Speglaveggurinn líklega áfram Þorgils Jónsson skrifar 8. mars 2013 06:00 Íbúar gegnt glerklæðningunni á Þingholtsstræti voru ósáttir við speglun sem af henni varð. Málið var tekið fyrir á ný en veggurinn fær líklega að halda sér. Fréttablaðið/Daníel Allt útlit er fyrir að glerveggurinn á húsi Menntaskólans í Reykjavík fái að standa, en um hann hafa staðið nokkrar deilur. Veggurinn var byggður síðasta sumar, en húsið hafði þá látið verulega á sjá. Eftir að hann reis gerðu nágrannar hins vegar athugasemdir við að speglun af húsunum í glerveggnum gerði það að verkum að friðhelgi einkalífs þeirra yrði fyrir „óþolandi inngripi“. Byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum var fellt úr gildi í september með ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ástæðan var að grenndaráhrifin væru slík að yfirvöldum hefði borið að grenndarkynna framkvæmdirnar. Málið var því sett í ferli á ný og bárust umsagnir frá íbúum og skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Sjö íbúar sem búa gegnt veggnum sendu inn mótmæli í umsagnarferlinu en eigendur tveggja fasteigna lýstu yfir ánægju með niðurstöðuna. Í sameiginlegri umsögn skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa kemur fram að vissulega sé speglun í veggnum og athugað hafi verið hvernig draga megi úr henni. Ýmsar hugmyndir hafi verið reifaðar en engin þeirra sé talin ásættanleg eða raunhæf. Umsóknin um leyfi var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í síðustu viku, þar sem engar athugasemdir voru gerðar. Henni var vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa og verður líklega afgreidd endanlega á fundi næstkomandi þriðjudag. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Allt útlit er fyrir að glerveggurinn á húsi Menntaskólans í Reykjavík fái að standa, en um hann hafa staðið nokkrar deilur. Veggurinn var byggður síðasta sumar, en húsið hafði þá látið verulega á sjá. Eftir að hann reis gerðu nágrannar hins vegar athugasemdir við að speglun af húsunum í glerveggnum gerði það að verkum að friðhelgi einkalífs þeirra yrði fyrir „óþolandi inngripi“. Byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum var fellt úr gildi í september með ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ástæðan var að grenndaráhrifin væru slík að yfirvöldum hefði borið að grenndarkynna framkvæmdirnar. Málið var því sett í ferli á ný og bárust umsagnir frá íbúum og skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Sjö íbúar sem búa gegnt veggnum sendu inn mótmæli í umsagnarferlinu en eigendur tveggja fasteigna lýstu yfir ánægju með niðurstöðuna. Í sameiginlegri umsögn skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa kemur fram að vissulega sé speglun í veggnum og athugað hafi verið hvernig draga megi úr henni. Ýmsar hugmyndir hafi verið reifaðar en engin þeirra sé talin ásættanleg eða raunhæf. Umsóknin um leyfi var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í síðustu viku, þar sem engar athugasemdir voru gerðar. Henni var vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa og verður líklega afgreidd endanlega á fundi næstkomandi þriðjudag.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira