Innlent

Miðborgin full af ferðamönnum en nánast allt lokað

Jón Júlíus Karlsson skrifar
„Við ætlum að sjá norðurljósin í kvöld,“ sögðu margir þeirra ferðamanna sem fréttastofa hitti í miðbænum í dag. Lokað er í nær öllum verslunum og á veitingastöðum á jóladegi og lítið við að vera fyrir fjölmarga ferðamenn sem eyða jólunum á Íslandi. Mikið hefur verið að gera í þeim hverfisverslunum sem eru opnar í dag.

Það var kuldalegt um að lítast í miðbænum í dag. Þeir sem voru á ferli voru aðallega ferðamenn í leit að krá, veitingastað eða opnum verslunum. Fréttastofa hitti nokkra erlenda ferðamenn í miðborginni í dag sem kvörtuðu ekki þó allt væri lokað.

Á Café Paris var einnig nóg að gera enda einn af fáum veitingastöðum sem var opinn í dag. Sömu sögu var að segja af Pétursbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Nánar í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×