Þrír milljarðar í stóriðju á Bakka Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2013 18:47 Ríkið mun leggja fram, yfir þrjá milljarða króna vegna stóriðju á Bakka og meiri skattaívilnanir en áður, samkvæmt frumvarpi sem Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gærkvöldi. Ráðherrann segir að ríkið verði búið að fá peningana til baka áður en framkvæmdum lýkur. Núverandi ríksstjórn hafnaði því á fyrstu starfsmánuðum sínum að endurnýja viljayfirlýsingu við Alcoa um álver á Bakka, og mæltist til að fleiri kostir skyldu skoðaðir. Kísilverksmiðja komst á dagskrá og fyrir þremur árum sagði Katrín Júlíusdóttir þáverandi iðnaðarráðherra að Þingeyingar gætu farið að búa samfélagið undir stóra atvinnuuppbyggingu. Til að greiða fyrir samningum við þýska félagið PCC um kísilver hefur atvinnuvegaráðherra nú lagt frumvörp fyrir Alþingi, sem fela í sér meiri skattaívilnanir, en gildandi lög leyfa, og um að ríkissjóður greiði hafnargerð á Húsavík, lóðaframkvæmdir á Bakka og vegtengingar milli lóðar og hafnar. Á Alþingi í gærkvöldi sagði Steingrímur þessar ívilnanir nauðsynlega forsendu þess að ráðist yrði í uppbygginguna og flokka mætti þetta sem byggðastuðning við nýtt iðnaðarsvæði sem lægi langt frá suðvesturhorninu. Og raunar sagði Steingrímur í þinginu í gærkvöldi að vegna aukinna tekna og umsvifa yrði ríkið sennilega búið að fá allt sitt til baka strax í lok byggingartímans. Rætt var við Berg Elías Ágústsson, bæjarstjóra Norðurþings, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Ríkið mun leggja fram, yfir þrjá milljarða króna vegna stóriðju á Bakka og meiri skattaívilnanir en áður, samkvæmt frumvarpi sem Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gærkvöldi. Ráðherrann segir að ríkið verði búið að fá peningana til baka áður en framkvæmdum lýkur. Núverandi ríksstjórn hafnaði því á fyrstu starfsmánuðum sínum að endurnýja viljayfirlýsingu við Alcoa um álver á Bakka, og mæltist til að fleiri kostir skyldu skoðaðir. Kísilverksmiðja komst á dagskrá og fyrir þremur árum sagði Katrín Júlíusdóttir þáverandi iðnaðarráðherra að Þingeyingar gætu farið að búa samfélagið undir stóra atvinnuuppbyggingu. Til að greiða fyrir samningum við þýska félagið PCC um kísilver hefur atvinnuvegaráðherra nú lagt frumvörp fyrir Alþingi, sem fela í sér meiri skattaívilnanir, en gildandi lög leyfa, og um að ríkissjóður greiði hafnargerð á Húsavík, lóðaframkvæmdir á Bakka og vegtengingar milli lóðar og hafnar. Á Alþingi í gærkvöldi sagði Steingrímur þessar ívilnanir nauðsynlega forsendu þess að ráðist yrði í uppbygginguna og flokka mætti þetta sem byggðastuðning við nýtt iðnaðarsvæði sem lægi langt frá suðvesturhorninu. Og raunar sagði Steingrímur í þinginu í gærkvöldi að vegna aukinna tekna og umsvifa yrði ríkið sennilega búið að fá allt sitt til baka strax í lok byggingartímans. Rætt var við Berg Elías Ágústsson, bæjarstjóra Norðurþings, í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira