Xenon ljós að víkja fyrir LED ljósum Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2013 10:30 LED ljós á bíl Líklegt er að innan fárra ára muni enginn bílaframleiðandi vera með Xenon ljós í bílum sínum og þeim hafi öllum verið skipt út fyrir LED ljósum. Þetta hefði mörgum þótt óhugsandi fyrir örfáum árum. Þróunin hefur verið mjög hröð og lúxusbílaframleiðendurnir hafa leitt brautina, en sífellt fleiri ódýrari bílar skarta nú LED ljósum. LED ljós er ódýrari í framleiðslu en Xenon ljós, þau eru að auki bjartari og gefa fleiri möguleika í lýsingu, meðal annars innan í bílunum. Auk þess hafa þau miklu betri endingu, geta verið minni og viðbragðtími þeirra er styttri. LED ljós hafa verið kölluð díóðuljós á okkar ylhýra. LED ljós hafa ekki enn verið notuð í híbýlalýsingu, til þess eru þau of dýr og krefjast meiri kælingar en hefðbundin heimilislýsing sem þekkist í dag. Lítil LED ljós eru hinsvegar mikið notuð í sjónvörpum, DVD spilurum og öðrum heimilistækjum. Litur LED ljósa fer eftir bylgjulengd díóðanna sem í þeim eru. Þau sáust fyrst árið 1962 en voru ekki notuð í bíla fyrr en miklu síðar. Japanir hafa leitt þróun LED lýsingar en framleiðsla þeirra hefur tvöfaldast á þriggja ára fresti allt frá því þau fyrst komu fram á sjónarsviðið. Hvað tekur við af LED ljósum er hinsvegar allsendis óljóst, en kannski verður það lasertækni. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Líklegt er að innan fárra ára muni enginn bílaframleiðandi vera með Xenon ljós í bílum sínum og þeim hafi öllum verið skipt út fyrir LED ljósum. Þetta hefði mörgum þótt óhugsandi fyrir örfáum árum. Þróunin hefur verið mjög hröð og lúxusbílaframleiðendurnir hafa leitt brautina, en sífellt fleiri ódýrari bílar skarta nú LED ljósum. LED ljós er ódýrari í framleiðslu en Xenon ljós, þau eru að auki bjartari og gefa fleiri möguleika í lýsingu, meðal annars innan í bílunum. Auk þess hafa þau miklu betri endingu, geta verið minni og viðbragðtími þeirra er styttri. LED ljós hafa verið kölluð díóðuljós á okkar ylhýra. LED ljós hafa ekki enn verið notuð í híbýlalýsingu, til þess eru þau of dýr og krefjast meiri kælingar en hefðbundin heimilislýsing sem þekkist í dag. Lítil LED ljós eru hinsvegar mikið notuð í sjónvörpum, DVD spilurum og öðrum heimilistækjum. Litur LED ljósa fer eftir bylgjulengd díóðanna sem í þeim eru. Þau sáust fyrst árið 1962 en voru ekki notuð í bíla fyrr en miklu síðar. Japanir hafa leitt þróun LED lýsingar en framleiðsla þeirra hefur tvöfaldast á þriggja ára fresti allt frá því þau fyrst komu fram á sjónarsviðið. Hvað tekur við af LED ljósum er hinsvegar allsendis óljóst, en kannski verður það lasertækni.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent