Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, verður ekki meira með FH-liðinu í Olís-deild karla í handbolta á þessu tímabili og því hafa FH-ingar þurft að fá til sín markvörð í hans stað.
FH-ingar leituðu ekki langt yfir skammt því þeir hafa náð samkomulag við Handknattleiksdeild ÍH um félagsskipti Sigurðar Arnar Arnarssonar markvarðar ÍH.
ÍH-ingar sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem þeir vilja leiðrétta fyrstu frétt sem kom á handbolti.org í gær um að Sigurður hafi verið „kallaður” aftur í FH enda var leikmaðurinn með fastan samning hjá ÍH.
Sigurður mun í ljósi þessara félagsskipta ekki spila með ÍH-ingum í kvöld gegn FH í sextán liða úrslitum CocaCola-Bikarsins, að kröfu FH.
„Sigurður hefur verið einn af betri mönnum ÍH á tímabilinu og það er enginn vafi á því að hann mun standa sig enn og aftur vel í Olísdeildinni," segir í fréttatilkynningunni frá ÍH.
FH-ingar fá markvörð ÍH til að leysa Daníel af
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn


„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn