BMW i3 klikkar á árekstrarprófi NCAP Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2013 11:30 Rafmagnsbíllinn BMW i3. Rafmagnsbíllinn nýi frá BMW, i3 fékk fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP nýverið og verður það að teljast nokkuð áfallt fyrir þýska framleiðandann. Koltrefjarnar sem yfirbygging bílsins er smíðuð úr reyndust mjög sterkar en en öryggi í hliðarárekstri reyndist ekki með besta móti. Sama átti við öryggi gangandi vegfarenda vegna framenda bílsins. Fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP er svo sem ekki alslæmt, en BMW hafði vonast til þess að þessi nýi bíll fengi hæstu einkunn, þ.e. 5 stjörnur. Það hafa nýju bílarnir Mazda3, Suzuki SX4, Mercedes Benz CLA, Peugeot 308 og 2008, Mitsubishi Outlander, Jeep Cherokee, og Maserati Ghibli fengið. Meira að segja kínverski bíllinn Qorus 3 fékk fimm stjörnur hjá NCAP fyrir stuttu. Því er gleðin á BMW heimilinu ekki svo mikil með þessa einkunn i3 bílsins. Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent
Rafmagnsbíllinn nýi frá BMW, i3 fékk fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP nýverið og verður það að teljast nokkuð áfallt fyrir þýska framleiðandann. Koltrefjarnar sem yfirbygging bílsins er smíðuð úr reyndust mjög sterkar en en öryggi í hliðarárekstri reyndist ekki með besta móti. Sama átti við öryggi gangandi vegfarenda vegna framenda bílsins. Fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP er svo sem ekki alslæmt, en BMW hafði vonast til þess að þessi nýi bíll fengi hæstu einkunn, þ.e. 5 stjörnur. Það hafa nýju bílarnir Mazda3, Suzuki SX4, Mercedes Benz CLA, Peugeot 308 og 2008, Mitsubishi Outlander, Jeep Cherokee, og Maserati Ghibli fengið. Meira að segja kínverski bíllinn Qorus 3 fékk fimm stjörnur hjá NCAP fyrir stuttu. Því er gleðin á BMW heimilinu ekki svo mikil með þessa einkunn i3 bílsins.
Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent