Lífið

Sarah Silverman sýnir þátt sem aldrei fór í sjónvarp

Sarah Silverman
Sarah Silverman AFP/NordicPhotos
Síðasta vor skaut uppistandarinn og leikkonan Sarah Silverman sjónvarpsþátt fyrir NBC í Bandaríkjunum um konu sem flytur aftur inn í gömlu íbúðina sína eftir að sambandi hennar til tíu ára lýkur.

Ásamt Silverman komu fram í þættinum Tig Notaro, June Diane Raphael og Harris Wittels.

Þátturinn var ekki sýndur á sjónvarpsstöðinni, en Silverman setti fyrsta þáttinn í heild sinni á Youtube-stöðina sína í gær þar sem hann hefur vakið mikla lukku.

Þátturinn heitir Susan 313 og fylgir hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.