Lífið

Tom Hardy mun leika Elton John

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Tom Hardy leikur vanalega hörkutól en mun leika Elton John í nýrri mynd.
Tom Hardy leikur vanalega hörkutól en mun leika Elton John í nýrri mynd. Mynd/Getty Images
Breski leikarinn Tom Hardy mun bregða sér í hlutverk Elton John í nýrri kvikmynd, Rocketman. Focus Features kynnti í dag að Hardy hefði tekið að sér hlutverkið og er stefnt að því að tökur hefjist á næsta ári.

Hinn 36 ára gamli Hardy er mjög virtur leikari og líklega best þekktur fyrir hlutverk sitt sem hryðjuverkamaðurinn Bane í Batman-myndinni „The Dark Knight Rises“ sem Christopher Nolan leikstýrði.

Hann er einnig þekktur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við „Warrior“, „Lawless“ og „Bronson“. Hann hætti nýverið við að leika í bíómynd sem fjalla átti um Everest og ætlar sér þess í stað að leika Elton John í nýrri mynd. Tónlistamaðurinn tekur sjálfur þátt í að framleiða myndina.


Tengdar fréttir

Tom Hardy hættur við Everest

Tom Hardy er hættur við að fara með hlutverk í kvikmynd um fjallgöngumanninn George Mallory.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.