Schumacher haldið sofandi | Berst fyrir lífi sínu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2013 10:19 Nordic Photos / Getty Images Læknar Michael Schumacher í Frakklandi segja að hann sé með alvarlega áverka á heila eftir skíðaslys í gærmorgun. Hann gekkst undir aðgerð en er enn í lífshættu. Schumacher er haldið sofandi á gjörgæslu. „Michael Schumacher hlaut mjög alvarlega áverka. Ástand hans var slæmt þegar hann kom á sjúkrahúsið og missti meðvitund stuttu síðar,“ sagði talsmaður sjúkrahússins í Grenoble í Frakklandi á blaðamannafundi í morgun. Ákveðið var að framkvæma aðgerð á Schumacher þar sem í ljós kom að hann hafði mikla áverka á heila. Aðgerðin heppnaðist vel en Schumacher er þó enn í lífshættu og nú haldið sofandi á gjörgæslu. Læknar Schumacher vildu ekki leggja mat á batahorfur hans að svo stöddu og sögðu ómögulegt að gera það nú. „Hann er að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Jean-Francois Payden, einn læknanna á sjúkrahúsinu. „Ástand hans er alvarlegt en við erum aðeins að taka fyrir eina klukkustund í einu.“ „Slysið gerðist á réttum stað því hann var fluttur umsvifalaust á sjúkrahús og gekkst strax undir aðgerð. Nú er búið að gera allt sem þurfti að gera en það er of snemmt að segja til um batahorfur. Það eina sem við getum gert er að bíða.“ Schumacher var með hjálm þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var þá að skíða utan brautar með fjórtán ára syni sínum. Líklegt er að hann hafi verið á miklum hraða. Michael Schumacher er 44 ára gamall og sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi. Hann varð sjö sinnum heimsmeistari og sló fjölmörg met á löngum og farsælum ferli. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Læknar Michael Schumacher í Frakklandi segja að hann sé með alvarlega áverka á heila eftir skíðaslys í gærmorgun. Hann gekkst undir aðgerð en er enn í lífshættu. Schumacher er haldið sofandi á gjörgæslu. „Michael Schumacher hlaut mjög alvarlega áverka. Ástand hans var slæmt þegar hann kom á sjúkrahúsið og missti meðvitund stuttu síðar,“ sagði talsmaður sjúkrahússins í Grenoble í Frakklandi á blaðamannafundi í morgun. Ákveðið var að framkvæma aðgerð á Schumacher þar sem í ljós kom að hann hafði mikla áverka á heila. Aðgerðin heppnaðist vel en Schumacher er þó enn í lífshættu og nú haldið sofandi á gjörgæslu. Læknar Schumacher vildu ekki leggja mat á batahorfur hans að svo stöddu og sögðu ómögulegt að gera það nú. „Hann er að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Jean-Francois Payden, einn læknanna á sjúkrahúsinu. „Ástand hans er alvarlegt en við erum aðeins að taka fyrir eina klukkustund í einu.“ „Slysið gerðist á réttum stað því hann var fluttur umsvifalaust á sjúkrahús og gekkst strax undir aðgerð. Nú er búið að gera allt sem þurfti að gera en það er of snemmt að segja til um batahorfur. Það eina sem við getum gert er að bíða.“ Schumacher var með hjálm þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var þá að skíða utan brautar með fjórtán ára syni sínum. Líklegt er að hann hafi verið á miklum hraða. Michael Schumacher er 44 ára gamall og sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi. Hann varð sjö sinnum heimsmeistari og sló fjölmörg met á löngum og farsælum ferli.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira