Citroën fjölgar lúxusbílunum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2013 10:43 Citroën hefur verið þekktara fyrir framleiðslu minni og ódýrari bíla. Frá því að fyrirtækið kynnti DS-línu sína árið 2010 með komu DS3 bílsins kveður talsvert við annan tón hjá Citroën og stefnan hefur greinilega verið tekin í átt að lúxusbílum. Citroën er nú að smíða millistærðar lúxusbíl sem fær nafnið DS 5LS. Hann verður í fyrstu markaðssettur í Kína, en þar er mikil eftirspurn eftir slíkum bílum. Ekki er ljóst hvenær sala hans hefst í Evrópu. Þessi nýi bíll er á stærð við Mercedes Benz C-Class, en þó er lengra milli öxla á DS 5LS. Bíllinn er hlaðinn lúxus, harðviðið og leðri, framsætin er með nuddi og aftursætin stillanleg. Vélarnar sem í boði verða í DS 5LS eru 1,6 og 2,0 lítra forþjöppuvélar og þær tengjast 6 gíra sjálfskiptingu. Citroën hyggst einnig bjóða nýjan jeppling í Kína á næsta ári og greinilegt er að Citroën horfir mjög til stærsta bílamarkaðar heims í Kína þessa dagana, en á meðan er sala Citroën bíla dræm í Evrópu.Snotur að innan. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Citroën hefur verið þekktara fyrir framleiðslu minni og ódýrari bíla. Frá því að fyrirtækið kynnti DS-línu sína árið 2010 með komu DS3 bílsins kveður talsvert við annan tón hjá Citroën og stefnan hefur greinilega verið tekin í átt að lúxusbílum. Citroën er nú að smíða millistærðar lúxusbíl sem fær nafnið DS 5LS. Hann verður í fyrstu markaðssettur í Kína, en þar er mikil eftirspurn eftir slíkum bílum. Ekki er ljóst hvenær sala hans hefst í Evrópu. Þessi nýi bíll er á stærð við Mercedes Benz C-Class, en þó er lengra milli öxla á DS 5LS. Bíllinn er hlaðinn lúxus, harðviðið og leðri, framsætin er með nuddi og aftursætin stillanleg. Vélarnar sem í boði verða í DS 5LS eru 1,6 og 2,0 lítra forþjöppuvélar og þær tengjast 6 gíra sjálfskiptingu. Citroën hyggst einnig bjóða nýjan jeppling í Kína á næsta ári og greinilegt er að Citroën horfir mjög til stærsta bílamarkaðar heims í Kína þessa dagana, en á meðan er sala Citroën bíla dræm í Evrópu.Snotur að innan.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent