Sipp og hoj; meira af leikskólamálum Fanný Kristín Heimisdóttir skrifar 29. október 2013 06:00 Ég hitti um helgina tvo félaga sem flúið hafa frá borði. Önnur gekk á vegg, brann út og sagði upp. Hún vinnur nú við vöruframleiðslu í litlu fyrirtæki og hún sagði sjálf: „Ég get lagt frá mér verkefnin stund og stund þó það sé alveg mikið að gera.“ Sem sagt minna álag og launin hennar eru líka hærri en í leikskóla. Hún sagði að sér þætti samt slæmt að svona fór því hún var í leikskólastarfinu af lífi og sál, vissi að hún var flink og finnst starfið mikilvægt. Hún var árum saman í hópi sem hélt uppi starfi í leikskóla þar sem leikskólakennarar voru fáir en verkefnin flókin. Hin söðlaði um og „fór í grunnskólann“ eins og það er orðað í geiranum. Hún er með áratuga reynslu sem leikskólakennari og leikskólastjóri, með framhaldsmenntun í stjórnun og sérstakan áhuga á læsi. Talið barst að löngu sumarfríi grunnskólans: „En við erum náttúrulega í skipulagsvinnu og símenntun hluta af þeim tíma. Síðastliðið sumar las ég t.d. nýju aðalnámskrána“. Við megum helst ekki við því að missa leikskólakennara yfir í grunnskólann en eigum það á hættu vegna þess mismunar sem er á kjörum leikskólakennara og grunnskólakennara ekki síst hvað varðar tíma til undirbúnings starfsins með börnunum.Leikskólinn er fyrsta skólastigið Leikskólakennarar hafa sérstaka formlega menntun sem á að tryggja að þeir séu búnir til þess starfs sem þeir taka að sér. Þessu má líkja við að skipstjórar, stýrimenn og vélstjórar hafa sérstaka menntun sem er mikilvæg um borð í bát. Sjómenn sækja fisk á miðin og takast á við aðstæður þar sem menntun, reynsla, vélarafl og búnaður skiptir máli. Menntun leikskólastarfsfólks má e.t.v. líkja við veiðarfæri; nám er félagslegt ferli, á sér stað í samskiptum og nám þess sem nemur er háð því hvernig kennarinn er búinn til starfs síns. Starfið í leikskólanum miðar að því að veita börnum möguleika til þroska og náms og uppeldishlutverki foreldra er deilt með þeim. Allt skólastarf miðar að því „að börnin læri veiðar og fái góðan fisk“. Samkvæmt landslögum eiga tveir þriðju hlutar starfsfólks í leikskóla að hafa leikskólakennaramenntun en eftirfylgni með lögunum hefur ekki verið skilvirk. Í Reykjavík eru aðeins um 30% starfsfólks í leikskóla með leikskólakennaramenntun. Þeir kennarar dreifast þó ekki jafnt; bátarnir eru mismundandi búnir en hlutverk allra það sama. Hér þarf að bæta úr, dreifa kröftum og huga að jafnræði barnanna, þó við eigum lítið þurfum við samt að skipta jafnt.Undirbúningstímar fyrir börnin Í dag eru undirbúningstímar í leikskólum tengdir kjarasamningum starfsfólksins. Félagar í KÍ hafa undirbúningstíma en ekki þeir fjölmörgu sem eru í Eflingu. Afleysing til undirbúningsvinnu er í algjöru lágmarki þannig að þegar einn kennari fer í undirbúning eykst oft álagið á alla hina, líka börnin. Ung börn eru hæfir einstaklingar, eiga og þurfa að vera á eigin forsendum og hafa persónulegt svigrúm. Þegar við aukum sjálfræði barnanna er markmiðið að efla þau, ekki að hafa þau sjálfala því þau eiga rétt á fullorðnum sér við hlið. Aukið sjálfræði barna á því ekki að tengjast fólksfæð í leikskólunum. Í grunnskólanum er undirbúningsvinna kennara að hluta til unnin á sumrin þegar börnin eru í sumarfríi. Kennararnir mæta þá að hausti og hafa sótt sér þekkingu um starfið sem vinna á með börnunum. Leikskólar starfa allt árið og þar þarf að viðurkenna að undirbúningstímar eru til þess að börnin fái það sem þeim ber. Auka þarf afleysingu vegna undirbúningstíma og viðurkenna með auknum kröftum að allt starfsfólk þarf að undirbúa sig til að takast á við starfið.Þegnréttur barna Það er viðvarandi vandi í leikskólum að gerðar eru kröfur án þess að hugað sé að kröftum til að uppfylla þær. Í mínum geira er oft sagt „að vilji sé allt sem þarf“ og sannarlega eru viðhorf til barna, náms og samvinnu grundvöllur í öllu skólastarfi. En „vilji er ekki allt sem þarf“. Það þarf að skilgreina betur þá krafta sem þarf til leikskólastarfs með það að markmiði að bæta og jafna uppvaxtarskilyrði barnanna. Það þarf að fjölga leikskólakennurum og dreifa þeim sem nú eru til. Eina raunhæfa leiðin til þess er að hækka laun og bæta kjör, m.a. þarf að fjölga starfsfólkinu á gólfinu með börnunum. Það þarf að auka undirbúningstíma og miða þá við börnin sem eiga að njóta þeirra. Börnin eiga rétt á því besta og eru líka framtíðaráhöfnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég hitti um helgina tvo félaga sem flúið hafa frá borði. Önnur gekk á vegg, brann út og sagði upp. Hún vinnur nú við vöruframleiðslu í litlu fyrirtæki og hún sagði sjálf: „Ég get lagt frá mér verkefnin stund og stund þó það sé alveg mikið að gera.“ Sem sagt minna álag og launin hennar eru líka hærri en í leikskóla. Hún sagði að sér þætti samt slæmt að svona fór því hún var í leikskólastarfinu af lífi og sál, vissi að hún var flink og finnst starfið mikilvægt. Hún var árum saman í hópi sem hélt uppi starfi í leikskóla þar sem leikskólakennarar voru fáir en verkefnin flókin. Hin söðlaði um og „fór í grunnskólann“ eins og það er orðað í geiranum. Hún er með áratuga reynslu sem leikskólakennari og leikskólastjóri, með framhaldsmenntun í stjórnun og sérstakan áhuga á læsi. Talið barst að löngu sumarfríi grunnskólans: „En við erum náttúrulega í skipulagsvinnu og símenntun hluta af þeim tíma. Síðastliðið sumar las ég t.d. nýju aðalnámskrána“. Við megum helst ekki við því að missa leikskólakennara yfir í grunnskólann en eigum það á hættu vegna þess mismunar sem er á kjörum leikskólakennara og grunnskólakennara ekki síst hvað varðar tíma til undirbúnings starfsins með börnunum.Leikskólinn er fyrsta skólastigið Leikskólakennarar hafa sérstaka formlega menntun sem á að tryggja að þeir séu búnir til þess starfs sem þeir taka að sér. Þessu má líkja við að skipstjórar, stýrimenn og vélstjórar hafa sérstaka menntun sem er mikilvæg um borð í bát. Sjómenn sækja fisk á miðin og takast á við aðstæður þar sem menntun, reynsla, vélarafl og búnaður skiptir máli. Menntun leikskólastarfsfólks má e.t.v. líkja við veiðarfæri; nám er félagslegt ferli, á sér stað í samskiptum og nám þess sem nemur er háð því hvernig kennarinn er búinn til starfs síns. Starfið í leikskólanum miðar að því að veita börnum möguleika til þroska og náms og uppeldishlutverki foreldra er deilt með þeim. Allt skólastarf miðar að því „að börnin læri veiðar og fái góðan fisk“. Samkvæmt landslögum eiga tveir þriðju hlutar starfsfólks í leikskóla að hafa leikskólakennaramenntun en eftirfylgni með lögunum hefur ekki verið skilvirk. Í Reykjavík eru aðeins um 30% starfsfólks í leikskóla með leikskólakennaramenntun. Þeir kennarar dreifast þó ekki jafnt; bátarnir eru mismundandi búnir en hlutverk allra það sama. Hér þarf að bæta úr, dreifa kröftum og huga að jafnræði barnanna, þó við eigum lítið þurfum við samt að skipta jafnt.Undirbúningstímar fyrir börnin Í dag eru undirbúningstímar í leikskólum tengdir kjarasamningum starfsfólksins. Félagar í KÍ hafa undirbúningstíma en ekki þeir fjölmörgu sem eru í Eflingu. Afleysing til undirbúningsvinnu er í algjöru lágmarki þannig að þegar einn kennari fer í undirbúning eykst oft álagið á alla hina, líka börnin. Ung börn eru hæfir einstaklingar, eiga og þurfa að vera á eigin forsendum og hafa persónulegt svigrúm. Þegar við aukum sjálfræði barnanna er markmiðið að efla þau, ekki að hafa þau sjálfala því þau eiga rétt á fullorðnum sér við hlið. Aukið sjálfræði barna á því ekki að tengjast fólksfæð í leikskólunum. Í grunnskólanum er undirbúningsvinna kennara að hluta til unnin á sumrin þegar börnin eru í sumarfríi. Kennararnir mæta þá að hausti og hafa sótt sér þekkingu um starfið sem vinna á með börnunum. Leikskólar starfa allt árið og þar þarf að viðurkenna að undirbúningstímar eru til þess að börnin fái það sem þeim ber. Auka þarf afleysingu vegna undirbúningstíma og viðurkenna með auknum kröftum að allt starfsfólk þarf að undirbúa sig til að takast á við starfið.Þegnréttur barna Það er viðvarandi vandi í leikskólum að gerðar eru kröfur án þess að hugað sé að kröftum til að uppfylla þær. Í mínum geira er oft sagt „að vilji sé allt sem þarf“ og sannarlega eru viðhorf til barna, náms og samvinnu grundvöllur í öllu skólastarfi. En „vilji er ekki allt sem þarf“. Það þarf að skilgreina betur þá krafta sem þarf til leikskólastarfs með það að markmiði að bæta og jafna uppvaxtarskilyrði barnanna. Það þarf að fjölga leikskólakennurum og dreifa þeim sem nú eru til. Eina raunhæfa leiðin til þess er að hækka laun og bæta kjör, m.a. þarf að fjölga starfsfólkinu á gólfinu með börnunum. Það þarf að auka undirbúningstíma og miða þá við börnin sem eiga að njóta þeirra. Börnin eiga rétt á því besta og eru líka framtíðaráhöfnin okkar.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar