Hagar í mál við ríkið vegna ofurtolla Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. desember 2013 09:00 Páll Rúnar M. Kristjánsson er lögmaður Haga. „Samningar sem þessir eru ekki gerðir til að vernda sérhagsmuni einstakra lögaðila innan aðildarríkjanna. Samningar sem þessir eru gerðir með það að leiðarljósi að tryggja hagsmuni almennings. Það er gert með því að opna fyrir innflutning á vörum erlendis frá og opna markaði erlendis fyrir innlenda framleiðslu.” segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga sem hafa stefnt íslenska ríkinu til að láta reyna á lögmæti þess að leggja ofurtolla á innflutt matvæli.Markmið að tryggja hagsæld og réttindi neytenda Í samtali við Vísi segir Páll Rúnar að ríkið hafi tekið á sig margvíslegar alþjóðlegar skuldbindingar þess efnis að opna fyrir alþjóðleg viðskipti með ákveðnar matvörur til og frá Íslandi. Megi þar nefna aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og samningum á þeim vettvangi. Í því felist m.a. að Ísland hefur skuldbundið sig til að leyfa innflutning á ákveðnum matvælum til Íslands og stuðla að því að virk samkeppni verði á markaði með þær vörur. Markmið þessa samstarfs er að tryggja hagsæld og réttindi neytenda. Þrátt fyrir þetta hefur innflutningur á ákveðnum tegundum matvæla, til dæmis kjöti og ostum, vart verið mælanlegur hér á landi og tollar mjög háir. Félag atvinnurekenda ásamt öðrum hafa talið að í þessu felist samningsbrot af hálfu íslenska ríkisins gagnvart WTO skuldbindingum sem og EES samningnum. Þá hafa aðrir aðilar, til að mynda Samkeppniseftirlitið, bent á þau miklu og neikvæðu áhrif sem núverandi fyrirkomulag hefur fyrir neytendur og hvatt til þess að opnað verði fyrir þennan innflutning. Lítið hefur hins vegar áunnist í þessum efnum. Nú er svo komið að Hagar ætla að láta reyna á lögmæti þessa fyrirkomulags fyrir dómi og hafa því stefnt íslenska ríkinu.Reyna á lögmæti ofurtolla Páll Rúnar segir að tilgangurinn með málsókn Haga sé að láta reyna á lögmæti þeirra ofurtolla sem lagðir eru á innflutning á ákveðnum matvælum. Þessi gjaldtaka gerir það að verkum að innflutningsaðilar geta ekki komið ódýrari vörum til neytenda og er því atvinnufrelsi þeirra verulega skert að mati Haga. Tollarnir valda því einnig að verð á þessu matvælum eru umtalsvert hærra en það annars væri. Vinnist málið megi hins vegar búast við því að látið verði af þessari gjaldtöku og rýmkað fyrir innflutningi. Það mun skila sér í töluvert lægra matvælaverði til neytenda. Þá muni þetta hafa það í för með sér að matarkarfa heimilsins lækkar mikið með tilheyrandi lækkun á vísitölu neysluverðs og þá verðbólgu.Fórna fjárhagslegum hagsmunum almennings Páll Rúnar segir að um sé að ræða nokkuð umfangsmikið mál þar sem látið er reyna á það hvort að þessi gjaldtaka standist ákvæði stjórnarskrár og þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands. Einn þáttur málsins snýr að því hvort að það sé í raun heimilt að fórna fjárhagslegum hagsmunum almennings með þeim hætti sem gert er. „Með því að vanefna þessar skuldbindingar með þeim hætti sem gert er er því fyrst og síðast verið að skaða neytendur. Fólk borgar hærra verð sem veldur meiri verðbólgu sem hækkar skuldir. Vinnist málið verður það mikill sigur fyrir neytendur sem munu fá ódýrari og fjölbreyttari matvæli, minni verðbólgu og virka samkeppni. Það er verið að taka þennan slag fyrir neytendur,“ bætir Páll við. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
„Samningar sem þessir eru ekki gerðir til að vernda sérhagsmuni einstakra lögaðila innan aðildarríkjanna. Samningar sem þessir eru gerðir með það að leiðarljósi að tryggja hagsmuni almennings. Það er gert með því að opna fyrir innflutning á vörum erlendis frá og opna markaði erlendis fyrir innlenda framleiðslu.” segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga sem hafa stefnt íslenska ríkinu til að láta reyna á lögmæti þess að leggja ofurtolla á innflutt matvæli.Markmið að tryggja hagsæld og réttindi neytenda Í samtali við Vísi segir Páll Rúnar að ríkið hafi tekið á sig margvíslegar alþjóðlegar skuldbindingar þess efnis að opna fyrir alþjóðleg viðskipti með ákveðnar matvörur til og frá Íslandi. Megi þar nefna aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og samningum á þeim vettvangi. Í því felist m.a. að Ísland hefur skuldbundið sig til að leyfa innflutning á ákveðnum matvælum til Íslands og stuðla að því að virk samkeppni verði á markaði með þær vörur. Markmið þessa samstarfs er að tryggja hagsæld og réttindi neytenda. Þrátt fyrir þetta hefur innflutningur á ákveðnum tegundum matvæla, til dæmis kjöti og ostum, vart verið mælanlegur hér á landi og tollar mjög háir. Félag atvinnurekenda ásamt öðrum hafa talið að í þessu felist samningsbrot af hálfu íslenska ríkisins gagnvart WTO skuldbindingum sem og EES samningnum. Þá hafa aðrir aðilar, til að mynda Samkeppniseftirlitið, bent á þau miklu og neikvæðu áhrif sem núverandi fyrirkomulag hefur fyrir neytendur og hvatt til þess að opnað verði fyrir þennan innflutning. Lítið hefur hins vegar áunnist í þessum efnum. Nú er svo komið að Hagar ætla að láta reyna á lögmæti þessa fyrirkomulags fyrir dómi og hafa því stefnt íslenska ríkinu.Reyna á lögmæti ofurtolla Páll Rúnar segir að tilgangurinn með málsókn Haga sé að láta reyna á lögmæti þeirra ofurtolla sem lagðir eru á innflutning á ákveðnum matvælum. Þessi gjaldtaka gerir það að verkum að innflutningsaðilar geta ekki komið ódýrari vörum til neytenda og er því atvinnufrelsi þeirra verulega skert að mati Haga. Tollarnir valda því einnig að verð á þessu matvælum eru umtalsvert hærra en það annars væri. Vinnist málið megi hins vegar búast við því að látið verði af þessari gjaldtöku og rýmkað fyrir innflutningi. Það mun skila sér í töluvert lægra matvælaverði til neytenda. Þá muni þetta hafa það í för með sér að matarkarfa heimilsins lækkar mikið með tilheyrandi lækkun á vísitölu neysluverðs og þá verðbólgu.Fórna fjárhagslegum hagsmunum almennings Páll Rúnar segir að um sé að ræða nokkuð umfangsmikið mál þar sem látið er reyna á það hvort að þessi gjaldtaka standist ákvæði stjórnarskrár og þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands. Einn þáttur málsins snýr að því hvort að það sé í raun heimilt að fórna fjárhagslegum hagsmunum almennings með þeim hætti sem gert er. „Með því að vanefna þessar skuldbindingar með þeim hætti sem gert er er því fyrst og síðast verið að skaða neytendur. Fólk borgar hærra verð sem veldur meiri verðbólgu sem hækkar skuldir. Vinnist málið verður það mikill sigur fyrir neytendur sem munu fá ódýrari og fjölbreyttari matvæli, minni verðbólgu og virka samkeppni. Það er verið að taka þennan slag fyrir neytendur,“ bætir Páll við.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira