Björn Zoëga vissi af alvarlegu ástandi Landspítalans 7. mars 2013 14:13 Björn Zoëga segir að það hafi tekið tíma að vinda ofan af vanda Landspítalans. „Ég vissi þetta alveg," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, spurður út í viðtal við Huldu Gunnlaugsdóttur, fyrrverandi forstjóra spítalans, í norska dagblaðinu Aftenposten en þar sagði hún að staðan í hruninu hafi verið orðin svo grafalvarleg að spítalinn hafi ekki átt fyrir launum né lyfjum. Björn leysti Huldu af sem forstjóri í hruninu og segir að honum hafi verið fullkunnugt um ástandið. Hann segir að staðreyndin hafi einfaldlega verið sú að það var ekki til króna í ríkiskassanum, „og spítalinn skuldaði birgjum og fleirum út um allan bæ," bætir hann við. Spurður hvernig það hafi tekist að fyrirbyggja að ekki hafi farið verr svarar Björn því að fjölmargir hafi komið að málinu, meðal annars ráðherrar fjármála og heilbrigðis sem fóru í það að tryggja innkaup á lyfjum og að laun yrðu greidd út áfram. „Það voru margir sem komu að þessu, en það tók tíma af vinda ofan af þessu endanlega," segir Björn um vandann sem spítalinn glímdi við. Spurður hvort þetta hafi endurtekið sig eftir hrun, það er að segja þessi alvarlega staða, svarar Björn: „Eftir þetta lagði ég ofuráherslu á að við yrðum að standast fjárlögin svo við myndum ekki lenda í þessu aftur. Það höfum við gert síðustu ár." Björn segir þetta vissulega fjarlæga hugmynd og ríma illa við þá hugmynd sem almenningur hefur varðandi stöðugleika heilbrigðiskerfisins, „auðvitað er það svo, en þetta voru bara þannig tímar. Og svona var þetta líklega víðar," útskýrir Björn. Spurður hvort spítalinn sé enn að glíma við afleiðingar þessarar alvarlegu stöðu sem blasti við spítalanum veturinn 2008 segir Björn að spítalinn sé auðvitað enn að glíma við hrunið. „Það er búið að skera niður um 22 prósent hjá okkur síðan hrunið varð." Tengdar fréttir Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum Landspítalinn átti ekki pening til að greiða starfsmönnum laun eða kaupa lyf, segir Hulda Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi forstjóri Landspítalans. Hún var ráðinn forstjóri Landspítalans haustið 2008. Um það leyti sem bankakerfið á Íslandi hrundi. 7. mars 2013 11:38 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
„Ég vissi þetta alveg," segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, spurður út í viðtal við Huldu Gunnlaugsdóttur, fyrrverandi forstjóra spítalans, í norska dagblaðinu Aftenposten en þar sagði hún að staðan í hruninu hafi verið orðin svo grafalvarleg að spítalinn hafi ekki átt fyrir launum né lyfjum. Björn leysti Huldu af sem forstjóri í hruninu og segir að honum hafi verið fullkunnugt um ástandið. Hann segir að staðreyndin hafi einfaldlega verið sú að það var ekki til króna í ríkiskassanum, „og spítalinn skuldaði birgjum og fleirum út um allan bæ," bætir hann við. Spurður hvernig það hafi tekist að fyrirbyggja að ekki hafi farið verr svarar Björn því að fjölmargir hafi komið að málinu, meðal annars ráðherrar fjármála og heilbrigðis sem fóru í það að tryggja innkaup á lyfjum og að laun yrðu greidd út áfram. „Það voru margir sem komu að þessu, en það tók tíma af vinda ofan af þessu endanlega," segir Björn um vandann sem spítalinn glímdi við. Spurður hvort þetta hafi endurtekið sig eftir hrun, það er að segja þessi alvarlega staða, svarar Björn: „Eftir þetta lagði ég ofuráherslu á að við yrðum að standast fjárlögin svo við myndum ekki lenda í þessu aftur. Það höfum við gert síðustu ár." Björn segir þetta vissulega fjarlæga hugmynd og ríma illa við þá hugmynd sem almenningur hefur varðandi stöðugleika heilbrigðiskerfisins, „auðvitað er það svo, en þetta voru bara þannig tímar. Og svona var þetta líklega víðar," útskýrir Björn. Spurður hvort spítalinn sé enn að glíma við afleiðingar þessarar alvarlegu stöðu sem blasti við spítalanum veturinn 2008 segir Björn að spítalinn sé auðvitað enn að glíma við hrunið. „Það er búið að skera niður um 22 prósent hjá okkur síðan hrunið varð."
Tengdar fréttir Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum Landspítalinn átti ekki pening til að greiða starfsmönnum laun eða kaupa lyf, segir Hulda Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi forstjóri Landspítalans. Hún var ráðinn forstjóri Landspítalans haustið 2008. Um það leyti sem bankakerfið á Íslandi hrundi. 7. mars 2013 11:38 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum Landspítalinn átti ekki pening til að greiða starfsmönnum laun eða kaupa lyf, segir Hulda Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi forstjóri Landspítalans. Hún var ráðinn forstjóri Landspítalans haustið 2008. Um það leyti sem bankakerfið á Íslandi hrundi. 7. mars 2013 11:38
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir