Lífið

Fær sér bita þegar enginn sér til

Ellý Ármanns skrifar
Svava Gunnarsdóttir gefur okkur snickersuppskrift sem er ýkt gómsæt.
Svava Gunnarsdóttir gefur okkur snickersuppskrift sem er ýkt gómsæt.
Svava Gunnarsdóttir sem heldur úti heimasíðunni Ljufmeti.com gefur okkur uppskrift að heimagerðu snickers-súkkulaði sem lesendur Lífsins ættu að prófa því það er algjör snilld eins og allt sem Svava bakar.

Felur herlegheitin - sem er skiljanlegt

„Í hinum fullkomna heimi væri þetta snickers alltaf til hér heima og enginn myndi borða það frá mér. Ég hef grínlaust útbúið það og falið bak við kartöflupokann í neðstu skúffunni í ísskápnum hér heima því ég tími ekki að gefa með mér af því. Það er ólýsanleg tilfinning að vita af snickersinu liggjandi þar og geta fengið mér bita af góðgætinu þegar enginn sér til," skrifar Svava.

Snickers

  • 150 g mjólkursúkkulaði eða rjómasúkkulaði
  • 150 g suðusúkkulaði
  • 200 g sykurpúðar (marshmellows)
  • 100 g smjör
  • 2 msk hnetusmjör
  • 100 g salthnetur
  • 400 g rjómakaramellur eða kúlur
  • 2 msk mjólk
Aðferð: Bræðið súkkulaðið (bæði mjólkur- og suðusúkkulaði) saman yfir vatnsbaði. Klæðið form í stærðinni 21 x 15 sm með bökunarpappír. Setjið um helming af súkkulaðiblöndunni í botninn á forminu og setjið formið að því loknu í frysti. 

Bræðið sykurpúða með smjöri og hnetusmjöri í potti. Þegar blandan hefur bráðnað saman er salthnetum hrært saman við. Takið súkkulaðið úr frystinum og hellið sykurpúðablöndunni yfir. Setjið formið aftur í frysti. Bræðið karamellurnar (eða kúlurnar) með mjólkinni í litlum potti.

Blandan á bara að verða fljótandi. Takið formið aftur úr frystinum og hellið karamellunni yfir sykurpúðablönduna. Setjið formið aftur í frysti. Ef súkkulaðið er byrjað að storkna þá er það brætt aftur. Hellið súkkulaðinu yfir karamelluna þegar hún hefur tekið að harðna. Látið snickersið standa í ískáp í að minnsta kosti klukkustund.

Skerið kantana af og skerið það síðan niður í passlega stórar snickersstangir eða snickersbita.

Hér er snickers-færslan.

Svava heldur úti dásamlegu bloggi þar sem hún gefur lesendum uppskriftir að dýrindis kökum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.