Svona á að forðast hraðasektir 3. mars 2013 13:00 Bragð hans gekk upp í 13 ár en hlaut að komast upp Tilkynnti um þjófnað á bíl sínum í hvert skipti sem hann fékk hraðasekt. Það eru ekki allir eins frumlegir og ástralski ökumaðurinn sem brá á það ráða að tilkynna þjófnað á bíl sínum til að forðast að greiða hraðasektir sem honum hafði borist. Það liggur í augum uppi að hann getur ekki verið undir stýri bílsins ef honum hefur verið stolið áður. Auðvitað voru tilkynningar hans um bílaþjófnaðina ávallt uppspuni, en frumlegur uppspuni þó. Þetta bragð hans virkaði mjög lengi en kannski mátti ekki búast við því að það gengi upp 21 sinni í röð, sem reyndar spannaði heil 13 ár. Að lokum játaði ökumaðurinn, Mario Hili, að hafa blekkt lögregluna til að sleppa við sektirnar og var hann í staðinn sektaður um 2.500 ástralska dollar, en hann slapp þó við að fá punkta í ökuskírteinið sitt. Þó hann sé nú nokkru fátækari getur hann enn ekið bíl sínum, en kannski verður það örlítið hægar en áður. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent
Tilkynnti um þjófnað á bíl sínum í hvert skipti sem hann fékk hraðasekt. Það eru ekki allir eins frumlegir og ástralski ökumaðurinn sem brá á það ráða að tilkynna þjófnað á bíl sínum til að forðast að greiða hraðasektir sem honum hafði borist. Það liggur í augum uppi að hann getur ekki verið undir stýri bílsins ef honum hefur verið stolið áður. Auðvitað voru tilkynningar hans um bílaþjófnaðina ávallt uppspuni, en frumlegur uppspuni þó. Þetta bragð hans virkaði mjög lengi en kannski mátti ekki búast við því að það gengi upp 21 sinni í röð, sem reyndar spannaði heil 13 ár. Að lokum játaði ökumaðurinn, Mario Hili, að hafa blekkt lögregluna til að sleppa við sektirnar og var hann í staðinn sektaður um 2.500 ástralska dollar, en hann slapp þó við að fá punkta í ökuskírteinið sitt. Þó hann sé nú nokkru fátækari getur hann enn ekið bíl sínum, en kannski verður það örlítið hægar en áður.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent