Ofbeldisatvikum fækkað um helming 5. mars 2013 20:39 „Í heild er ljóst að flutningurinn hefur leitt til bættrar aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur," segir í svari velferðarráðherra við fyrirspurn um flutning réttargeðdeildar frá Sogni að Kleppi. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem beindi fyrirspurn sinni til velferðarráðherra. Í svari Guðbjarts Hannessonar kemur fram að öryggi sjúklinga sé aukið, rými meira og tækifæri til faglegrar þróunar meiri. Afstaða deildarinnar til að gegn hlutverki sínu og taka við geðsjúkum afbrotamönnum, dæmdum til dvalar á viðeigandi stofnum, hafi batnað. „Skráðum ofbeldisatvikum á réttargeðdeildinni hefur fækkað um helming eftir flutning ef borin eru saman tímabilin mars–desember 2011 og 2012," segir Guðbjartur. Hann bendir á að starfsumhverfiskannanir sýni að starfsfólk sé ánægðara í starfi eftir flutninginn. Guðbjartur segir heildarkostnað við allar framkvæmdir á Kleppi á árunum 2011 og 2012 hafa orðið 176 milljónir. Þar sé ekki aðskilinn kostnaður við aðstöðu fyrir réttargeðdeildina og aðrar framkvæmdir sem tengist öllum Kleppspítala. Kostnaðarlegur ávinningur af flutningnum árið 2012 var 40 milljónir eða sex milljónir umfram áætlaðan ávinning. Upphaflega var gert ráð fyrir ávinningi upp á 45 milljónir árið 2013 en endurskoðuð áætlun geri ráð fyrir ávinningi upp á 50 milljónir króna. Guðbjartur segir flutninginn hafa gengið vel. „Deildin var tilbúin á réttum tíma, í lok febrúar 2012, nema sérvarinn garður sunnan við deildina var tilbúinn sumarið 2012. Þangað geta sjúklingar farið þegar þeir vilja og notið útiveru í skjóli, án hættu fyrir aðra. Sjúklingar voru sáttir frá fyrsta degi og aðlöguðust strax nýju umhverfi með meira rými. Í viðtölum hefur komið fram áframhaldandi ánægja þeirra með aðstæður. Aukin nálægð við heimabyggð auk sérútbúins fjölskylduherbergis hefur hjálpað við tengsl aðstandenda við sjúklinga sem er afar mikilvægt í bataferli," segir Guðbjartur. Þrettán starfsmenn af Sogni með búsetu í Árnessýslu unnu áfram á nýju réttargeðdeildinni en sjö sögðu upp störfum. „Nánd við öryggisgeðdeild Landspítalans skapar möguleika á fjölbreyttara vinnuumhverfi og dreifingu álags. Réttargeðdeildin nýtur nú nálægðar við háskólastarfsemi sem eykur möguleika á rannsóknum og framþróun sérgreinarinnar," segir í svari Guðbjarts.Svar ráðherra í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
„Í heild er ljóst að flutningurinn hefur leitt til bættrar aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur," segir í svari velferðarráðherra við fyrirspurn um flutning réttargeðdeildar frá Sogni að Kleppi. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem beindi fyrirspurn sinni til velferðarráðherra. Í svari Guðbjarts Hannessonar kemur fram að öryggi sjúklinga sé aukið, rými meira og tækifæri til faglegrar þróunar meiri. Afstaða deildarinnar til að gegn hlutverki sínu og taka við geðsjúkum afbrotamönnum, dæmdum til dvalar á viðeigandi stofnum, hafi batnað. „Skráðum ofbeldisatvikum á réttargeðdeildinni hefur fækkað um helming eftir flutning ef borin eru saman tímabilin mars–desember 2011 og 2012," segir Guðbjartur. Hann bendir á að starfsumhverfiskannanir sýni að starfsfólk sé ánægðara í starfi eftir flutninginn. Guðbjartur segir heildarkostnað við allar framkvæmdir á Kleppi á árunum 2011 og 2012 hafa orðið 176 milljónir. Þar sé ekki aðskilinn kostnaður við aðstöðu fyrir réttargeðdeildina og aðrar framkvæmdir sem tengist öllum Kleppspítala. Kostnaðarlegur ávinningur af flutningnum árið 2012 var 40 milljónir eða sex milljónir umfram áætlaðan ávinning. Upphaflega var gert ráð fyrir ávinningi upp á 45 milljónir árið 2013 en endurskoðuð áætlun geri ráð fyrir ávinningi upp á 50 milljónir króna. Guðbjartur segir flutninginn hafa gengið vel. „Deildin var tilbúin á réttum tíma, í lok febrúar 2012, nema sérvarinn garður sunnan við deildina var tilbúinn sumarið 2012. Þangað geta sjúklingar farið þegar þeir vilja og notið útiveru í skjóli, án hættu fyrir aðra. Sjúklingar voru sáttir frá fyrsta degi og aðlöguðust strax nýju umhverfi með meira rými. Í viðtölum hefur komið fram áframhaldandi ánægja þeirra með aðstæður. Aukin nálægð við heimabyggð auk sérútbúins fjölskylduherbergis hefur hjálpað við tengsl aðstandenda við sjúklinga sem er afar mikilvægt í bataferli," segir Guðbjartur. Þrettán starfsmenn af Sogni með búsetu í Árnessýslu unnu áfram á nýju réttargeðdeildinni en sjö sögðu upp störfum. „Nánd við öryggisgeðdeild Landspítalans skapar möguleika á fjölbreyttara vinnuumhverfi og dreifingu álags. Réttargeðdeildin nýtur nú nálægðar við háskólastarfsemi sem eykur möguleika á rannsóknum og framþróun sérgreinarinnar," segir í svari Guðbjarts.Svar ráðherra í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira