Lífið

Joan Fontaine lést á sunnudag

Ugla Egilsdóttir skrifar
Þessi mynd er úr áheyrnarprufu Joan Fontaine fyrir kvikmyndina Rebecca.
Þessi mynd er úr áheyrnarprufu Joan Fontaine fyrir kvikmyndina Rebecca.
Leikkonan Joan Fontaine lést síðasta sunnudag, 96 ára að aldri. Leikferill hennar spannar sex áratugi.

Hún lék meðal annars aðalhlutverkið í myndinni Rebecca eftir skáldsögu Dapne du Maurier. Myndin var fyrsta kvikmyndin sem Alfred Hitchcock gerði í Bandaríkjunum.

Joan fékk þrjár tilnefningar til Óskarsverðlaunanna á ferlinum og vann einu sinni.

Hún var systir Olivia de Havilland (sem lék meðal annars í Gone With the Wind). Olivia var sögð uppáhald foreldra sinna, sem olli því að stöðugur rígur var á milli systranna.

Joan skipti um eftirnafn, því foreldrarnir vildu ekki að systurnar notuðu sama eftirnafn á leikkonuferlinum.

Eitt árið voru þær báðar tilnefndar í sama flokki til Óskarsverðlaunanna, Olivia fyrir Hold Back the Dawn, og Joan fyrir Suspicion.

Joan hafði betur það kvöldið, en síðar vann Oliva tvenn Óskarsverðlaun. Þær systur eru einu systkinin sem hafa fengið Óskarsverðlaunin fyrir aðalhlutverk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.