Raunhæfar tillögur um umbætur í opinberri þjónustu Pétur Berg Matthíasson skrifar 24. maí 2013 06:00 Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi kom saman í þriðja sinn 8. maí sl. en vettvangurinn var settur á laggirnar í janúar 2013. Stofnun vettvangsins má rekja til skýrslu Mckinsey ráðgjafafyrirtækisins um leiðir Íslands til aukins hagvaxtar sem kom út í október 2012. Vettvanginn skipa 27 aðilar frá atvinnulífinu, vinnumarkaðnum, stjórnsýslunni, háskólasamfélaginu auk leiðtoga stjórnmálaflokkanna. Formaður samráðsvettvangsins er Ragna Árnadóttir. Samráðsvettvangurinn hefur sett sér mjög metnaðarfull markmið til ársins 2030. Talsverðar umbætur þurfa að eiga sér stað á flestum sviðum samfélagsins eigi markmiðin að verða að veruleika. Vinna vettvangsins frá því í janúar hefur verið leidd af verkefnisstjórn sem Friðrik Már Baldursson prófessor við HR stýrir. Verkefnisstjórnin, sem er sjálfstæð í störfum sínum, skilaði tillögum til samráðsvettvangsins 8. maí um opinbera þjónustu, innlenda þjónustu, alþjóðageirann og auðlindageirann. Þetta eru umfangsmiklar umbótatillögur sem samráðsvettvangurinn mun nú ræða og meta. Í haust má búast við einhverri niðurstöðu. Hafa ber í huga að samráðsvettvangurinn er ekki bundinn af þessum tillögum og munu þær væntanlega taka einhverjum breytingum. Þær má nálgast á www.samradsvettvangur.is. Sameiningar í opinbera geiranum Átta umbótatillögur voru kynntar er snerta opinbera þjónustu. Tvær snúa að sameiningum innan opinbera geirans, annars vegar fækkun tiltekinna ríkisstofnana og hins vegar fækkun sveitarfélaga. Einhverjum kunna að þykja þessar tillögur nokkuð róttækar en fæstar eru þó nýjar af nálinni. Sameiningartillögur sveitarfélaga í þá veru sem verkefnisstjórnin leggur til, að fara úr 74 í 12, hafa t.a.m. verið settar fram í svipuðum anda áður. Það hefur verið einkennandi fyrir stofnanaumhverfið hér á landi að vera með margar litlar sams konar ríkisstofnanir um allt land. Ágæt dæmi eru skattstofur, lögregluembætti, sýslumannsembætti o.fl. Hverju embætti eða stofnun fylgir yfirstjórn, forstöðumaður og önnur stoðþjónusta. Með þeim breytingum sem orðið hafa í tæknimálum, samskiptum, fjarskiptum, samgöngum og fleiru á síðastliðnum árum hefur grundvöllur þess að viðhalda slíku fyrirkomulagi breyst. Auk þess ýtir staða efnahagsmála þjóðarinnar undir frekari umbætur og endurskipulagningu á stofnanakerfinu. Sameining skattstofa í eitt embætti hefur skilað miklum árangri og hefur verið notað sem fordæmi um góða sameiningu við gerð tillagna verkefnisstjórnar. Með þeirri sameiningu tókst m.a. að viðhalda þjónustu á landsbyggðinni, draga úr rekstrarkostnaði og viðhalda mikilli starfsánægju. Eitt lögregluembætti Ein af sameiningartillögum verkefnisstjórnarinnar er að sameina öll lögregluembættin í eitt. Þessi tillaga hefur áður komið fram á síðastliðnum árum. Sameining lögreglunnar í eitt lögregluembætti er að mörgu leyti einfaldari sameining en flestir kunna að halda. Lögreglan er t.a.m. með sameiginlega málaskrá, innkaup á ýmsum búnaði eru sameiginleg fyrir öll embættin, auk þess eru ýmsar deildir sem nú þegar þjónusta öll lögregluembættin eða starfa á landsvísu eins og fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, almannavarnir, sérsveitin, tæknideild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu o.fl. Markmiðið með sameiningu væri ekki að skerða þjónustu heldur skapa möguleika til að efla hana og styrkja. Áfram yrðu lögreglustöðvar um allt land. Sameining myndi einfalda stjórnskipulag lögreglunnar og draga úr yfirbyggingu hennar til hagsbóta fyrir sýnilega löggæslu. Það væri með markvissari hætti hægt að efla faglega hæfni löggæslunnar um land allt og skapa sveigjanleika innan hennar, auk þess sem þetta myndi bæta möguleika lögreglunnar til að mæta niðurskurði fjárveitinga án þess að það kæmi niður á grunnþjónustu. Það er ekki einsdæmi að vera með eitt lögregluembætti fyrir allt landið. Írar hafa búið við það í áratugi og nú hafa Skotar farið þessa leið en 1. apríl 2013 tók þar til starfa eitt lögregluembætti með um 17 þúsund lögreglumenn. Það þarf því ekki langan tíma að framkvæma ýmsar tillögur verkefnisstjórnar um sameiningar stofnana sé tekið mið af umfangi og sambærilegum aðgerðum í öðrum löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi kom saman í þriðja sinn 8. maí sl. en vettvangurinn var settur á laggirnar í janúar 2013. Stofnun vettvangsins má rekja til skýrslu Mckinsey ráðgjafafyrirtækisins um leiðir Íslands til aukins hagvaxtar sem kom út í október 2012. Vettvanginn skipa 27 aðilar frá atvinnulífinu, vinnumarkaðnum, stjórnsýslunni, háskólasamfélaginu auk leiðtoga stjórnmálaflokkanna. Formaður samráðsvettvangsins er Ragna Árnadóttir. Samráðsvettvangurinn hefur sett sér mjög metnaðarfull markmið til ársins 2030. Talsverðar umbætur þurfa að eiga sér stað á flestum sviðum samfélagsins eigi markmiðin að verða að veruleika. Vinna vettvangsins frá því í janúar hefur verið leidd af verkefnisstjórn sem Friðrik Már Baldursson prófessor við HR stýrir. Verkefnisstjórnin, sem er sjálfstæð í störfum sínum, skilaði tillögum til samráðsvettvangsins 8. maí um opinbera þjónustu, innlenda þjónustu, alþjóðageirann og auðlindageirann. Þetta eru umfangsmiklar umbótatillögur sem samráðsvettvangurinn mun nú ræða og meta. Í haust má búast við einhverri niðurstöðu. Hafa ber í huga að samráðsvettvangurinn er ekki bundinn af þessum tillögum og munu þær væntanlega taka einhverjum breytingum. Þær má nálgast á www.samradsvettvangur.is. Sameiningar í opinbera geiranum Átta umbótatillögur voru kynntar er snerta opinbera þjónustu. Tvær snúa að sameiningum innan opinbera geirans, annars vegar fækkun tiltekinna ríkisstofnana og hins vegar fækkun sveitarfélaga. Einhverjum kunna að þykja þessar tillögur nokkuð róttækar en fæstar eru þó nýjar af nálinni. Sameiningartillögur sveitarfélaga í þá veru sem verkefnisstjórnin leggur til, að fara úr 74 í 12, hafa t.a.m. verið settar fram í svipuðum anda áður. Það hefur verið einkennandi fyrir stofnanaumhverfið hér á landi að vera með margar litlar sams konar ríkisstofnanir um allt land. Ágæt dæmi eru skattstofur, lögregluembætti, sýslumannsembætti o.fl. Hverju embætti eða stofnun fylgir yfirstjórn, forstöðumaður og önnur stoðþjónusta. Með þeim breytingum sem orðið hafa í tæknimálum, samskiptum, fjarskiptum, samgöngum og fleiru á síðastliðnum árum hefur grundvöllur þess að viðhalda slíku fyrirkomulagi breyst. Auk þess ýtir staða efnahagsmála þjóðarinnar undir frekari umbætur og endurskipulagningu á stofnanakerfinu. Sameining skattstofa í eitt embætti hefur skilað miklum árangri og hefur verið notað sem fordæmi um góða sameiningu við gerð tillagna verkefnisstjórnar. Með þeirri sameiningu tókst m.a. að viðhalda þjónustu á landsbyggðinni, draga úr rekstrarkostnaði og viðhalda mikilli starfsánægju. Eitt lögregluembætti Ein af sameiningartillögum verkefnisstjórnarinnar er að sameina öll lögregluembættin í eitt. Þessi tillaga hefur áður komið fram á síðastliðnum árum. Sameining lögreglunnar í eitt lögregluembætti er að mörgu leyti einfaldari sameining en flestir kunna að halda. Lögreglan er t.a.m. með sameiginlega málaskrá, innkaup á ýmsum búnaði eru sameiginleg fyrir öll embættin, auk þess eru ýmsar deildir sem nú þegar þjónusta öll lögregluembættin eða starfa á landsvísu eins og fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, almannavarnir, sérsveitin, tæknideild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu o.fl. Markmiðið með sameiningu væri ekki að skerða þjónustu heldur skapa möguleika til að efla hana og styrkja. Áfram yrðu lögreglustöðvar um allt land. Sameining myndi einfalda stjórnskipulag lögreglunnar og draga úr yfirbyggingu hennar til hagsbóta fyrir sýnilega löggæslu. Það væri með markvissari hætti hægt að efla faglega hæfni löggæslunnar um land allt og skapa sveigjanleika innan hennar, auk þess sem þetta myndi bæta möguleika lögreglunnar til að mæta niðurskurði fjárveitinga án þess að það kæmi niður á grunnþjónustu. Það er ekki einsdæmi að vera með eitt lögregluembætti fyrir allt landið. Írar hafa búið við það í áratugi og nú hafa Skotar farið þessa leið en 1. apríl 2013 tók þar til starfa eitt lögregluembætti með um 17 þúsund lögreglumenn. Það þarf því ekki langan tíma að framkvæma ýmsar tillögur verkefnisstjórnar um sameiningar stofnana sé tekið mið af umfangi og sambærilegum aðgerðum í öðrum löndum.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar