Ekki ofmælt að tala um að lygin viðhaldi stríðinu 7. mars 2013 11:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Það var hart tekist á á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, bað Sigmund Davíð Gunnlaugsson að gæta orða sinna í ræðustól þegar hann sagði að menn leyfðu sér að ljúga til þess að viðhalda stríði. Sjálfur varð hann undrandi þegar forseti þingsins bað hann um að gæta orða sinna. Sigmundur spurði hvað það var sem hann hefði sagt. „Að ljúga," svaraði Ásta Ragnheiður. Sigmundur svaraði um hæl: „Það var ekki ofmælt." Sigmundur Davíð var nokkuð harðorður í fyrr ræðu sinni þar sem hann sagði þingmenn setja aðra þingmenn í þá stöðu að svara þvættingi og lygum þegar tímanum væri betur varið í að ræða uppbyggingu atvinnulífs og skuldastöðu heimilanna. Þar vísaði hann til harðrar gagnrýni Vinstri grænna vegna tilkynningar sem Framsóknarflokkurinn sendi frá sér í gærdag varðandi stjórnarskrármálið. Meðal annars kom fram í tilkynningunni, sem mbl.is birti, að náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign mætti ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Svo var bætt við: „Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi." Álfheiður Ingadóttir gagnrýndi þetta með óbeinu eignarréttindin harðlega og kallaði ítrekað fram í fyrir Sigmundi þegar hann hélt ræðu sína, svo mikið raunar að Sigmundur bað forseta Alþingis um að tryggja sér hljóð á meðan hann talaði. Álfheiður kom seinna í ræðupúlt og gerði bloggfærslu Sigmundar Davíðs að umtalsefni, en þar sakar hann Vinstri græna um ósannindi og ofstopa og að hafa snúið algjörlega út úr þessum orðum sem fram koma í fyrrnefndri tilkynningu. Álfheiður sagði engan vafa á skilningi flokksins, og las upp úr tilkynningu Framsóknarflokksins sem birtist á mbl.is og sagði lítið svigrúm til þess að misskilja orð flokksins um að tryggja öðrum en þjóðinni óbeinan eignarrétt á auðlindum. Undir lokin var kosið um það hvort umræðum yrði framhaldið. Það var fellt, en sjö starfsdagar eru eftir af Alþingi. Rætt verður um 22 mál í dag. Þar á meðal um stjórn fiskveiða og Uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka og fjallað er ítarlega um í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Það var hart tekist á á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, bað Sigmund Davíð Gunnlaugsson að gæta orða sinna í ræðustól þegar hann sagði að menn leyfðu sér að ljúga til þess að viðhalda stríði. Sjálfur varð hann undrandi þegar forseti þingsins bað hann um að gæta orða sinna. Sigmundur spurði hvað það var sem hann hefði sagt. „Að ljúga," svaraði Ásta Ragnheiður. Sigmundur svaraði um hæl: „Það var ekki ofmælt." Sigmundur Davíð var nokkuð harðorður í fyrr ræðu sinni þar sem hann sagði þingmenn setja aðra þingmenn í þá stöðu að svara þvættingi og lygum þegar tímanum væri betur varið í að ræða uppbyggingu atvinnulífs og skuldastöðu heimilanna. Þar vísaði hann til harðrar gagnrýni Vinstri grænna vegna tilkynningar sem Framsóknarflokkurinn sendi frá sér í gærdag varðandi stjórnarskrármálið. Meðal annars kom fram í tilkynningunni, sem mbl.is birti, að náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign mætti ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Svo var bætt við: „Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi." Álfheiður Ingadóttir gagnrýndi þetta með óbeinu eignarréttindin harðlega og kallaði ítrekað fram í fyrir Sigmundi þegar hann hélt ræðu sína, svo mikið raunar að Sigmundur bað forseta Alþingis um að tryggja sér hljóð á meðan hann talaði. Álfheiður kom seinna í ræðupúlt og gerði bloggfærslu Sigmundar Davíðs að umtalsefni, en þar sakar hann Vinstri græna um ósannindi og ofstopa og að hafa snúið algjörlega út úr þessum orðum sem fram koma í fyrrnefndri tilkynningu. Álfheiður sagði engan vafa á skilningi flokksins, og las upp úr tilkynningu Framsóknarflokksins sem birtist á mbl.is og sagði lítið svigrúm til þess að misskilja orð flokksins um að tryggja öðrum en þjóðinni óbeinan eignarrétt á auðlindum. Undir lokin var kosið um það hvort umræðum yrði framhaldið. Það var fellt, en sjö starfsdagar eru eftir af Alþingi. Rætt verður um 22 mál í dag. Þar á meðal um stjórn fiskveiða og Uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka og fjallað er ítarlega um í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira