Skattar og velferð – Hugsum til framtíðar Hulda Guðmunda Óskarsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Nóbelshafarnir í hagfræði, Paul Krugman og Joseph Stiglitz, telja að óheftir fjármálamarkaðir hafði stuðlað að efnahagskreppunni sem heimurinn varð fyrir. Þeir benda á að niðurskurðar- og samdráttarstefna leiði til minni hagvaxtar, sem vísar til hlutfallslegra breytinga á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Landsframleiðsla gerir grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem verða til í efnahagskerfinu. Þegar búið er að draga frá afskriftir og skuldir er talað um verga landsframleiðslu. Undirstaða hagvaxtar eru fjárfestingar og nýsköpun sem eru grunnurinn að aukningu samkeppnishæfni. Virk samkeppni leiðir meðal annars til betri vara og þjónustu, ábyrgari rekstur og frekari nýsköpunar og framfara atvinnulífs. Fjölmargir tengja skattalækkanir við aukinn niðurskurð í opinberum rekstri. Á tíunda áratug síðustu aldar urðu Finnar fyrir djúpri efnahagskreppu. Verg landsframleiðsla þeirra dróst saman um 11%, gengið féll um 40%, fasteigaverð lækkaði um 50%, atvinnuleysið fór úr 3% í 18,4% og skuldabyrði almennings og fyrirtæka varð gífurleg. Tekjuskattur varð meðal hinna hæstu sem þekkjast í heiminum. Hið opinbera var fjársvelt og gripið var til þeirra ráða að veita fé til atvinnulífsins og skattar voru lækkaðir samtals um 20%. Aðgerðirnar áttu að örva efnahagsaðstæður og lögð var áhersla á útflutningsgreinar. Aðgerðir Finna voru álitnar glapræði. Reyndin var hinsvegar sú að aðgerðirnar stuðluðu að aukningu í verðmætasköpun, útflutningi (aukinn gjaldeyrisforði), fjárfestingum, nýsköpun og hagvöxtur jókst. Skattalækkanirnar örvuðu atvinnulífið og á örfáum árum varð Finnland meðal samkeppnishæfustu þjóða heims. Hagfræðingar á borð við Krugman og Stiglitz hafa bent á að með því að stækka kökuna verða skuldir mun viðráðanlegri, eins og Finnar komust að, og stefna frjálshyggjunnar sem einkennist af niðurskurðar- og samdráttarúrræðum er ekki líkleg til árangurs. Stjórnvöld þurfa að beita örvandi aðgerðum til að koma atvinnulífinu áfram. Slíkar aðferðir leiða til aukins hagvaxtar og þar með aukinnar velferðar. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru í anda frjálshyggjunnar. Töfralausnir eru ekki til. Það tekur nokkur ár að auka hagvöxt, ná stöðugleika og draga verulega úr almennum skuldavanda. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins er að horfa til framtíðar og ná þannig að stækka kökuna til langs tíma. Efla þarf atvinnulífið, lækka skatta og auka ráðstöfunartekjur og takast á við skuldavanda heimilanna. Með eflingu atvinnulífs aukast fjárfestingar og nýsköpun sem stuðar að hagvexti og stöðugleika. Lækkun skatta á fyrirtæki eykur meðal annars svigrúm til nýráðninga og hærri launaveitinga. Lækkun skatta á einstaklinga eykur ráðstöfunartekjur heimilanna og léttir rekstur þeirra. Samanlagt auka aðgerðirnar velferð og samkeppnishæfni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nóbelshafarnir í hagfræði, Paul Krugman og Joseph Stiglitz, telja að óheftir fjármálamarkaðir hafði stuðlað að efnahagskreppunni sem heimurinn varð fyrir. Þeir benda á að niðurskurðar- og samdráttarstefna leiði til minni hagvaxtar, sem vísar til hlutfallslegra breytinga á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Landsframleiðsla gerir grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem verða til í efnahagskerfinu. Þegar búið er að draga frá afskriftir og skuldir er talað um verga landsframleiðslu. Undirstaða hagvaxtar eru fjárfestingar og nýsköpun sem eru grunnurinn að aukningu samkeppnishæfni. Virk samkeppni leiðir meðal annars til betri vara og þjónustu, ábyrgari rekstur og frekari nýsköpunar og framfara atvinnulífs. Fjölmargir tengja skattalækkanir við aukinn niðurskurð í opinberum rekstri. Á tíunda áratug síðustu aldar urðu Finnar fyrir djúpri efnahagskreppu. Verg landsframleiðsla þeirra dróst saman um 11%, gengið féll um 40%, fasteigaverð lækkaði um 50%, atvinnuleysið fór úr 3% í 18,4% og skuldabyrði almennings og fyrirtæka varð gífurleg. Tekjuskattur varð meðal hinna hæstu sem þekkjast í heiminum. Hið opinbera var fjársvelt og gripið var til þeirra ráða að veita fé til atvinnulífsins og skattar voru lækkaðir samtals um 20%. Aðgerðirnar áttu að örva efnahagsaðstæður og lögð var áhersla á útflutningsgreinar. Aðgerðir Finna voru álitnar glapræði. Reyndin var hinsvegar sú að aðgerðirnar stuðluðu að aukningu í verðmætasköpun, útflutningi (aukinn gjaldeyrisforði), fjárfestingum, nýsköpun og hagvöxtur jókst. Skattalækkanirnar örvuðu atvinnulífið og á örfáum árum varð Finnland meðal samkeppnishæfustu þjóða heims. Hagfræðingar á borð við Krugman og Stiglitz hafa bent á að með því að stækka kökuna verða skuldir mun viðráðanlegri, eins og Finnar komust að, og stefna frjálshyggjunnar sem einkennist af niðurskurðar- og samdráttarúrræðum er ekki líkleg til árangurs. Stjórnvöld þurfa að beita örvandi aðgerðum til að koma atvinnulífinu áfram. Slíkar aðferðir leiða til aukins hagvaxtar og þar með aukinnar velferðar. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru í anda frjálshyggjunnar. Töfralausnir eru ekki til. Það tekur nokkur ár að auka hagvöxt, ná stöðugleika og draga verulega úr almennum skuldavanda. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins er að horfa til framtíðar og ná þannig að stækka kökuna til langs tíma. Efla þarf atvinnulífið, lækka skatta og auka ráðstöfunartekjur og takast á við skuldavanda heimilanna. Með eflingu atvinnulífs aukast fjárfestingar og nýsköpun sem stuðar að hagvexti og stöðugleika. Lækkun skatta á fyrirtæki eykur meðal annars svigrúm til nýráðninga og hærri launaveitinga. Lækkun skatta á einstaklinga eykur ráðstöfunartekjur heimilanna og léttir rekstur þeirra. Samanlagt auka aðgerðirnar velferð og samkeppnishæfni Íslands.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar