Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 29-24 | Enn tapar HK Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 14. nóvember 2013 10:49 FH vann fínan sigur á HK, 29-24, í Olís-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásbjörn Friðriksson var frábær í liði FH og skoraði 10 mörk. Daníel Freyr Andrésson var einnig magnaður í liði FH og varði 23 skot. HK-ingar byrjuðu leikinn ágætlega og voru greinilega ákveðnir í að ná í sinn fyrsta sigur í kvöld. FH komst samt sem áður í 2-1 í leiknum en það var einhver neisti í HK-ingum sem ekki hefur sést í vetur, ekki síðan liðið náði í jafntefli gegn FH í fyrstu umferð. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 5-2 fyrir FH og þá fóru gestirnir í gang og aðeins nokkrum mínútum síðar munaði aðeins einu marki á liðunum, 6-5, FH í vil. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan síðan orðin jöfn 8-8 og það verður að segjast á þeim tímapunkti leit FH-liðið ekki vel út. Heimamenn hrukku aftur á móti í gang undir lok hálfleiksins og leiddu í hálfleik 13-10. Það tók HK-inga fimm mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum þegar Atli Karl Bachmann kom boltanum loks í netið en þá var staðan orðin 14-11. Byrjun HK gaf til kynna að liðið væri komið að einhverskonar endastöð í leiknum. Þegar rúmlega fimmtán mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 17-12 og útlitið virkilega dökkt fyrir gestina. HK-ingar sýndu á köflum baráttu í sínum leik en leikmenn liðsins vantar bara töluvert uppá í reynslubankann. FH vann að lokum þægilegan sigur 29-24. FH er í efsta sæti deildarinnar, tímabundið í það minnsta, með 11 stig en HK sem fyrr á botninum með 1 stig. Ásbjörn: Sóknarleikur okkar að koma til„Þeir ná að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum og við kannski hleyptum þeim of mikið inn í leikinn,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, markahæsti leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. „Manni fannst eins og við værum samt alltaf með þennan leik. Það kom aldrei til greina að tapa stigum í kvöld. Við gerðum jafntefli við HK í fyrstu umferð og það stig hefur reynst okkur dýrkeypt.“ „Sóknarleikur liðsins á tímabilinu hefur kannski verið örlítið hægari en undanfarinn ár og það er hlutur sem við erum að vinna í. Við vinnum samt alla leiki á góðri vörn og markvörslu.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásbjörn hér að ofan. Samúel: Strákarnir leggja sig alltaf fram og gefast aldrei upp„Þetta var bara jafn leikur og mér fannst við sýna mikla baráttu allan tímann,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Það voru fullt af jákvæðum punktum í okkar leik í kvöld, það er stemning í strákunum en þetta féll ekki með okkur í dag.“ „Það gekk ýmislegt á hér í kvöld. Við vorum óheppnir með brotrekstra, held að við höfum farið sex sinnum útaf vellinum og FH-ingar aðeins einu sinn. Ég ætla samt ekki að kenna dómurunum um þetta tap.“ „Það eina sem maður getur krafist af þessum strákum er að þeir leggi sig alltaf 100% fram og gefist aldrei upp.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Samúel hér. Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Sjá meira
FH vann fínan sigur á HK, 29-24, í Olís-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Ásbjörn Friðriksson var frábær í liði FH og skoraði 10 mörk. Daníel Freyr Andrésson var einnig magnaður í liði FH og varði 23 skot. HK-ingar byrjuðu leikinn ágætlega og voru greinilega ákveðnir í að ná í sinn fyrsta sigur í kvöld. FH komst samt sem áður í 2-1 í leiknum en það var einhver neisti í HK-ingum sem ekki hefur sést í vetur, ekki síðan liðið náði í jafntefli gegn FH í fyrstu umferð. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 5-2 fyrir FH og þá fóru gestirnir í gang og aðeins nokkrum mínútum síðar munaði aðeins einu marki á liðunum, 6-5, FH í vil. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan síðan orðin jöfn 8-8 og það verður að segjast á þeim tímapunkti leit FH-liðið ekki vel út. Heimamenn hrukku aftur á móti í gang undir lok hálfleiksins og leiddu í hálfleik 13-10. Það tók HK-inga fimm mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum þegar Atli Karl Bachmann kom boltanum loks í netið en þá var staðan orðin 14-11. Byrjun HK gaf til kynna að liðið væri komið að einhverskonar endastöð í leiknum. Þegar rúmlega fimmtán mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 17-12 og útlitið virkilega dökkt fyrir gestina. HK-ingar sýndu á köflum baráttu í sínum leik en leikmenn liðsins vantar bara töluvert uppá í reynslubankann. FH vann að lokum þægilegan sigur 29-24. FH er í efsta sæti deildarinnar, tímabundið í það minnsta, með 11 stig en HK sem fyrr á botninum með 1 stig. Ásbjörn: Sóknarleikur okkar að koma til„Þeir ná að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum og við kannski hleyptum þeim of mikið inn í leikinn,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, markahæsti leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. „Manni fannst eins og við værum samt alltaf með þennan leik. Það kom aldrei til greina að tapa stigum í kvöld. Við gerðum jafntefli við HK í fyrstu umferð og það stig hefur reynst okkur dýrkeypt.“ „Sóknarleikur liðsins á tímabilinu hefur kannski verið örlítið hægari en undanfarinn ár og það er hlutur sem við erum að vinna í. Við vinnum samt alla leiki á góðri vörn og markvörslu.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásbjörn hér að ofan. Samúel: Strákarnir leggja sig alltaf fram og gefast aldrei upp„Þetta var bara jafn leikur og mér fannst við sýna mikla baráttu allan tímann,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Það voru fullt af jákvæðum punktum í okkar leik í kvöld, það er stemning í strákunum en þetta féll ekki með okkur í dag.“ „Það gekk ýmislegt á hér í kvöld. Við vorum óheppnir með brotrekstra, held að við höfum farið sex sinnum útaf vellinum og FH-ingar aðeins einu sinn. Ég ætla samt ekki að kenna dómurunum um þetta tap.“ „Það eina sem maður getur krafist af þessum strákum er að þeir leggi sig alltaf 100% fram og gefist aldrei upp.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Samúel hér.
Olís-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti