessu má líkja við að skipstjórar, stýrimenn og vélstjórar hafa sérstaka menntun sem er mikilvæg um borð í bát. Sjómenn sækja fisk á miðin og takast á við aðstæður þar sem menntun, reynsla, vélarafl og búnaður skiptir máli. Menntun leikskólastarfsfólks má e.t.v. líkja við veiðarfæri; nám er félagslegt ferli, á sér stað í samskiptum og nám þess sem nemur er háð því hvernig kennarinn er búinn til starfs síns. Starfið í leikskólanum miðar að því að veita börnum möguleika til þroska og náms og uppeldishlutverki foreldra er deilt með þeim. Allt skólastarf miðar að því „að börnin læri veiðar og fái góðan fisk“. Samkvæmt landslögum eiga tveir þriðju hlutar starfsfólks í leikskóla að hafa leikskólakennaramenntun en eftirfylgni með lögunum hefur ekki verið skilvirk. Í Reykjavík eru aðeins um 30% starfsfólks í leikskóla með leikskólakennaramenntun. Þeir kennarar dreifast þó ekki jafnt; bátarnir eru mismundandi búnir en hlutverk allra það sama. Hér þarf að bæta úr, dreifa kröftum og huga að jafnræði barnanna, þó við eigum lítið þurfum við samt að skipta jafnt.Undirbúningstímar fyrir börnin Í dag eru undirbúningstímar í leikskólum tengdir kjarasamningum starfsfólksins. Félagar í KÍ hafa undirbúningstíma en ekki þeir fjölmörgu sem eru í Eflingu. Afleysing til undirbúningsvinnu er í algjöru lágmarki þannig að þegar einn kennari fer í undirbúning eykst oft álagið á alla hina, líka börnin. Ung börn eru hæfir einstaklingar, eiga og þurfa að vera á eigin forsendum og hafa persónulegt svigrúm. Þegar við aukum sjálfræði barnanna er markmiðið að efla þau, ekki að hafa þau sjálfala því þau eiga rétt á fullorðnum sér við hlið. Aukið sjálfræði barna á því ekki að tengjast fólksfæð í leikskólunum. Í grunnskólanum er undirbúningsvinna kennara að hluta til unnin á sumrin þegar börnin eru í sumarfríi. Kennararnir mæta þá að hausti og hafa sótt sér þekkingu um starfið sem vinna á með börnunum. Leikskólar starfa allt árið og þar þarf að viðurkenna að undirbúningstímar eru til þess að börnin fái það sem þeim ber. Auka þarf afleysingu vegna undirbúningstíma og viðurkenna með auknum kröftum að allt starfsfólk þarf að undirbúa sig til að takast á við starfið.Þegnréttur barna Það er viðvarandi vandi í leikskólum að gerðar eru kröfur án þess að hugað sé að kröftum til að uppfylla þær. Í mínum geira er oft sagt „að vilji sé allt sem þarf“ og sannarlega eru viðhorf til barna, náms og samvinnu grundvöllur í öllu skólastarfi. En „vilji er ekki allt sem þarf“. Það þarf að skilgreina betur þá krafta sem þarf til leikskólastarfs með það að markmiði að bæta og jafna uppvaxtarskilyrði barnanna. Það þarf að fjölga leikskólakennurum og dreifa þeim sem nú eru til. Eina raunhæfa leiðin til þess er að hækka laun og bæta kjör, m.a. þarf að fjölga starfsfólkinu á gólfinu með börnunum. Það þarf að auka undirbúningstíma og miða þá við börnin sem eiga að njóta þeirra. Börnin eiga rétt á því besta og eru líka framtíðaráhöfnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ég hitti um helgina tvo félaga sem flúið hafa frá borði. Önnur gekk á vegg, brann út og sagði upp. Hún vinnur nú við vöruframleiðslu í litlu fyrirtæki og hún sagði sjálf: „Ég get lagt frá mér verkefnin stund og stund þó það sé alveg mikið að gera.“ Sem sagt minna álag og launin hennar eru líka hærri en í leikskóla. Hún sagði að sér þætti samt slæmt að svona fór því hún var í leikskólastarfinu af lífi og sál, vissi að hún var flink og finnst starfið mikilvægt. Hún var árum saman í hópi sem hélt uppi starfi í leikskóla þar sem leikskólakennarar voru fáir en verkefnin flókin. Hin söðlaði um og „fór í grunnskólann“ eins og það er orðað í geiranum. Hún er með áratuga reynslu sem leikskólakennari og leikskólastjóri, með framhaldsmenntun í stjórnun og sérstakan áhuga á læsi. Talið barst að löngu sumarfríi grunnskólans: „En við erum náttúrulega í skipulagsvinnu og símenntun hluta af þeim tíma. Síðastliðið sumar las ég t.d. nýju aðalnámskrána“. Við megum helst ekki við því að missa leikskólakennara yfir í grunnskólann en eigum það á hættu vegna þess mismunar sem er á kjörum leikskólakennara og grunnskólakennara ekki síst hvað varðar tíma til undirbúnings starfsins með börnunum.Leikskólinn er fyrsta skólastigið Leikskólakennarar hafa sérstaka formlega menntun sem á að tryggja að þeir séu búnir til þess starfs sem þeir taka að sér. Þessu má líkja við að skipstjórar, stýrimenn og vélstjórar hafa sérstaka menntun sem er mikilvæg um borð í bát. Sjómenn sækja fisk á miðin og takast á við aðstæður þar sem menntun, reynsla, vélarafl og búnaður skiptir máli. Menntun leikskólastarfsfólks má e.t.v. líkja við veiðarfæri; nám er félagslegt ferli, á sér stað í samskiptum og nám þess sem nemur er háð því hvernig kennarinn er búinn til starfs síns. Starfið í leikskólanum miðar að því að veita börnum möguleika til þroska og náms og uppeldishlutverki foreldra er deilt með þeim. Allt skólastarf miðar að því „að börnin læri veiðar og fái góðan fisk“. Samkvæmt landslögum eiga tveir þriðju hlutar starfsfólks í leikskóla að hafa leikskólakennaramenntun en eftirfylgni með lögunum hefur ekki verið skilvirk. Í Reykjavík eru aðeins um 30% starfsfólks í leikskóla með leikskólakennaramenntun. Þeir kennarar dreifast þó ekki jafnt; bátarnir eru mismundandi búnir en hlutverk allra það sama. Hér þarf að bæta úr, dreifa kröftum og huga að jafnræði barnanna, þó við eigum lítið þurfum við samt að skipta jafnt.Undirbúningstímar fyrir börnin Í dag eru undirbúningstímar í leikskólum tengdir kjarasamningum starfsfólksins. Félagar í KÍ hafa undirbúningstíma en ekki þeir fjölmörgu sem eru í Eflingu. Afleysing til undirbúningsvinnu er í algjöru lágmarki þannig að þegar einn kennari fer í undirbúning eykst oft álagið á alla hina, líka börnin. Ung börn eru hæfir einstaklingar, eiga og þurfa að vera á eigin forsendum og hafa persónulegt svigrúm. Þegar við aukum sjálfræði barnanna er markmiðið að efla þau, ekki að hafa þau sjálfala því þau eiga rétt á fullorðnum sér við hlið. Aukið sjálfræði barna á því ekki að tengjast fólksfæð í leikskólunum. Í grunnskólanum er undirbúningsvinna kennara að hluta til unnin á sumrin þegar börnin eru í sumarfríi. Kennararnir mæta þá að hausti og hafa sótt sér þekkingu um starfið sem vinna á með börnunum. Leikskólar starfa allt árið og þar þarf að viðurkenna að undirbúningstímar eru til þess að börnin fái það sem þeim ber. Auka þarf afleysingu vegna undirbúningstíma og viðurkenna með auknum kröftum að allt starfsfólk þarf að undirbúa sig til að takast á við starfið.Þegnréttur barna Það er viðvarandi vandi í leikskólum að gerðar eru kröfur án þess að hugað sé að kröftum til að uppfylla þær. Í mínum geira er oft sagt „að vilji sé allt sem þarf“ og sannarlega eru viðhorf til barna, náms og samvinnu grundvöllur í öllu skólastarfi. En „vilji er ekki allt sem þarf“. Það þarf að skilgreina betur þá krafta sem þarf til leikskólastarfs með það að markmiði að bæta og jafna uppvaxtarskilyrði barnanna. Það þarf að fjölga leikskólakennurum og dreifa þeim sem nú eru til. Eina raunhæfa leiðin til þess er að hækka laun og bæta kjör, m.a. þarf að fjölga starfsfólkinu á gólfinu með börnunum. Það þarf að auka undirbúningstíma og miða þá við börnin sem eiga að njóta þeirra. Börnin eiga rétt á því besta og eru líka framtíðaráhöfnin okkar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun