Innlent

Eldur á Reykhólum

Gissur Sigurðsson skrifar
Eldsins varð vart þegar rúða í skúrnum sprakk út vegna hita og var þá þegar kallað á slökkvilið sveitarinnar.
Eldsins varð vart þegar rúða í skúrnum sprakk út vegna hita og var þá þegar kallað á slökkvilið sveitarinnar.
Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í bílskúr við hús í þorpinu á Reykhólum í gærkvöldi.

Eldsins varð vart þegar rúða í skúrnum sprakk út vegna hita og var þá þegar kallað á slökkvilið sveitarinnar. Þegar það kom á vettvang logaði mikill eldur í skúrnum, sem er steyptur. Slökkviliðsmönnum tókst að draga bíl þaðan út, en hann er að líkindum ónýtur og ýmis verkfæri, sem líka voru þar inni, eru sennilega ónýt.

Nálægt íbúðarhús var ekki í hættu, enda vindátt hagstæð. Tveir menn, sem tóku þátt í slökkvistarsfinu voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akranesi, vegna gruns um að þeir hefðu fegnið reykeitrun.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×