Lífið

Affleck óviss með Batman

Ben Affleck þurfti að hugsa sig tvisvar um áður en hann sagði já við Batman.
Ben Affleck þurfti að hugsa sig tvisvar um áður en hann sagði já við Batman. Nordicphotos/Getty
Ben Affleck sagði í viðtali á dögunum, að hann hefði efast um hvort það væri góð hugmynd fyrir hann að taka hlutverki Batmans, þegar honum var boðið það.

Affleck sem er 41 árs gamall, sagðist hafa verið óviss um hvort hann gæti smollið í hlutverkið, sem er orðið ansi vel mótað eftir stórleik Christians Bale í hlutverkinu. „Þegar leikstjóri nýju Batman-myndarinnar Zack Snyder, sýndi mér breytinguna á forminu og uppbyggingu myndarinnar varð ég mjög spenntur.“

Þá bætti hann við, að það væri alltaf erfitt að gera eitthvað nýtt og öðrvísi en sagðist halda að hugmynd Zack´s komi til með að vekja mikla lukku. Affleck sem á þrjú börn, sagði svo í viðtali hjá Jimmy Fallon að allir krakkar ættu einhvern tímann að fá að sjá feður sína sem ofuhetju og sagðist vera mjög spenntur yfir hlutverkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.