Iðngrein framtíðarinnar Ingólfur Sverrisson skrifar 12. júní 2013 08:52 Málm- og véltækniiðnaðurinn býr við traustan gjaldmiðil og góð ytri starfskilyrði. Höft hafa verið afnumin, verðbólga lítil, stöðugleiki ríkir og skattaumhverfið hagstætt. Allt leikur í lyndi í þessari tæknigrein og hún stækkar sem aldrei fyrr, þróast ört og er í flokki helstu útflutningsgreina Íslands. Vel menntað iðnaðar- og tæknifólk kemur í auknum mæli til starfa enda tryggir mikill virðisauki í þessari tæknigrein ágæta afkomu fyrirtækja og starfsmanna þeirra. Þannig hljómar sú framtíðarsýn sem fyrirtæki í málm- og véltækniiðnaði sjá fyrir sér að verði að veruleika árið 2017 ef rétt er haldið á málum hjá þeim sjálfum og stjórnvöldum. Eðlilegt starfsumhverfi Vissulega verður ýmislegt að breytast til batnaðar til þess að sýnin gangi eftir og því er nauðsynlegt að vinna skipulega á öllum vígstöðvum. Til að mynda er gengið út frá því að forsenda stöðugs starfsumhverfis til lengri tíma litið sé að Ísland gangi í ESB og að evran verði tekin upp svo fljótt sem aðstæður leyfa. Ekki hefur verið bent á aðrar leiðir til að tryggja hinn lífsnauðsynlega stöðugleika og fullreynt að íslenska krónan í samkeppni við alþjóða gjaldmiðla lætur einlægt undan síga og er helsta ástæða óstöðugleika í starfsumhverfinu. Það fljót verður að stemma að ósi; að öðrum kosti er flest annað unnið fyrir gýg og álitlegir möguleikar til að efla arðvænlega atvinnugrein koðna niður. Tæknigrein sem stefnir að því að treysta samkeppnisstöðu sína og auka útflutning verulega verður að búa að þessu leyti við sama umhverfi og helstu keppinautar hennar. Annað er ávísun á lakari lífskjör landsmanna. Þetta er aukinheldur grundvöllur þess að þjóðinni takist að víkja frá þeirri stefnu að nýta eingöngu náttúruauðlindir sínar til betri lífskjara en styrkja frekar tækni- og hugverkaiðnað til þess arna, enda er hér um að ræða skapandi iðngrein í bestu merkingu orðsins.Fleiri í iðn- og tækninám Sú bjarta framtíðarsýn sem nefnd var í upphafi þessarar greinar byggist einnig á því að stjórnvöldum, fyrirtækjum og skólum takist á allra næstu árum að efla verk- og tæknimenntun svo um munar. Enn fremur auðnist að auka áhuga unga fólksins á að læra þær tæknigreinar sem heyra til málm-, véltækni- og rafiðna. Allra síðustu árin má greina aukna aðsókn að málm- og véltæknigreinum enda eru margir skólanna sem kenna þær sífellt að bæta tækjakost sinn og aðlagast nýrri tækni. Þannig geta þeir boðið mjög áhugavert nám sem byggir í grunninn á handverkinu og þróast til þess að ná tökum á flóknum tölvustýrðum vélum og tækjum. Þeir sem hafa lokið slíku námi eru og verða mjög eftirsóttir starfskraftar í tæknivæddum fyrirtækjum.Betri stjórn – meiri framleiðni Mikið hefur verið unnið innan Samtaka iðnaðarins með fyrirtækjunum að því að koma á betri skipan mála hjá þeim með svonefndri áfangaskiptri gæðavottun. Hún hefur leitt til umtalsverðra framfara í stjórnun og þau fyrirtæki sem lengst eru komin í þeim efnum hafa nú fengið svonefnda ISO-vottun. Viðleitni af þessu tagi er grundvöllur sífelldra umbóta til aukinnar framleiðni sem tryggir afkomu fyrirtækja í harðri samkeppni á innanlands- og alþjóðamarkaði. Það er galdurinn við að bæta lífskjörin og vera fær um að nýta þau arðvænlegu atvinnutækifæri sem liggja fyrir fótum okkar í dag og næstu árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Málm- og véltækniiðnaðurinn býr við traustan gjaldmiðil og góð ytri starfskilyrði. Höft hafa verið afnumin, verðbólga lítil, stöðugleiki ríkir og skattaumhverfið hagstætt. Allt leikur í lyndi í þessari tæknigrein og hún stækkar sem aldrei fyrr, þróast ört og er í flokki helstu útflutningsgreina Íslands. Vel menntað iðnaðar- og tæknifólk kemur í auknum mæli til starfa enda tryggir mikill virðisauki í þessari tæknigrein ágæta afkomu fyrirtækja og starfsmanna þeirra. Þannig hljómar sú framtíðarsýn sem fyrirtæki í málm- og véltækniiðnaði sjá fyrir sér að verði að veruleika árið 2017 ef rétt er haldið á málum hjá þeim sjálfum og stjórnvöldum. Eðlilegt starfsumhverfi Vissulega verður ýmislegt að breytast til batnaðar til þess að sýnin gangi eftir og því er nauðsynlegt að vinna skipulega á öllum vígstöðvum. Til að mynda er gengið út frá því að forsenda stöðugs starfsumhverfis til lengri tíma litið sé að Ísland gangi í ESB og að evran verði tekin upp svo fljótt sem aðstæður leyfa. Ekki hefur verið bent á aðrar leiðir til að tryggja hinn lífsnauðsynlega stöðugleika og fullreynt að íslenska krónan í samkeppni við alþjóða gjaldmiðla lætur einlægt undan síga og er helsta ástæða óstöðugleika í starfsumhverfinu. Það fljót verður að stemma að ósi; að öðrum kosti er flest annað unnið fyrir gýg og álitlegir möguleikar til að efla arðvænlega atvinnugrein koðna niður. Tæknigrein sem stefnir að því að treysta samkeppnisstöðu sína og auka útflutning verulega verður að búa að þessu leyti við sama umhverfi og helstu keppinautar hennar. Annað er ávísun á lakari lífskjör landsmanna. Þetta er aukinheldur grundvöllur þess að þjóðinni takist að víkja frá þeirri stefnu að nýta eingöngu náttúruauðlindir sínar til betri lífskjara en styrkja frekar tækni- og hugverkaiðnað til þess arna, enda er hér um að ræða skapandi iðngrein í bestu merkingu orðsins.Fleiri í iðn- og tækninám Sú bjarta framtíðarsýn sem nefnd var í upphafi þessarar greinar byggist einnig á því að stjórnvöldum, fyrirtækjum og skólum takist á allra næstu árum að efla verk- og tæknimenntun svo um munar. Enn fremur auðnist að auka áhuga unga fólksins á að læra þær tæknigreinar sem heyra til málm-, véltækni- og rafiðna. Allra síðustu árin má greina aukna aðsókn að málm- og véltæknigreinum enda eru margir skólanna sem kenna þær sífellt að bæta tækjakost sinn og aðlagast nýrri tækni. Þannig geta þeir boðið mjög áhugavert nám sem byggir í grunninn á handverkinu og þróast til þess að ná tökum á flóknum tölvustýrðum vélum og tækjum. Þeir sem hafa lokið slíku námi eru og verða mjög eftirsóttir starfskraftar í tæknivæddum fyrirtækjum.Betri stjórn – meiri framleiðni Mikið hefur verið unnið innan Samtaka iðnaðarins með fyrirtækjunum að því að koma á betri skipan mála hjá þeim með svonefndri áfangaskiptri gæðavottun. Hún hefur leitt til umtalsverðra framfara í stjórnun og þau fyrirtæki sem lengst eru komin í þeim efnum hafa nú fengið svonefnda ISO-vottun. Viðleitni af þessu tagi er grundvöllur sífelldra umbóta til aukinnar framleiðni sem tryggir afkomu fyrirtækja í harðri samkeppni á innanlands- og alþjóðamarkaði. Það er galdurinn við að bæta lífskjörin og vera fær um að nýta þau arðvænlegu atvinnutækifæri sem liggja fyrir fótum okkar í dag og næstu árin.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun