Forstjóranum sparkað með vænum starfslokasamningi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2013 10:01 Magni Arge, fráfarandi forstjóri Atlantic Airways, í viðtali við Stöð 2 á flugvellinum í Vogum fyrr á þessu ári. Mynd/Baldur Hrafnkell, Stöð 2. Óvænt brotthvarf Magna Arge úr forstjórastól flugfélagsins Atlantic Airways um helgina skekur nú Færeyjar. Danskur fjölmiðill fullyrðir að Landsstjórn Færeyja hafi samþykkt að Magni yrði rekinn og hann fái 150 milljóna króna starfslokasamning. Magni Arge hefur stýrt þjóðarflugfélagi Færeyinga undanfarin átján ár en jafnframt verið einn helsti áhrifamaður færeysks atvinnulífs, meðal annars formaður samtaka olíuiðnaðarins. Hann hafði forystu fyrir kaupum Færeyinga á þremur Airbus A319 þotum en samhliða var ráðist í stækkun flugvallarins í Vogum og byggingu nýrrar flugstöðvar. Á sunnudag fengu Færeyingar þau óvæntu tíðindi að Magni væri hættur, og sagt að stjórn félagsins og hann hefðu komist að samkomulagi um starfslok. Danska ferðatímaritið Travel People sagði hins vegar í netmiðli sínum að Magni hafi verið rekinn á laugardagskvöld, brotthvarf hans hafi verið dramatískt og gert með samþykki Landsstjórnar Færeyja, sem fer með 65 prósenta hlut í flugfélaginu. Brottrekstur forstjórans er meðal annars rakinn til árekstra milli hans og stjórnarformanns. Sagt er að eitt af fyrstu verkefnum nýs forstjóra verði að losa sig við að minnsta kosti eina af nýju þotunum. Fullyrðir danska blaðið að Magni fái sjö milljóna starfslokasamning, jafnvirði 150 milljóna íslenskra króna, - aðrar fréttir segja að hann fái helmingi minna. Stjórnarformaðurinn hefur nú brugðist við þessum fréttum og sagt að Magni fái tvenn árslaun greidd, en vill vegna trúnaðar ekki greina nánar frá starfslokasamningnum.Magna Arge og Airbus A319-þotu Færeyinga fagnað á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012.Magni Arge er velþekktur í íslenska flug- og ferðageiranum, og í fyrra fór hann þess á leit að fá að nota nýju þoturnar í áætlunarflugi til Reykjavíkurflugvallar. Í vor skýrði hann frá því í viðtali á Stöð 2 að hann hefði ekkert svar fengið frá íslenskum yfirvöldum og yrði hugsanlega að flytja Færeyjaflugið til Keflavíkur. Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Óvænt brotthvarf Magna Arge úr forstjórastól flugfélagsins Atlantic Airways um helgina skekur nú Færeyjar. Danskur fjölmiðill fullyrðir að Landsstjórn Færeyja hafi samþykkt að Magni yrði rekinn og hann fái 150 milljóna króna starfslokasamning. Magni Arge hefur stýrt þjóðarflugfélagi Færeyinga undanfarin átján ár en jafnframt verið einn helsti áhrifamaður færeysks atvinnulífs, meðal annars formaður samtaka olíuiðnaðarins. Hann hafði forystu fyrir kaupum Færeyinga á þremur Airbus A319 þotum en samhliða var ráðist í stækkun flugvallarins í Vogum og byggingu nýrrar flugstöðvar. Á sunnudag fengu Færeyingar þau óvæntu tíðindi að Magni væri hættur, og sagt að stjórn félagsins og hann hefðu komist að samkomulagi um starfslok. Danska ferðatímaritið Travel People sagði hins vegar í netmiðli sínum að Magni hafi verið rekinn á laugardagskvöld, brotthvarf hans hafi verið dramatískt og gert með samþykki Landsstjórnar Færeyja, sem fer með 65 prósenta hlut í flugfélaginu. Brottrekstur forstjórans er meðal annars rakinn til árekstra milli hans og stjórnarformanns. Sagt er að eitt af fyrstu verkefnum nýs forstjóra verði að losa sig við að minnsta kosti eina af nýju þotunum. Fullyrðir danska blaðið að Magni fái sjö milljóna starfslokasamning, jafnvirði 150 milljóna íslenskra króna, - aðrar fréttir segja að hann fái helmingi minna. Stjórnarformaðurinn hefur nú brugðist við þessum fréttum og sagt að Magni fái tvenn árslaun greidd, en vill vegna trúnaðar ekki greina nánar frá starfslokasamningnum.Magna Arge og Airbus A319-þotu Færeyinga fagnað á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012.Magni Arge er velþekktur í íslenska flug- og ferðageiranum, og í fyrra fór hann þess á leit að fá að nota nýju þoturnar í áætlunarflugi til Reykjavíkurflugvallar. Í vor skýrði hann frá því í viðtali á Stöð 2 að hann hefði ekkert svar fengið frá íslenskum yfirvöldum og yrði hugsanlega að flytja Færeyjaflugið til Keflavíkur.
Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54
Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30