Vill ekki að ESB verði eilífðardeila Þorgils Jónsson skrifar 8. mars 2013 06:00 Björgólfur Jóhannsson, nýkjörinn formaður SA, sagðist á RÚV vilja ljúka aðildarviðræðum Íslands við ESB. Fréttablaðið/Valli Björgólfur Jóhannsson, nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segist þeirrar skoðunar að ljúka eigi aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Í samtali við RÚV sagði hann mikilvægt að fá niðurstöðu í málið til að það verði ekki eilífðardeilumál hér á landi. „Niðurstaða verður að nást og það er ekki hægt nema með því að ljúka samningum,“ sagði Björgólfur á RÚV. „Ég vil að þessari vegferð verði lokið. Ég sé ekki annað í stöðunni en að það verði gert. Mér finnst við vera komin það langt í þessum viðræðum og ég lýt þjóðarvilja í þessu þegar að því kemur.“ Björgólfur bætti því við að niðurstaða í sjávarútvegsmálum skipti miklu máli. „Það hefur verið talað um að sjávarútvegsmál skipti miklu máli í þessum viðræðum og það er ljóst að við þurfum að ná ásættanlegri niðurstöðu þar.“ Innan SA hafa lengi verið skiptar skoðanir um ágæti mögulegrar ESB-aðildar Íslands, þar sem Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hefur verið mótfallið aðild, en Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu hafa verið hallari undir slíkar vangaveltur. Björgólfur var um árabil formaður LÍÚ, en steig úr þeim stóli haustið 2008. Við það tækifæri sagðist hann þeirrar skoðunar að hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB, en þá hafði Ísland ekki enn sótt um aðild. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segist þeirrar skoðunar að ljúka eigi aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Í samtali við RÚV sagði hann mikilvægt að fá niðurstöðu í málið til að það verði ekki eilífðardeilumál hér á landi. „Niðurstaða verður að nást og það er ekki hægt nema með því að ljúka samningum,“ sagði Björgólfur á RÚV. „Ég vil að þessari vegferð verði lokið. Ég sé ekki annað í stöðunni en að það verði gert. Mér finnst við vera komin það langt í þessum viðræðum og ég lýt þjóðarvilja í þessu þegar að því kemur.“ Björgólfur bætti því við að niðurstaða í sjávarútvegsmálum skipti miklu máli. „Það hefur verið talað um að sjávarútvegsmál skipti miklu máli í þessum viðræðum og það er ljóst að við þurfum að ná ásættanlegri niðurstöðu þar.“ Innan SA hafa lengi verið skiptar skoðanir um ágæti mögulegrar ESB-aðildar Íslands, þar sem Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hefur verið mótfallið aðild, en Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu hafa verið hallari undir slíkar vangaveltur. Björgólfur var um árabil formaður LÍÚ, en steig úr þeim stóli haustið 2008. Við það tækifæri sagðist hann þeirrar skoðunar að hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB, en þá hafði Ísland ekki enn sótt um aðild.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira