Forstjóranum sparkað með vænum starfslokasamningi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2013 10:01 Magni Arge, fráfarandi forstjóri Atlantic Airways, í viðtali við Stöð 2 á flugvellinum í Vogum fyrr á þessu ári. Mynd/Baldur Hrafnkell, Stöð 2. Óvænt brotthvarf Magna Arge úr forstjórastól flugfélagsins Atlantic Airways um helgina skekur nú Færeyjar. Danskur fjölmiðill fullyrðir að Landsstjórn Færeyja hafi samþykkt að Magni yrði rekinn og hann fái 150 milljóna króna starfslokasamning. Magni Arge hefur stýrt þjóðarflugfélagi Færeyinga undanfarin átján ár en jafnframt verið einn helsti áhrifamaður færeysks atvinnulífs, meðal annars formaður samtaka olíuiðnaðarins. Hann hafði forystu fyrir kaupum Færeyinga á þremur Airbus A319 þotum en samhliða var ráðist í stækkun flugvallarins í Vogum og byggingu nýrrar flugstöðvar. Á sunnudag fengu Færeyingar þau óvæntu tíðindi að Magni væri hættur, og sagt að stjórn félagsins og hann hefðu komist að samkomulagi um starfslok. Danska ferðatímaritið Travel People sagði hins vegar í netmiðli sínum að Magni hafi verið rekinn á laugardagskvöld, brotthvarf hans hafi verið dramatískt og gert með samþykki Landsstjórnar Færeyja, sem fer með 65 prósenta hlut í flugfélaginu. Brottrekstur forstjórans er meðal annars rakinn til árekstra milli hans og stjórnarformanns. Sagt er að eitt af fyrstu verkefnum nýs forstjóra verði að losa sig við að minnsta kosti eina af nýju þotunum. Fullyrðir danska blaðið að Magni fái sjö milljóna starfslokasamning, jafnvirði 150 milljóna íslenskra króna, - aðrar fréttir segja að hann fái helmingi minna. Stjórnarformaðurinn hefur nú brugðist við þessum fréttum og sagt að Magni fái tvenn árslaun greidd, en vill vegna trúnaðar ekki greina nánar frá starfslokasamningnum.Magna Arge og Airbus A319-þotu Færeyinga fagnað á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012.Magni Arge er velþekktur í íslenska flug- og ferðageiranum, og í fyrra fór hann þess á leit að fá að nota nýju þoturnar í áætlunarflugi til Reykjavíkurflugvallar. Í vor skýrði hann frá því í viðtali á Stöð 2 að hann hefði ekkert svar fengið frá íslenskum yfirvöldum og yrði hugsanlega að flytja Færeyjaflugið til Keflavíkur. Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Óvænt brotthvarf Magna Arge úr forstjórastól flugfélagsins Atlantic Airways um helgina skekur nú Færeyjar. Danskur fjölmiðill fullyrðir að Landsstjórn Færeyja hafi samþykkt að Magni yrði rekinn og hann fái 150 milljóna króna starfslokasamning. Magni Arge hefur stýrt þjóðarflugfélagi Færeyinga undanfarin átján ár en jafnframt verið einn helsti áhrifamaður færeysks atvinnulífs, meðal annars formaður samtaka olíuiðnaðarins. Hann hafði forystu fyrir kaupum Færeyinga á þremur Airbus A319 þotum en samhliða var ráðist í stækkun flugvallarins í Vogum og byggingu nýrrar flugstöðvar. Á sunnudag fengu Færeyingar þau óvæntu tíðindi að Magni væri hættur, og sagt að stjórn félagsins og hann hefðu komist að samkomulagi um starfslok. Danska ferðatímaritið Travel People sagði hins vegar í netmiðli sínum að Magni hafi verið rekinn á laugardagskvöld, brotthvarf hans hafi verið dramatískt og gert með samþykki Landsstjórnar Færeyja, sem fer með 65 prósenta hlut í flugfélaginu. Brottrekstur forstjórans er meðal annars rakinn til árekstra milli hans og stjórnarformanns. Sagt er að eitt af fyrstu verkefnum nýs forstjóra verði að losa sig við að minnsta kosti eina af nýju þotunum. Fullyrðir danska blaðið að Magni fái sjö milljóna starfslokasamning, jafnvirði 150 milljóna íslenskra króna, - aðrar fréttir segja að hann fái helmingi minna. Stjórnarformaðurinn hefur nú brugðist við þessum fréttum og sagt að Magni fái tvenn árslaun greidd, en vill vegna trúnaðar ekki greina nánar frá starfslokasamningnum.Magna Arge og Airbus A319-þotu Færeyinga fagnað á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012.Magni Arge er velþekktur í íslenska flug- og ferðageiranum, og í fyrra fór hann þess á leit að fá að nota nýju þoturnar í áætlunarflugi til Reykjavíkurflugvallar. Í vor skýrði hann frá því í viðtali á Stöð 2 að hann hefði ekkert svar fengið frá íslenskum yfirvöldum og yrði hugsanlega að flytja Færeyjaflugið til Keflavíkur.
Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54
Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent