Range Rover Sport 4x4 bíll ársins Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2013 14:45 Range Rover Sport Nýjasti bíll Land Rover, Range Rover Sport hefur verið valinn besti fjórhjóladrifni bíll heims af bílatímaritinu Four Wheeler. Á lokametrum valsins atti hann kappi við bílana Jeep Grand Cherokee Limited, Jeep Cherokee Trailhawk, Toyota 4Runner og Dodge Durango Limited. Þetta er í þriðja sinn sem Range Rover hefur verið valinn fjórhjóladrifsbíll ársins af Four Wheeler. Prófanir á bílunum tóku 5 daga og var hverjum og einum þeirra ekið ríflega 1.600 kílómetra. Dómarar í valinu kunnu vel að meta 510 hestafla vélina í Range Rover Sport, glæsilega innréttingu hans, 30 sentimetra lægsta punkt bílsins, 25-28 cm slaglengd á hverju hjóli og það að bíllinn er aðeins 5 sekúndur í hundraðið. Bíllinn fær hreint ótrúlega dóma og áttu reynsluökumenn vart orð til að lýsa gæðum hans. Alls ekki slæm innréttingin. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Nýjasti bíll Land Rover, Range Rover Sport hefur verið valinn besti fjórhjóladrifni bíll heims af bílatímaritinu Four Wheeler. Á lokametrum valsins atti hann kappi við bílana Jeep Grand Cherokee Limited, Jeep Cherokee Trailhawk, Toyota 4Runner og Dodge Durango Limited. Þetta er í þriðja sinn sem Range Rover hefur verið valinn fjórhjóladrifsbíll ársins af Four Wheeler. Prófanir á bílunum tóku 5 daga og var hverjum og einum þeirra ekið ríflega 1.600 kílómetra. Dómarar í valinu kunnu vel að meta 510 hestafla vélina í Range Rover Sport, glæsilega innréttingu hans, 30 sentimetra lægsta punkt bílsins, 25-28 cm slaglengd á hverju hjóli og það að bíllinn er aðeins 5 sekúndur í hundraðið. Bíllinn fær hreint ótrúlega dóma og áttu reynsluökumenn vart orð til að lýsa gæðum hans. Alls ekki slæm innréttingin.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira