Lífið

DiCaprio í Kringlunni?

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kringlan fullyrðir að DiCaprio hafi kíkt í heimsókn.
Kringlan fullyrðir að DiCaprio hafi kíkt í heimsókn.
Fullyrt er á Facebook-síðu Kringlunnar að leikarinn og hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio hafi spókað sig um ganga verslanamiðstöðvarinnar í gær.

„Hann var með fríðu föruneyti á göngum Kringlunnar að skoða hinar ýmsu vörur og gekk ekki tómhentur út frekar en aðrir þeir sem kíkja í heimsókn,“ segir á síðunni, en orðrómur um veru leikarans hér á landi hefur gengið síðan í miðri viku.

„Þetta stemmir,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, en hún vill þó ekki fullyrða að leikarinn hafi keypt eitthvað. „Ég er að reyna að afla frekari upplýsinga en hann sást eftir hádegi á miðvikudag en vildi greinilega ekki láta mikið á sér bera. Hann var með sólgleraugu og derhúfu og það var einhver hópur með honum.“

Ef rétt reynist að leikarinn sé staddur á Íslandi er það ekki í fyrsta sinn sem hann dvelur hér, en hann sat fyrir á ljósmyndum fyrir tímaritið Vanity Fair við Jökulsárlón árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.