Innlent

Hefur þú pung fyrir CCP?

"Telur þú þig hafa víkingablóð sem þar til að halda út þorrablót fram á morgun? Hefur þú magastyrk til þess að horfast í augu við kind og borða hana? Hefur þú punginn í það?"

Svona hljómar nýjasta auglýsing tölvuleikjafyrirtækisins CCP. Hægt er að horfa á auglýsinguna í spilaranum hér fyrir ofan en óhætt er að segja að krásir íslenskrar matarhefðar séu í aðahlutverki.

Hér má m.a. sjá nýjan danskan starfsmann fyrirtækisins tekin á ekta íslenskt Þorrablót þar sem hann fær að smakka hákarl og brennivín. Íslenski bókstafurinn Þ fær líka sitt pláss (enda Ð æðið frá því í fyrra löngu búið) og farið er ofan í sögu þess hvernig íslenska sauðkindinn hélt lífi í íslensku þjóðinni í gegnum kalda vetur, hungursneiðir og náttúruhamfarir.

Myndbandið er framleitt og gert af CCP, og innihleldur starfsfólk fyrirtækisins í öllum aðahlutverkum. Ólafur Darri Ólafsson sér um lesturinn.

Um jólin gaf tölvuleikjafyrirtækið CCP út myndbandið EVE Online: Holiday Celebration Trailer þar sem farið var yfir tilurð þeirra og sögu íslensku jólaveinanna, ásamt því að gera nokkrum prakkastrikum þeirra skil. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Myndbandið var gert í þeim tilgangi að auglýsa jólagjafir CCP til handa spilurum í tölvuleiknum EVE Online, m.a. snjóboltabyssu og flugelda til notkunar í leiknum, og féll vel í kramið hjá bæði spilurum og öðrum þeim sem sáu myndbandið víðs vegar um Internetið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×