Stefna eða stefnuleysi Ásta Hafberg S. skrifar 12. júní 2013 08:52 Ísland hefur ekki þörf fyrir að hér verði hver einasta lækjarspræna virkjuð og stóriðja rísi hægri vinstri. Vandamálið við þessa hugmyndafræði í atvinnuuppbyggingu, burtséð frá öðrum sjónarmiðum, er sú að hún skilar ekki miklu þegar til lengri tíma er litið. Hún er of einhæf þegar kemur að atvinnuþróun og hagvaxtaráhrifin eru ekki stöðug til langs tíma. Afleidd störf eru til staðar en spurningin er kannski á kostnað hvers þau eru. Einnig má velta alvarlega fyrir sér að þegar svo einhæf atvinnuuppbygging og þróun á sér stað í svona litlu samfélagi hve viðkvæmt það verður fyrir utanaðkomandi áhrifum á markaði og í efnahagslífi. Ef litið er austur til Reyðarfjarðar virðist það vera svo að afleidd störf hafi fæðst á þann máta að smiðjur, rafvirkjar, bílaverkstæði og aðrir verktakar hafi mikið til sameinast af fjörðunum og stofnað stærri fyrirtæki sem voru nógu stór til að þjónusta álverið. Þetta þýddi að störf sem voru til fyrir álversbyggingu fluttust öll á einn stað í stað þess að vera dreifð um firðina. Auðvitað er viss hagræðing í þessu en þetta gerir það að verkum að firðirnir í kringum Reyðarfjörð verða að einhvers konar svefnþorpum með lítið sem ekkert atvinnulíf.Heildstæð stefna Sem betur fer hefur líka önnur þróun átt sér stað þarna, það er að firðir eins og til dæmis Fáskrúðsfjörður hafa lyft grettistaki í að koma af stað „einhverju öðru“. Í þeirra tilfelli er þetta „eitthvað annað“ að halda lífi í Franska safninu, vera með í að fá Franska spítalann aftur inn í þorp og byggja hann upp og síðast en ekki síst setja á stofn handverksmarkað. Þetta er heildstæð stefna sem til lengri tíma mun gefa samfélaginu á Fáskrúðsfirði meiri stöðugleika í atvinnuþróun og vexti. Afleidd störf geta orðið þó nokkur. Til dæmis má nefna öflugt tjaldsvæði, matsölustaði, gistiheimili, fleiri markaði, skipulagðar göngur um fjöll og firnindi með leiðsögn og svo má lengi telja. Það góða við þessa þróun er að þó að eitt fyrirtæki fari halloka eða lendi í fjárhagslegum vandræðum þá verða hin ekki sérstaklega fyrir áhrifum af því og munu halda lífi. Ef Alcoa á Reyðarfirði fer á hausinn þá er þorri þeirra sem starfa við álverið eða í afleiddum störfum atvinnulaus. Því miður skil ég vel af hverju álver reis á Reyðarfirði. Ástæðan fyrir því að það reis var einfaldlega sú að Ísland og íslenskt samfélag líður fyrir áratuga stefnuleysi í atvinnuþróunarmálum, fyrirtækjarekstri og fyrirtækjamenningu. Það var aldrei búin til nein heildarstefna sem tók mið af fjölbreytileika í atvinnurekstri á landsvísu. Það var aldrei sett upp neitt sem hafði lengri líftíma en fjögur ár í þessum efnum, engin umhverfisstefna til langframa, engin stefna yfirhöfuð. Svo lengi sem þessu verður haldið áfram mun Ísland bara enda eins og enn eitt landið þar sem skammsýni stjórnmálamanna og vinsældaveiðar þeirra ráða ríkjum. Er þetta í alvöru það sem við viljum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur ekki þörf fyrir að hér verði hver einasta lækjarspræna virkjuð og stóriðja rísi hægri vinstri. Vandamálið við þessa hugmyndafræði í atvinnuuppbyggingu, burtséð frá öðrum sjónarmiðum, er sú að hún skilar ekki miklu þegar til lengri tíma er litið. Hún er of einhæf þegar kemur að atvinnuþróun og hagvaxtaráhrifin eru ekki stöðug til langs tíma. Afleidd störf eru til staðar en spurningin er kannski á kostnað hvers þau eru. Einnig má velta alvarlega fyrir sér að þegar svo einhæf atvinnuuppbygging og þróun á sér stað í svona litlu samfélagi hve viðkvæmt það verður fyrir utanaðkomandi áhrifum á markaði og í efnahagslífi. Ef litið er austur til Reyðarfjarðar virðist það vera svo að afleidd störf hafi fæðst á þann máta að smiðjur, rafvirkjar, bílaverkstæði og aðrir verktakar hafi mikið til sameinast af fjörðunum og stofnað stærri fyrirtæki sem voru nógu stór til að þjónusta álverið. Þetta þýddi að störf sem voru til fyrir álversbyggingu fluttust öll á einn stað í stað þess að vera dreifð um firðina. Auðvitað er viss hagræðing í þessu en þetta gerir það að verkum að firðirnir í kringum Reyðarfjörð verða að einhvers konar svefnþorpum með lítið sem ekkert atvinnulíf.Heildstæð stefna Sem betur fer hefur líka önnur þróun átt sér stað þarna, það er að firðir eins og til dæmis Fáskrúðsfjörður hafa lyft grettistaki í að koma af stað „einhverju öðru“. Í þeirra tilfelli er þetta „eitthvað annað“ að halda lífi í Franska safninu, vera með í að fá Franska spítalann aftur inn í þorp og byggja hann upp og síðast en ekki síst setja á stofn handverksmarkað. Þetta er heildstæð stefna sem til lengri tíma mun gefa samfélaginu á Fáskrúðsfirði meiri stöðugleika í atvinnuþróun og vexti. Afleidd störf geta orðið þó nokkur. Til dæmis má nefna öflugt tjaldsvæði, matsölustaði, gistiheimili, fleiri markaði, skipulagðar göngur um fjöll og firnindi með leiðsögn og svo má lengi telja. Það góða við þessa þróun er að þó að eitt fyrirtæki fari halloka eða lendi í fjárhagslegum vandræðum þá verða hin ekki sérstaklega fyrir áhrifum af því og munu halda lífi. Ef Alcoa á Reyðarfirði fer á hausinn þá er þorri þeirra sem starfa við álverið eða í afleiddum störfum atvinnulaus. Því miður skil ég vel af hverju álver reis á Reyðarfirði. Ástæðan fyrir því að það reis var einfaldlega sú að Ísland og íslenskt samfélag líður fyrir áratuga stefnuleysi í atvinnuþróunarmálum, fyrirtækjarekstri og fyrirtækjamenningu. Það var aldrei búin til nein heildarstefna sem tók mið af fjölbreytileika í atvinnurekstri á landsvísu. Það var aldrei sett upp neitt sem hafði lengri líftíma en fjögur ár í þessum efnum, engin umhverfisstefna til langframa, engin stefna yfirhöfuð. Svo lengi sem þessu verður haldið áfram mun Ísland bara enda eins og enn eitt landið þar sem skammsýni stjórnmálamanna og vinsældaveiðar þeirra ráða ríkjum. Er þetta í alvöru það sem við viljum?
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun