Innlent

Starf útvarpsstjóra auglýst

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/365
Starf útvarpsstjóra hefur verið auglýst laust til umsóknar. Auglýsingin birtist í dag, meðal annars í atvinnuauglýsingum á Vísi. Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar næstkomandi.

Útvarpsstjóri hefur það hlutverk að framfylgja stefnu stjórnar Ríkisútvarpsins og gæta hagsmuna þess í hvívetna að því er fram kemur í auglýsingunni. Hann starfar í umboði stjórnarinnar og er leiðtogi starfsfólks Ríkisútvarpsins.

Í stöðina er ráðið til fimm ára og skal viðkomandi uppfylla skilyrði laga um Ríkisútvarpið um hæfni. Þær menntunar -og hæfniskröfur sem farið er fram á eru háskólamenntun sem nýtist í starfi, leiðtogahæfileikar, stjórnunar- og rekstrarreynsla og reynsla af stefnumótun og innleiðingu í starfið.

Umsókn um starf útvarpsstjóra skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Á síðari stigum ráðningarferlisins er gert ráð fyrir að umsækjendur kynni sínar hugmyndir um framtíð Ríkisútvarpsins og hlutverk þess.

Í stöðina er ráðið til fimm ára og skal viðkomandi uppfylla skilyrði laga um Ríkisútvarpið um hæfni. Þær menntunar -og hæfniskröfur sem farið er fram á eru háskólamenntun sem nýtist í starfi, leiðtogahæfileikar, stjórnunar- og rekstrarreynsla og reynsla af stefnumótun og innleiðingu í starfið.

Umsókn um starf útvarpsstjóra skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Á síðari stigum ráðningarferlisins er gert ráð fyrir að umsækjendur kynni sínar hugmyndir um framtíð Ríkisútvarpsins og hlutverk þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×