Nissan Juke næstum vann Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2013 12:46 Það eru ekki margir bílarnir sem hafa Bugatti Veyron í spyrnu, en hann telst öflugasti fjöldaframleiddi bíll í heimi. Það eru þá helst breyttir bílar sem fengið hafa að gjöf allmörg viðbótarhestöflin. Það á einmitt við þennan Nissan Juke, sem er af R-gerð, en þeir eru með 545 hestafla rokk eins og fyrirfinnstí Nissan GT-R bílnum. Í þessum tiltekna Juke hefur þó bætt við sig 155 hestum og því samtals 700 hestöfl. Smíðaðir hafa verið aðeins 20 slíkir bílar. Hann er talsvert léttari en Bugatti Veyron bíllinn og því viðbúið að hann geti veitt honum nokkra keppni. Keppt var í einnar mílu spyrnu og kom Veyron bíllinn sjónarmun á undan yfir línuna, en Juke bíllinn hafði haft forystuna 99% leiðarinnar og náði miklu hraðara starti. Átök bílanna tveggja má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent
Það eru ekki margir bílarnir sem hafa Bugatti Veyron í spyrnu, en hann telst öflugasti fjöldaframleiddi bíll í heimi. Það eru þá helst breyttir bílar sem fengið hafa að gjöf allmörg viðbótarhestöflin. Það á einmitt við þennan Nissan Juke, sem er af R-gerð, en þeir eru með 545 hestafla rokk eins og fyrirfinnstí Nissan GT-R bílnum. Í þessum tiltekna Juke hefur þó bætt við sig 155 hestum og því samtals 700 hestöfl. Smíðaðir hafa verið aðeins 20 slíkir bílar. Hann er talsvert léttari en Bugatti Veyron bíllinn og því viðbúið að hann geti veitt honum nokkra keppni. Keppt var í einnar mílu spyrnu og kom Veyron bíllinn sjónarmun á undan yfir línuna, en Juke bíllinn hafði haft forystuna 99% leiðarinnar og náði miklu hraðara starti. Átök bílanna tveggja má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent