Ofbeldisatvikum fækkað um helming 5. mars 2013 20:39 „Í heild er ljóst að flutningurinn hefur leitt til bættrar aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur," segir í svari velferðarráðherra við fyrirspurn um flutning réttargeðdeildar frá Sogni að Kleppi. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem beindi fyrirspurn sinni til velferðarráðherra. Í svari Guðbjarts Hannessonar kemur fram að öryggi sjúklinga sé aukið, rými meira og tækifæri til faglegrar þróunar meiri. Afstaða deildarinnar til að gegn hlutverki sínu og taka við geðsjúkum afbrotamönnum, dæmdum til dvalar á viðeigandi stofnum, hafi batnað. „Skráðum ofbeldisatvikum á réttargeðdeildinni hefur fækkað um helming eftir flutning ef borin eru saman tímabilin mars–desember 2011 og 2012," segir Guðbjartur. Hann bendir á að starfsumhverfiskannanir sýni að starfsfólk sé ánægðara í starfi eftir flutninginn. Guðbjartur segir heildarkostnað við allar framkvæmdir á Kleppi á árunum 2011 og 2012 hafa orðið 176 milljónir. Þar sé ekki aðskilinn kostnaður við aðstöðu fyrir réttargeðdeildina og aðrar framkvæmdir sem tengist öllum Kleppspítala. Kostnaðarlegur ávinningur af flutningnum árið 2012 var 40 milljónir eða sex milljónir umfram áætlaðan ávinning. Upphaflega var gert ráð fyrir ávinningi upp á 45 milljónir árið 2013 en endurskoðuð áætlun geri ráð fyrir ávinningi upp á 50 milljónir króna. Guðbjartur segir flutninginn hafa gengið vel. „Deildin var tilbúin á réttum tíma, í lok febrúar 2012, nema sérvarinn garður sunnan við deildina var tilbúinn sumarið 2012. Þangað geta sjúklingar farið þegar þeir vilja og notið útiveru í skjóli, án hættu fyrir aðra. Sjúklingar voru sáttir frá fyrsta degi og aðlöguðust strax nýju umhverfi með meira rými. Í viðtölum hefur komið fram áframhaldandi ánægja þeirra með aðstæður. Aukin nálægð við heimabyggð auk sérútbúins fjölskylduherbergis hefur hjálpað við tengsl aðstandenda við sjúklinga sem er afar mikilvægt í bataferli," segir Guðbjartur. Þrettán starfsmenn af Sogni með búsetu í Árnessýslu unnu áfram á nýju réttargeðdeildinni en sjö sögðu upp störfum. „Nánd við öryggisgeðdeild Landspítalans skapar möguleika á fjölbreyttara vinnuumhverfi og dreifingu álags. Réttargeðdeildin nýtur nú nálægðar við háskólastarfsemi sem eykur möguleika á rannsóknum og framþróun sérgreinarinnar," segir í svari Guðbjarts.Svar ráðherra í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
„Í heild er ljóst að flutningurinn hefur leitt til bættrar aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur," segir í svari velferðarráðherra við fyrirspurn um flutning réttargeðdeildar frá Sogni að Kleppi. Það var Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem beindi fyrirspurn sinni til velferðarráðherra. Í svari Guðbjarts Hannessonar kemur fram að öryggi sjúklinga sé aukið, rými meira og tækifæri til faglegrar þróunar meiri. Afstaða deildarinnar til að gegn hlutverki sínu og taka við geðsjúkum afbrotamönnum, dæmdum til dvalar á viðeigandi stofnum, hafi batnað. „Skráðum ofbeldisatvikum á réttargeðdeildinni hefur fækkað um helming eftir flutning ef borin eru saman tímabilin mars–desember 2011 og 2012," segir Guðbjartur. Hann bendir á að starfsumhverfiskannanir sýni að starfsfólk sé ánægðara í starfi eftir flutninginn. Guðbjartur segir heildarkostnað við allar framkvæmdir á Kleppi á árunum 2011 og 2012 hafa orðið 176 milljónir. Þar sé ekki aðskilinn kostnaður við aðstöðu fyrir réttargeðdeildina og aðrar framkvæmdir sem tengist öllum Kleppspítala. Kostnaðarlegur ávinningur af flutningnum árið 2012 var 40 milljónir eða sex milljónir umfram áætlaðan ávinning. Upphaflega var gert ráð fyrir ávinningi upp á 45 milljónir árið 2013 en endurskoðuð áætlun geri ráð fyrir ávinningi upp á 50 milljónir króna. Guðbjartur segir flutninginn hafa gengið vel. „Deildin var tilbúin á réttum tíma, í lok febrúar 2012, nema sérvarinn garður sunnan við deildina var tilbúinn sumarið 2012. Þangað geta sjúklingar farið þegar þeir vilja og notið útiveru í skjóli, án hættu fyrir aðra. Sjúklingar voru sáttir frá fyrsta degi og aðlöguðust strax nýju umhverfi með meira rými. Í viðtölum hefur komið fram áframhaldandi ánægja þeirra með aðstæður. Aukin nálægð við heimabyggð auk sérútbúins fjölskylduherbergis hefur hjálpað við tengsl aðstandenda við sjúklinga sem er afar mikilvægt í bataferli," segir Guðbjartur. Þrettán starfsmenn af Sogni með búsetu í Árnessýslu unnu áfram á nýju réttargeðdeildinni en sjö sögðu upp störfum. „Nánd við öryggisgeðdeild Landspítalans skapar möguleika á fjölbreyttara vinnuumhverfi og dreifingu álags. Réttargeðdeildin nýtur nú nálægðar við háskólastarfsemi sem eykur möguleika á rannsóknum og framþróun sérgreinarinnar," segir í svari Guðbjarts.Svar ráðherra í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira